Nýtt kvennablað - 01.01.1949, Qupperneq 6
Ingibjörg
Þorgeirsdóttir:
Ættrækni-
Minningar-
giof
Reykjahólakirkja.
Hallveigarstöðum, hinu væntanlega kvenna-
heimili, hafa oft borizt góðar gjafir, eftir að
söfnun var hafin til þeirra. Gjafir, sem borið hafa
vott um hlýhug og skilning fólks á máiefninu.
Má líka segja, að tæplega verði á veglegri og
meir viðeigandi liátt hægt að halda á lofti og
heiðra minningu ýmissa mætra kvenna en með
því að tengja nafn þeirra við nrinningargjöf til
Hallveigarstaða. Um eina slíka minningargjöf
langar mig til að fara hér nokkrum orðum.
Margir munu liafa lieyrt höfuðbólsins, Reyk-
lióla í Barðastrandarsýslu getið. Þar bjuggu fyrr
á öldum og allt fram á okkar öld annað tveggja
ríkir höfðingjar eða stórbændur. Fáir staðir
munu líka betur fallnir til höfðingjaseturs eða
stórbúskapar en Reykhólar, sakir fjölbreyttra
landskosta. Þar er gnægð grösugs landrýmis,
rjúkandi hvera og margháttaðra hlunninda ann-
arra til lands og sjávar. Auk þessa er lega og
fegurð staðarins þannig, að flestir munu telja þá
einhvern fegursta og svipmesta bólstað landsins.
En gömlu stórbýlin með þetta 30—50 manns
í einu heimili, eru nú horfin af sjónarsviðinu.
Á Reykhólum má telja að seinasti stórbóndinn
liafi setið á seinni hluta 19. aldar og lram um
seinustu aldamót. Þá bjó þar Bjarni Þróðarson,
Nýtt kvennahlað vill þakka sendibréfin, sem er ósvarað,
í mörgum þeirra er svo mikil hlýja og greind að þau vekja
sönn geðhrif. Stundum voru þau heil kvæði. 1 síðasta hréf-
inu, er kom fyrir áramót, var þessi vísa: í fátækt hreysi,
í fagran sal, og fer um sjúkrabólin. Á yzta nes og innst
í dal, alls staðar koma jólin.
íslendingar eru margir listamenn, í og með, bæði konur
og karlar, og eiga líka að vera það. Listin er ekki komin
í heiminn aðeins handa sérstökum gæðingum. Hún er
ein af lifslindunum, sem starfandi fólki er jafn nauðsyn-
leg og kyrrsetufólkinu íþróttirnar.
borgfirzkur að ætt. Bjarni var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans, Sigríður Jóhannesdóttir, var dáin
áður en hann hóf búskap á Reykhólum. Seinni
kona Bjarna var Þórey Pálsdóttir, dóttur dóttir
Þóreyjar Thoroddi á Reykhólum, nióður Jóns
Thoroddsens skálds. Bjuggu þau Bjarni allan
sinn búskap á Reykhólum, eða um 30 ára bil,
með þeirri atorku, höfðingsskap og rausn, er
slíku höfuðbóli sómdi. Þegar á öndverðum bú-
skaparárum sínum reisti Bjarni meðal annars
öll bæjarhús að nýju. Að vístt veggi og þök úr
torfi, að þeirrar tíðar sið, en myndarlegan bæ
og óvenju vandaðan, enda var Bjarni bóndi smið-
Lir góður og verkhagurvið öll störf svo aðaf þótti
bera. Hann þótti og húsbóndi ágætur, og fór
þar saman atorka, stjórnsemi og lipurð í um-
gengni. Bjarni var líka vel kvæntur. Báðar kon-
ur lians voru mætar merkiskonur. Þórey, seinni
kona Bjarna, sem hafði búsforráð með honum
eftir að hann fluttist að Reykhólum, var smá-
vaxin og fíngerð kona, en þó hvorttveggja stjórn-
söm og starfsöm. Var heimilisfólk hennar oftast
40—50 manns. Mislitur og fjölbreyttur hópur,
æska og elli og allt jDar á milli. Fyrst má telja
hennar eigin börn, Jrau voru 12, er komust til
fullorðinsára og auk þeirra tvær dætur af fyrra
hjónabandi Bjarna. Þá vinnufólk margt. Sumt
ungt og hraust, sumt slitið og aldurhnigið, og
auk þessa alltaf einhver gamalmenni, einstæðing-
ar og munaðarleysingjar. Hugsum okkur það
hlutverk að vera húsfreyja á slíku heimili.
Hvorki mun jrað liafa verið ábyrgðarlítið né
auðvelt. Og jjó leysti Þórey Pálsdóttir Jrað þann-
ig a£ hendi, að hún var húsmóðir heimilisins í
orðsins beztu merkingu. Húsmóðir, er átti traust
og virðingu allra heimilismanna og þann hlýhug
þeirra, sent móðurumhyggjan ein fær skapað.
ÚR EINKABRÉf’I FRÁ GUÐBJÖRGU JÓNSDÓTTUR.
BetSu henni kveðju mína, konunni, sent talaSi yfir likbörum
vinkonu sinnar. Mér þykir vænt um ræSubrotið í 6. tbl. Nýs
kvennablaðs 1948.
Það er skemmtilegt að kveðja látna samferSamenn með
sæmilega völdum orðuni, þettu er þaS síðasta, sem hægt er
uð gera fyrir þá liðnu, og í síðasta sinn, sem við dvcljum
hjá þeim. ÞaS er eins konar sveigur, sem lagður er á leiði
þeirra og þolir bæði regn og storma. Ég hef sjálf fengizt
við þetta og i Lindinni, Prestafélagsriti Vestfjarða er ræða
eftir mig, sem flutt var við jarðarför Önntt Bjarnadóttur, fóstur-
móður Stefáns frá Hvítadal. Anna var ágætis kona og enginn
lýsir henni betur en Stefán í kvæðinu: „Mamma, ég er sjúkur
og sár“. Svo sagði hann einu sinni: „Mamma getur alltaf
fyrirgefið". Þetta var satt. Séra Einar Sturlaugsson lét prenta
ræðuna. Hann og foreldrar hans voru í miklum vinskap við
önnu. Guöbjörg Jónsdóttir, Broddanesi.
4
NÝTT KVENNABLAÐ