Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Síða 16

Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Síða 16
12 NÝTT KVENNABLAÐ Ingibjörg Tryggvadóttir: c33 o r Auðir rindar, krap með köflum, kafaldsfærð í dýpri sköflum, mórauð 'leðja á melum öllum, mannfær gaddur uppi á fjöllum. Vorsól góð á himni hækkar, hennar riki óðum stækkar, lækir hátt í fjöllum flissa fleiri snjókorn skaflar missa. Gróðurilmur gýs úr moldu, grænkuð strá um alla foldu seilast eftir sólarhlýju, sumri ennþá fagna nýju. Sóleyjarnar sumars fyrstu sínar krónur geislaþyrstu breiða móti morgunsólu mettaðar af tárum njólu. Lítill fugl með fis í munni flýgur út úr viðarrunni, er að byggja bústað dýran. með byrði sína þangað snýr ’hann. Litlu börnin létt í geði leika sér með bernskugleði, hoppa, stökkva, hlaupa, ganga hýr á svip með rjóða vanga. Þreyttir bogið bakið rétta, byrði gerir vorið létta, teyga ilminn, æsku, þorið, öllu hjálpar blessað vorið 50 landsmanna hafi verið með sullaveiki, þ. e. 1300 menn sýktir í landinu. Árið 1897 er 1 af hverjum 332 lands- manna með veikina, þ. e. 235 sjúklingar alls. Árið 1920 er aðeins 1 af hverjum 2638 sýktur, þ. e. 36 sjúklingar alls. Nú mun þetta vera ennþá minna. Þó sýkjast menn ennþá við og við af sullaveiki. Sýking þessara manna má hiklaust telja þeim að kenna, sem eru og hafa verið svo hirðulausir að brenna ekki alla sulli við slátrun sauðfjár. Ef þetta væri gert undantekningarlaust, mundi bandormurinn brátt hveifa úr hundunum, en við það hyrfi sullaveikin af sjálfu sér úr landinu. Ennþá er það álit flestra erlendra lækna, að hvergi sé önnur eins sulla- veiki og annar eins sóðaskapur og á íslandi. Máli mínu til sönnunar gæti ég bent á ýmsar ritgerðir og bækur um sullaveiki, og ferðasögur frá íslandi. Nú vitum við aftur á móti, að sullaveikin er miklu algengari í Ástralíu, Norður-Afríku og Sýrlandi. Þetta sýnir, hversu markvisst við verðum að vinna að því, að losna við sóðaskaparorð það, sem á okkur hvílir. Njálgur, sem tilheyrir þráðormunum, er mjög útbreidd- ur hér á landi. Hann lifir í þörmum manna og þá aðal- lega í ristlinum, og berst því út með hægðum. Getur maður þá oft séð kvendýr njálgsins, sem er miklu stærra en karldýrið, eins og örmjóan, sívalan þráð, um 1 cm. á lengd. Hann hlykkjast til eins og aðrir ormar og má þannig þekkja hann frá trefjum í fæðuúrganginum. Annað ráð til að þekkja njálg er ákafur kláði við enda- þarminn, aðallega á kvöldin, þegar fólk er komið í hlýtt rúmið, því að þá skríður kvendýrið niður fyrir enda- þarminn og verpir þar eggjum sínum, sem eru svo smá, að þau sjást alls ekki með berum augum. Því er skiljan- leg nauðsyn þess, að klóra sér ekki, og þvo sér vandlega um hendur eftir hægðir og að morgni hvers dags, til að draga sem mest úr hættunni á, að eggin berist á fingur manns og þaðan t. d. með matnum upp í mann. Á þennan hátt er mikið hægt að draga úr sjálfsýkingu. Auk þess, hve óhugnanlegt það er, að ganga með njálg, að vita af lifandi ormum í líkama sínum, þá er njálgur- inn beinlínis skaðlegur heilsu manna. Hann getur orsakað langvarandi blóðleysi, magnleysi, magaverki, taugaveikl- un, truflar svefn og dregur á annan hátt úr heilbrigði manna og vellíðan. Það er afarerfitt að lækna njálg til fulls. Þó er það hægt með nógu miklum þrifnaði og ástundun. Þar sem einn maður er sýktur á heimili, verður að gera ráð fyrir að allir heimilismenn séu sýktir, og láta því alla ganga undir lækninguna í senn. Gott er að byrja á því að éta 5—6 hráar gulrætur, (börn þurfa minna) á fastandi maga, borða hálftíma síðar væna máltíð af hrárri salt- eða kryddsíld með heitum jarð- eplum og miklu af hráum lauk. Síðar um daginn má éta hvað sem er. Álitið er, að gulræturnar, síldin og lauk- urinn flæmi ormana niður garnirnar og út með hægð- unum. Gott er því að endurtaka þetta með nokkurra daga milHbili á meðan á lækningu stendur. Auk þess er reynt að koma í veg fyrir að ormurinn geti verpt eggjum sín- um, með því að bera sótthreinsandi smyrsli umhverfis endaþarminn á hverju kvöldi í 2—3 mánuði, og helzt eftir hverjar hægðir. Sofa verður í buxum 'úr þéttu efni, sem ekki er hægt að klóra sér í gegnum. Skipta oft um nærföt og sængur- fatnað og þvo sér vandlega um hendur og undir nöglum, að morgni, fyrir hverja máltíð og eftir hverjar hægðir og þvaglát. Ef öllum þessum reglum er fylgt út í æsar, þá læknast njálgur ævinlega. Stundum er hægt að flýta fyrir útrýmingu njálgs með svonefndum ormalyfjum, þó engan veginn séu þau örugg til útrýmingar orminum. Þau geta þar að auki varla talizt hættulaus og mega því ekki notast nema eftir nákvæmri fyrirsögn læknis. Þegar talað er um algjöra útrýmingu vissra sýkla og sníkjudýra, þá verða menn að skilja, að þetta er í raun og veru hægt, því að enginn sýkill og ekkert sníkjudýr

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.