Nýtt kvennablað - 01.01.1949, Side 5

Nýtt kvennablað - 01.01.1949, Side 5
Eiríksína Asgrímsdóttir Siglufirði Margar íslenzkar konur liafa fyrr og síðar sýnt mikinn dugnað, ekki aðeins við heimilisstörf og nieð því að ala upp stóran og mannvænlegan barnahóp, heldur hefur þeim einnig gefizt tími til þess að sinna nokkuð félagsstörfum og leggja þannig drjúgan skerf til eflingar ýmissa velferða- mála samborgara sinna. Ein þessara kvenna er frú Eiríksína Ásgn'msdóttir, Siglufirði, er átti fimmtugsafmæli s. 1. ár þó að Nýtt kvennablað hafi ekki getið þessa afmælis hennar fyrr en nú. Frú Eiríksína er ættuð úr Skagafirði og fædd að Hólakoti í Holtshreppi í Fljótum 4. apríl 1897, og voru foreldrar hennar þau hjónin Ás- grímur Björnsson og María Eiríksdóttir, og afi liennar var Björn borleifsson bóndi í Vík í Héð- insfirði, er kunnur var á sinni tíð fyrir dugnað og gestrisni. Árið 1916 giftist frú Eiríksína fxænda sínum, Birni Sigurðssyni skipstjóra frá Vatnsenda í Héðinsfirði og settust þau að í Siglufirði og hafa búið þar síðan. Þeim hjónum varð 10 barna auðið, er öll eru nú komin yfir fermingaraldur og hin mannvæn- legustu. Elzta son sinn misstu þau hjónin fyrir nokkrum árum, en hann fórst með vélbáti frá Sandgerði. Heimilisstörfin hafa, að sjálfsögðu, gefið lrú Eiríksínu ærið verkefni, enda hefur hún rækt þau með prýði. En þrátt fyrir hin umfangsmiklu Frú Eiríksína. heimilisstörf, hefur henni gefizt tími til þess að taka all mikinn þátt í félagsmálum kvenna, og hin síðari ár hefur liún verið formaður slysa- varnardeildarinnar „Vörn“, og hefur deildin starfað mjög vel undir stjórn hennar. Frú Eiríksína nýtur trausts og virðingar sam- borgara sinna og þykir hverju ntáli betur borg- ið, er fær hana til liðsinnis. Af dáð og drengskap hefur hún stutt Nýtt kvennablað, sem árnar henni allra heilla. í desember 19^8. IIVERRI FORNKONUNNI VILTU HELZT LÍKJAST? Ég þakka aí alhug konunni, sem skrifaSi í síðasta tbl. kvennablaðsins, að hún vildi helzt likjast Bergþóru, konu Njáls ú Bergþórshvoli. Þeirri fornkonu vildi ég helzt, svo lang helzt líkjast af öllum, og við mættum allar konur vera stoltar af því að eiga þá ást, sem yfirstígur ótta við eld og illmenni ver- aldarinnar. Það er ekki svo aðdáunarvert að ganga um frískur og hjúkra og líkna, þó að göfugt sé, eða vinna sér frægð og frama, þegar gæfa og gjörvuleiki er á allar hliðar — en hugsið ykkur bara — gamla þreytta konu — sem elskar manninn sinn ennþá svo heitt — að hún vill heldur þola — svæluna — brunann með honum, en ganga út og anda að sér víðfeömi veraldarinnar, þó að hún ætti þess kost að lifa — og hefna — eins og hugir allra stóðu til á þeirri öld. IJvað mynduð þið gera? Hvað er ást ykkar sterk til eiginmannsins? Þolir hún bálið á Bergþórshvoli? Mynduð þið ekki vilja lifa ögn lengur? Munduð þið ekki óttast — svæluna — hitann — að kafna og NÝTT KVENNABLAÐ brenna. Heill þér um aldur og ævi Bergþóra! Sem ung varst Njáli gefin, og stóðst sem hetja við hlið hans að leiðarlokum. — 30. okt. 1948. Skagfirsk bóndakorna. ★ Augljós galli er á mörgum kvenlýsingum sögualdarinnar, of Ii'tið er gert úr tilfinningu móður til barns. Ilrefna Ásgeirs- dóttir er látin springa af stríði eftir dauða Kjartans, þótt þau ættu barn, er hún mátti annast. Bergþóra látin kjósa bálið heldur en bjarga dóttursyninum. Sú, sem bar fram þessa spurningu í fyrstu, hér í blaðinu: Hverri fornkonunni viltu lielzt h'kjast? Vildi helzt líkjast Ásdisi á Bjargi. ★ Þeir ákaflyndu fljúga með okkur um víðu veröld, en við erum óttaslegin. Rólyndu mennirnir fylla okkur hugprýði. I

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.