Nýtt kvennablað - 01.04.1945, Page 22
18
NÝTT KVENNABLAÐ
(§0^^ /ftcf
Hjá þér á ég einasta
athvarfið mitt,
þar hjartað fœr hulið
harmþrungið andlit sitt.
Þú ert allt það góða.
Við gæðin þin ein,
getur hjarta mitt losnað
við lífsins þunga stein.
(Þýtt).
BARNAGÆLA.
Þóra situr og saumar og syngur, tra la la,
samt þó ekkert gengur, húja húja húja.
Garnið fer í gólfið, naha naha naha
og nálin týnist bráðum, inter pocula.
S. Ó.
Flciri konur að hljóönemanum.
Samfellda dagskráin í útvarpinu að kvöldi hins 9. maí,
sem tileinkuð var minningu Hallveigar konu Ingólfs
Arnarsonar, var ágæt, og konum þeim, er hana sömdu
og önnuðust flutning hennar, til sóma. Oft hefur verið
á það minnst hér í Nýju kvennablaði, að stór hópur
hlustenda mundi taka því feginsamlega ef konur létu
oftar til sín heyra í útvarpinu. Um eitt skeið var eins
konar „kvennasíða" fastur dagskrárliður, en var svo
látinn falla niður. Hvernig væri að taka það upp aftur?
Eða hvernig stendur á því, að aldrei tekur nokkur kona
til máls i þættinum „um daginn og veginn"? Það gæti
þó hugsazt, að það væri ánægjuleg tilbreyting, að heyra
um viðhorf kvenna til þeirra atburða, sem eru að gerast
á hverjum tíma. En vitanlega þarf útvarpið sjálft að
leita til kvenna og kvenfélaga. Þá er líka enginn vafi
á því að efni fengizt nægilegt.
Úr bréfi:
— Ég er oft að hugsa um viðtökurnar á bæjunum.
Konurnar komu með opinn faðminn móti mér, ég held
næstum þær hafi tekið mig í fang sitt, gleðin skein
úr augum þeirra. — Þessar konur höfðu ekki fullar
stofur af fínheitum, en gerðu mér heimsóknina ógleym-
anlega með einlægni sinni og ástríki. — Þegar ég ber
þær saman við sumar konur nú, sem sýnast hafa lífs-
þægindin öll í sínum heimahúsum, hvers vegna getur
þá ekki verið eins ánægjulegt og yndislegt að koma þar.
Líklega liggur mesta breytingin í sjálfri mér. Það er
ekki að marka, ég sé ekki fínheitin eða kæri mig ekki
um þau, kýs heldur annað skraut. Þetta er kannske að
gera öðrum rangt til, en erum við ekki alltaf að því, hver
við annan?
Franskar konur öðlast kosningarétt.
Sveitastjórnarkosningar hafa staðið yfir 1 Frakklandi og
í fyrsta sinn í sögu frönsku þjóðarinnar ganga konur að
kjörborðinu til að nota hinn nýfengna kosningarétt sinn.
Frakkland, sem nefnt hefur verið „vagga lýðræðisins"
og gefið hefur heiminum vígorðin: Frelsi, jafnrétti,
brœðralag, þurfti sjálft að þola hörmungar tveggja heims-
styrjalda, áður en það viöurkenndi jafnrétti dætra sinna.
Mismæli:
— Það stóð heima þegar sólin lagði á stað frá Lækj-
arbotnum, þá var ég í hádegisstað.
* * *
Forsíðumyndin.
Myndin framan á blaðinu er af stjórn Kvennadeildar
Slysavarnafélags íslands í Reykjavík. — í efri röð: Lára
J. Schram, Guðrún Magnúsdóttir, Gróa Pétursdóttir, Guð-
rún Lárusdóttir. í fremri röð: Ingibjörg Pétursdóttir,
Reykjum, Inga Lárusdóttir, Guðrún Jónasson, Sigríður
Pétursdóttir. Ein stjórnarkona, Ásta Einarsdóttir, var
fjarverandi.
Misritanir urðu í kvæðinu: Stjörnublik, í síðasta blaði.
í öðru erindi, 3. línu: mitt, á að vera neitt. í síðustu
línu 4. erindis: til, á að vera að. í 2. lfnu 8. erindis.
erji, á að vera herji. — Biður blaðið innilega afsökunar
á þessu.
Undir suðrœnni sól.