Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Page 20

Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Page 20
16 NÝTT KVENNABLAÐ BARNIÐ, upprunalegt, óþvingað, óhrætt (Sögukjarni úr bók eftir EDITA MORRIS, þýtt úr „Reader Digest"). Hún ætlar að kreista, hún ætlar að kremja! Hún vill láta þenna mjóslegna maur, sem sprikl- ar, með strá í örmunum, milli þumalfingurs- naglar hennar og vísifingurs, hætta að iða. H-hó maur! Ég klíp þig sundur, á augna- blikinu! En nú hefur hún ausið sandi í hárið á sér. Henni fellur það illa. Hún þarf að klóra sér. Húkandi fyrir framan mauraþúfuna, starandi upp í heiðan, bláan himinninn, klórar hún sér með litla fingrinum á þeirri hendinni, sem hún hefur maurinn í. Hún finnur vellíðan inni í sér, hún er góð, alls staðar í líkanma sínum finnur hún, að hún er góð. Næst tekur hún eftir rauðum liljum, sem vaxa ekki til lengdar að gera oss hamingjusama. Það er sagt, að hamingjan sé blind og maður vonar ósjálfrátt að hún muni í blindni veita oss gjafir sínar, án þess að vér þurfum sjálfir að vera samstarfandi. En slíkt er heiðingleg hugsun. Vér höfum betri hvöt í gamla orðtækinu: „Hver er sinnar hamingju smiður.“ Það er einnig sagt, að æskan sé sælasti tíminn, en það er ekki heldur rétt. Hamingja æskuáranna er að miklu leyti óafvitandi, ósjálfráð; hin sanna hamingja krefst fulls skilnings, skýrrar meðvitundar; vér verðum með reynslunni að komast til þekkingar á, hvað ósönn og veruleg gleði er í raun og veru, og til þessarar meðvitundar nær maður sjaldan fyrr en á fullorðinsárunum. Þess meira, sem talað er um hamingjuna, þess meiri verður þráin eftir henni og því sjaldnar kemur hún. Hamingjan er eins konar undrablóm þannig, að hún blómgast um hábjartan daginn, svo að hver sem vill getur náð henni. Enn er þó gengið fram hjá henni af mörgum, vegna þess, að litur hennar deyfist af glæstari blómum. Blómum, sem visna og missa blöðin jafnskjótt og þau eru tínd. Sönn hamingja finnst aðeins hjá þeim, sem með vilja og ráðvendni er sinnar eigin hamingju smiður. í klasa rétt hjá henni. Hún stingur nefinu ofan í einn blómbikarinn og hann springur. Þá man man hún allt í einu eftir maurnum. Nú ætlar hún að klípa hann i sundur, nákvæmlega í tvennt, þar sem hann er mjóstur. „Gull, barnið mitt! Hvað ertu að gera?“ Gull lítur upp. Þarna eru aftur þessar fætur, þessar þú-mátt-ekki-fœtur. „Ég er bara að klípa pínulítið í hann, ömmu- systir.“ Hún lítur upp og sér svart pils. Pilsið ber með sér annarlega lykt, óskylda sumrinu. Rödd kemur niður til hennar, alla leið niður á jörðina, þar sem hún situr. „Þú mátt ekki drepa, Gull. Ó, þú mátt aldrei, aldrei drepa.“ ,Aldrei, ömmusystir?“ „Aldrei. Hugsaður þér ef þú værir maurinn, Gull. Þá skilurðu hvað hann finnur til, þegar þú klípur hann.“ „Ó—ó!“ Litla stúlkan stekkur á fætur. Hún er maur- inn, og nú veit hún, að hann vill út af lífinu komast til hinna mauranna. Hún sleppir honum og hrópar hátt, svo að svarta pilsið heyri: „Ég skal aldrei drepa, aldrei!“ En hún er ekki lengur glöð inni í sér. Löng- unin til að kreista og kremja er farin, eitthvað skemmtilegt er horfið. Hún opnar munninn, lítur á rauða, eyðilagða liljublómið, og orgar hátt af örvæntingu. Hún og kisa og drengurinn-sem-kemur-til-að- leika sitja saman á ströndinni, sveitt og allsber, Þau eru öll mórauð á litinn, ljósbrún eins og rjómasúkkulaði. Kisa, sem verður að dúsa í loðfeldinum sínum, er sú eina, sem ekki er sveitt. Drengurinn-sem-kemur-til-að-leika hreykir sér upp á stein. Hann situr gleitt, teygir frá sér brúna fæturna og tálgar spítu. Telpan og kisa sitja við fætur hans og horfa á. Telpunni líður vel, hún er ánægð inní sér, allt er fjarska fjarska gott. Drengurinn-sem-kemur-til-að-leika er með stutt hár en ekki sitt, eins og hún sjálf. Að (Þýtt. E. B.)

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.