Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Side 13
NÝTT KVENNABLAÐ
9
Hvammsbrekka blasti við er ég var kominn
upp á Stapa, sem kallaður var, og berjamórinn
var þar skammt fyrir norðan.
Ég tyllti mér á tá, er ég skygndist yfir sveit-
ina, rétt eins og ég myndi sjá betur fyrir það,
enda reyndist það og, því að nú sá ég eitthvað
kvikt í brekkunni, sem ég ekki hafði tekið eftir
áður. „Ég verð að vita hver það er,“ hugsaði ég
með mér, „hver veit, nema það sé Rannveig, þar
hitti ég hana síðast er við vorum á berjamó.“
Ég fremur flaug en hljóp ofan einstigið, enda
var það breitt og gott, og ég nam staðar fyrir
framan fallega og glóhærða stúlku. Þarf ég að
taka það fram, að það var Rannveig fornvina
mín, sú sama og áður, aðeins svo miklu fallegri
og þroskaðri en fyrr. Oft hafði ég hugsað um
hana, en aldrei hafði mig dreymt um slíka feg-
urð, aldrei svona gullbjarta, langa og þykka
lokka, aldrei svona fallegan yfirlit, — svona
mjallhvítt enni og háls — svona rósrauðan
munn, svona morgunrauða litaða vanga — svona
blíð, blá og björt augu — svona aðdáanlegar
hreyfingar. Ég var í stuttu máli sem steini lost-
inn, er ég stóð fyrir framan hana, og horfði á
hana án þess að koma upp einu orði. Hún opnaði
munninn til að tala, en sneri því upp í bros,
sem ég ekki get lýst. Loksins fékk ég þó málið.
Ég rétti henni hendina og heilsaði henni með
nafni og spurði, hvort hún þekkti mig. Hún
játti því. Ég veit ekki hvort það var tilhlýðilegt,
en næsta orð, sem ég talaði var að spyrja hana
hvort hún myndi hvað ég hefði sagt við hana
að skilnaði.
Hún játti því einnig, og nú hljóp blóðið upp
undir hársrætur, ofan á háls og út undir eyru,
sá ég.
„Og áttir þú von á að heyri mig endurtaka
þau orð,“ spurði ég ennfremur.
„Ég hélt það máski,“ sagði hún mjög niðurlút.
„Svo þú hélzt ekki ég væri búin að gleyma
þér?“
„Ég vissi, að þú varst tryggur og staðfastur í
lund,“ svaraði hún, og skildi ég að hún hvorki
vildi neita né játa í þetta sinn.
Ég þakkaði henni fyrir þessi orð, og næstu
fáeinum orðum, er þar fóru á eftir vil ég ekki
segja frá. En við höfðum ekki tíma til að tala
mikið saman í þetta skipti heldur, því að þegar
mér var litið við, sá ég hvar karl faðir minn var
að staulast ofan einstígið. Hann var búinn að
sjá okkur, og voru brýrnar talsvert signar á karli.
„Hví ertu kominn hér,“ sagði ég með engu
IHlofeurmtnnitig
Ouðlaue HcIka llalliðadóttlr frft DalNsrli
Ó, vertu blessuð, elsku mamma mín,
ég man þig bezt, er Ut ég bernskuslóöir;
þar munu geymast mörgu sporin þín
í minningu, sem verndarenglar góðir.
I*ú vildir hlúa að hverju því, sem grær,
og harm þess dapra kunnurðu oft að sefa.
í þínu brjósti bjuggu kendir þær,
sem breiskum megna allt að fyrirgefa.
Þú gekkst að störfum þýð og þolinmóð
í þrá að verða öllu góðu að liði.
Þín ævi var scm hugljúft heilsteypt ljóð,
sem hjörtun fyllir ró og mildum friði.
G. Au.
'):
minni alvörusvip en þeim, sem bjó í brúnum
hans, „viltu ég sæki þér gull ofan í fossinn?“
Ég sá að hann skildi, hvað ég meinti, því að
hann roðnaði. Hann var þá kominn til okkar, og
stóð hann og horfði á okkur á víxl. — Þá var
sem ský liði burt frá andliti hans. — Það hlaut
líka að hverfa frammi fyrir fegurð og yndisleik
Rannveigar. Eftir litla þögn svaraði hann bros-
andi.
„Nei, sonur minn, ég á ekki mikið af gulli —
en ég á enn færri börn, og vil ekki hætta lífi
einkasonar míns með því að senda hann undir
fossinn.“
Hann hafði naumast slept orðinu, er ég varð
þess var, aö enn einn gestur var kominn í
Hvammsbrekku og stóð rétt hjá okkur. Það var
ljótur, svartur púki, sýndist mér og þóttist ég
þó fljótt bera kennsl á hann.
„Höggormurinn í Paradís," varð mér fyrst að
orði.
„Glöggur er sá, sem götuna sparar,“ glumdi
nú að gömlum sið, hjá Steina, því að lesarinn
skilur, að það var hann, sem kominn var.
„Ég hef því miður enga skotthúfu til að krýna
þig með, Steini,“ sagði ég, sem allt í einu var
orðinn fjúkandi reiður yfir að Steini skyldi voga
sér inn á þenna helga stað, „en ef þú ekki snaut-