Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Side 17

Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Side 17
NÝTT KVENNABLAÐ 13 Þegar þú verður fímmtug Grein þessi er tékin upp úr vestur-íslenzka blaðinu, Lögbergi. Höfundur hennar er Ingibjörg Jónsson, ristjóri kvennasíðu blaðsins. Fimmtugasti afmælisdagurinn ætti að vera einn ánægjulegasti afmælisdagur konunnar. Hún hefur sennilega aldrei verið frjálsari en einmitt þegar hún er komin á þennan aldur. Þá fyrst hefur hún tíma og næði til að gefa sig að ýmsum málum, sem hún hefur lengi haft áhuga fyrir. Þá fyrst á hún algerlega með sjálfa sig. Á fyrsta stigi ævinnar var hún meira og minna undir umsjón foreldra sinna. Foreldrarnir höfðu nákvæmt eftirlit með siðferðis- og hugsunar- þroska hennar og gjörðum. Á þessu stigi æv- innar tilheyrir hún foreldrum sínum og þannig á það að vera. Um tvítugs aldur færist hún á næsta stigið. Þetta er hinn venjulegi giftingar aldur. Þótt hún sé nú orðin fullorðin og foreldrarnir hafi sleppt af henni hendinni, er hún engu frjáls- ari en áður. Nú er hugur hennar og hjarta bundið við eiginmanninn og börnin. Hún til- heyrir þeim með líkama og sál. Þetta tímabil í ævi konunnar nær venjulega yfir þrjátíu ár. Að þeim tíma liðnum eru flest börnin vaxin upp, farin að heiman, gift og búin að stofna sin eigin heimili. Hvort sem henni er það leitt eða ljúft þá hafa böndin losnað. Hún hefur nú öðlast meiri tíma og frelsi heldur en hún hefur áður haft. Það er mikið undir því komið hvaða afstöðu konan tekur gagnvart sinni breyttu aðstöðu, hvort hið þriðja tímabil í ævi hennar, sem nú ..kviknai'" af sjálfu sér, eins og sumir trúa. Hver hefur t. d. ekki heyrt talaö um að lúsin kviknaði af sjálfu sér við nógan sóðaskap? Þetta er ekki rétt, því að lúsin kviknar ekki fremur af sjálfu sér en kýrnar, kindurnar og hestarnir, eins og ég hef áður sagt. Hitt er annað inál, að bæði sýklar og sníkjudýr þrífast betur við ó- Þrifnað en þrifnað, og fjölgar náttúrlega mest, þar sem þau finna friðland. Að endingu þakka ég þeim, sem nennt hafa að hlusta á þessi erindi og þá sérstaklega þeim, sem nenna að fara eftir leiðbeiningum mínum. er að hefjast, verður gleðiríkt og hamingju- samt. Margar konur vilja gjarnan lengja hið ann- að tímabil ævinnar. Þær geta varla hugsað til þess tíma, þegar ungarnir eru flognir úr hreiðr- inu og foreldrarnir eru ein eftir. En þetta er eðli lífsins og það tjáir ekki að sporna við fram- rás þess. Ef reynt er að raska þessu lögmáli, getur það haft illar afleiðingar. Stundum vilja mæður halda áfram að lifa lífi barna sinna eftir að þau eru orðin fullorðin og bundin öðrum. Þær mæður virðast algerlega upp á börn sín komin með alla ánægju í líf- inu. Þær vilja vita um öll þeirra áform og allar þeirra gerðir, og ef þeim finnst börnin ekki taka nóg tillit til sín, fyllast þær afbrýðissemi og beizkju. Það liggur í augum uppi að þegar afstaða konunnar gagnvart hinum eðlilegu breytingum lífsins er þessi, þá verður þriðja tímabilið í ævi hennar ömurlegt. Þessi afstaða varpar ekki einungis skugga á hennar eigin lif heldur og þeirra, sem henni þykir vænzt um — manns- ins og barnanna. Hversu blessunarríkara er það ekki að sætta sig við þær breytingar, sem eru óhjákvæmi- legar samkvæmt lögmáli lífsins? Ástin milli hennar og barnanna hefur ekki minnkað, en afstaöa þeirra til hennar og hennar til þeirra er breytt. Konan er fimmtug. Nú gengur hún fram við hlið manns síns, frjálsari og sjálfstæðari en nokkru sinni fyrr. Nú hefir hún tima til þess að taka þátt í þeim málum utan heimil- isins, sem hann hefur áhuga fyrir. Aldrei hefur hún verið sannari félagi hans en nú. Og nú hefur hún tækifæri til þess að þroska sérgáfur sínar — spila á hljóðfæri, mála mynd- ir, skrifa sögur o. s. frv. Nú er algengt að kon- ur sæki háskóla á fimmtugs aldri. Engin skyldi halda að viss aldur geti hamlað fólki frá því að læra. Margar konur byrja á þessum aldri að taka þátt í alls konar félagsmálum og beita

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.