Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Page 21

Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Page 21
NÝTT KVENNABLAÐ 17 öðru leyti er hann líkur henni. Hann hefur tvo deppla sinn hvoru megin á brjóstinu og nafla- kút rétt, eins og hún. En neðan við magann dinglar eitthvað, sem hún aldrei hefir tekið eftir fyrr. Hún lítur niður á sjálfa sig til að vita, hvort skeð geti, að hún sé svona líka. Hún er það ekki. Drengurinn hreyfir sig og þetta, sem hún aldrei hefur tekið eftir áður, slæst fram og aftur. Kisa lyftir löppinni og danglar í það. Drengurinn mjakar sér burtu, lítur á kisu og kisa horfir á hann. Kötturinn lyftir löppinni á ný. Gull tekur í löppina og ætlar að hjálpa kisu. Hún hlær. Þarna koma þessir þú-mátt-ekki-fætur, og pilsið og röddin. „Svona máttu ekki leika þér, Gull. Þú mátt aldrei framar leika þér svona.“ „Því?“ „Ég sagði. að þú mættir það ekki. Ó, þú ert ósiðuð! Þú ert villt! Þú ert svo lítil, að þú skilur ekkert. En þú lofar mér því?“ „Lofa “ Fæturnir fjarlægjast. Telpan veltir sér á grúfu í sandinn, dregur köttinn til sín og þrýstir út- skældu andlitinu ofan í mjúkt, loðið skinnið, sem er eins á litinn og húðin á líkama hennar. Hún er ekki lengur glöð. „Kisa, nefið á mér er blautt. Það leka dropar af því. Ég ætla að þurrka það á skinninu þínu. Ó, kisa.“ Hænurnar spígspora fram og aftur kringum hænsnatrogið, merkilegar og montnar. Þær troðast áfram þvaðrandi og gaggandi og háma i sig. Þær reigja höfuðið aftur, loka augunum og setja á sig þóttasvip um leið og þær kingja. Haninn kemur. Hann sópar þeim öllum burtu og hvomar í sig hænsnamatinn. Litla stúlkan kastar steini í hann. Hann dettur niður og ligg- ur grafkyrr. Gull krýpur niður hjá honum. „Ó, opnaðu bara annað augað, það er alveg sama hvort þeirra það er.“ Hún þrýstir hananum mjög blíðlega að sér og tautar lágt: „Þú ert alveg stífur, hani, með stífa fætur. Hreyfðu þig ósköp lítið! “ Síða pilsið, þetta eilífa pils, kemur. Gull lítur upp. „Ó, Gull! Er fallegi, svarti haninn minn dauður?“ Litlu stúlkunni líður ekki vel. „Hvað er að vera dauður?“ segir hún. „Hvað það er? Það er það óttalegasta, sem til er. Það er að vera ekki lifandi. Allir verða að deyja. Þú deyrð líka einhverntíma. Við munum öll, öll, deyja. Ó, fallegi haninn minn. Hvernig vildi þetta til?“ „Hann bara gerði það.“ „Gerði hvað?“ „Dó.“ „Ó, nei, Gull. Þú vildir meiða hann. Ég sá, þegar þú hentir steininum. Og nú segir þú líka ósatt! Nei, byrjaðu nú ekki að spyrja mig hvað það sé, að segja ósatt. Lítil, lítil stúlka er mjög vond. Enginn ræður við þig. Þú drepur hanann, þú skrökvar, þú hegðar þér illa! “ Það er dimmt. Allt umhverfis litlu stúlkuna rís nóttin. Ekkert veit hún betra en að vera óhult á næturna í þessu litla rúmi. Einu sinni átti hún lengi heima í þröngum, hlýjum og örugg- um stað. Hún hniprar sig í kuðung í rúminu, einmitt á sama hátt og hún lá þá, í uppruna- legu öryggi, þegar allt var gott. Telpan finnur vellíðan inní sér, hún er góð. Það er nótt og enginn segir mátt-ekki fyrr en á morgun. í huganum situr hún hjá mauraþúf- unni, hún grípur um mjóa miðju maursins. En nú klípur hún hann nákvæmlega í tvennt. Hún gerir það, hún er að því Hún hlær, og hniprar sig saman í góðan, glaðan, hamingjusamann hnykil. Gull þrífur stein og kastar honum í svarta hanann, síðan faðmar hún hann að sér og starir í svört augu hans. Hananum er sama þótt hann sé dauður. Öllum stendur á sama, allir hlutir eru glaðir, hún er glöð. Enginn segir mátt-ekki, fyrr en á morgun. Þarna liggur hún í kuðung. Inni í henni er ekkert nema sæla. Allt er sæla. M. J. K. þýddi. Hverfur engum alveg sól er á strenginn kunni. Veita lengi ljóöin skjól lífs í þrengingunni. Dagar renna og æviár okkar fenna sporin, engar senn í sálu þrár sem að brenna á vorin. Guðrún Árnadóttir frá Oddsstöðum

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.