Nýtt kvennablað - 01.10.1949, Side 3

Nýtt kvennablað - 01.10.1949, Side 3
NÝTT KVENNABLAD 10. árgangur. 6. tbl, okt. 19k9. GEYSIR í HAUKADAL Mikið höldum við upp á tröllin okkar. Engin speki eða siðmenning dregur okkur til sín jafn auðveldlega og af jafn fúsum vilja sem jieirra tröllkyngi. ()g liver eru svo jressi tröll? Þau búa ennþá í fjöllunum og þeirra nágrenni. Aðeins tvö ár eru síðan Hekla gaus, og þús- undir manna þustu að, hvaðanæva, til jtess að sjá trölldóm hennar. A hverju sumri, síðan land byggðist, hafa menn farið ríðandi og gangandi og hin seinni árin á reiðhjólum og í bifreiðum, til að sjá fossana, fjallbúana nriklu. Styrkleiki jjeitTa og sjónhverfingar hafa kallað á mennska menn til aðdáunar. Gevsir í Haukadal er jrað tröllið, sem lengst liefur komi/.t ofan í byggðina. Og gleymdi líka íþrótt sinni um langt skeið, doðnaði og varð að engu. Aldrei hættu nienn þó að trúa á hann. Hann gekk kaupum og sölum, þreföldum manngjöld- um, eins og írska ambáttin, mállausa. Og und- arlega varð okkur við, jiegar við heyrðum það sagt með sanni, að hann væri eign útlendinga! Þessu kippti þó góður drengur í lag, fyrr en varði. Hvernig hann fór að }jví skiptir rninna máli. Hvort hann, til Jjcss, hafi orðið að gera samning við Kölska, eins og Sæmundur fróði og fleiri sæmdarmenn. Honum lieill og heiður, sem gaf landi sínu og þjóð Geysi að nýju til eilífrar eignar. Og nú fór ganrli Geysir að muna tilveru sína, einkum ef hann var ertur. Á sunnudögum, ef við komunr niður að skril'- stofu Ferðafélagsins, sjáum við stóru bílana, þeirra ferðalanganna, mcð áletruðu merki á framrúðunni: Gullfoss — Geysir. Ferðinni er lreitið til tröllanna — trunt, trunt, og bílarnir renna at' stað einn af öðrum, nr. 1, nr. 2, nr. 3. kannski má sjá bílafjölda 10—12 í röð með 20—30 mennska menn innvortis, hvern jreirra. 24. júlí var ein slík ferð farin. Vitaskuid var ekki farið kl. 9 að morgni, eins og ákveðið hafði verið, heldur hálftíma á eftir áætlun. Var jri slænr líð- an þeirra, er fyrstir komu, í ferðahug, að sitja og bíða í góðan hálftíma. „Langt finnst þeim, sem búinn bíður.“ En sólin sjálf var síðbúin Jrennan morgun, eins og Ferðafélagið, og skein fyrst, er haldið var af stað. Vék þá gremjan, yfir biðinni, frá Reykvíkingum, fyrir sælli tilfinn- ingu.Þeir áttu þarna sólgyllt sund rnilli eyja og annesja. Þeir áttu helgi og hátíð borgarinnar. Borgarinnar, senr biði íiú daglangt eftir þeim! Börnin voru að koma út á gangstéttirnar, prúð- búin. Esjan hreykti sér í sunnudagsfötunum. En trunt, trunt sögðu tröllin í fjarska, og Jrað dugði. Allir voru ánægðir, að lrafa þó í þetta eina sinn. hlýtt kalli jreirra. Sleitulaust var haldið austur á Kambabrún, og áfrarn niður í Ölfusið, yfir Sogið, upp Gríms- nesið, yfir liina frægu Brúará, gegnum Biskups- tungur og upp í óljyggð, hvar Gullfoss fannst í sínum tröllsham. Töfrar hans sáust ekki í jretta sinn. Líklega hafa einhverjir leitað að þeim. En urðu að sitja með það, að sjá fossinn aðeins eins og hann er í eðli sínu hvorki gull, silfur eða denranta, senr Jreir æsktu, eða jress ígildi fyrir sálina. Gljúf- ur Hvítár er víða fallegt, líklega öllu fallegra Hreppamegin, en áirr skiptir landinu í Biskups- tungur og Ytri-Hrepp. Fossarnir irafa löngunr gert okkur mannfólkið lítið, en alltaf sóttumst við eftir því, senr var á einhvern lrátt meira en við sjálf, lrærra sett, fríð- ara að uppruna, sterkara. Sóttunrst eftir jrví, seru var eitthvað. Engin hálfvelgja eða hjónr. Foss- inn steypist niður nreð heljarafli, alltaf niður. Það er eitthvað að byggja á. Tröllatryggðin er enginn uppspuni. Þegar horfið var frá Gullfossi, var ferðalrójnir- inn allur orðintr nokkrunr spönnunr nrinni unr sig. En einn fór þá að hnippá í annan nreð NÝTT KVENNABLAÐ 1

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.