Nýtt kvennablað - 01.10.1949, Qupperneq 4

Nýtt kvennablað - 01.10.1949, Qupperneq 4
hughreystingarorðum, að það yrði borðað hjá Geysi! Var nú bíll nr. 3 íyrsti bíll a£ stað. Nú gilti Jiað í raun og veru, ,,matur“ og Geysir í Hauka- dal! Veður var ágætt til að demba áfram í mikl- um móð. Og bílstjórinn skildi allt að fyrrabragði og vissi hvað við lá. Geysir! Það var heitið gosi. í bíl nr. 3 höfðu fæstir nokkurn tíma séð hver- inn gjósa. Voru Jrar efldir Keflvíkingar, Danir, Ameríkumenn, innfæddir Reykvíkingar og að- fluttir, einstæðingskonur, já, með börn sín, til að sína þeim landið. Það var þegjandi samþykkt alls Jressa sundurleita fólks, að J^etta væri mikil stund. Staðurinn sagði loks til sín sjálfur. Reyk- ir stigu upp. En það var ekki hrópað: Halló! Heldur var frekar sem menn héldu niðri í sé-r andarium. Þannig verða andstæðurnar til. Að Haukadal var íþróttamót Ungmennafélags sveitarinnar. Þar var því fjölmenni. Bæði ungir menn að íþróttum og Iiópar skeiðríðandi fólks komu úr öllum áttum. Þvílíka gæðinga höfðum við ekki búizt við að sjá. Þeim hafði ferðafélagið ekki lieitið okkur. Þeir voru eins og auka-lögin hjá einsöngvaranum, sem oft snerta hvað dýpst. Að nokkurt sveitaheimili skuli þurfa að neita sér um að eiga gæðinga! Stúlkurnar sátu teinrétt- ar í hnakknum. Trúi ég Jrví, að þar, sem sveita- fólkið fer þeysireið, eigi engin sálsýki heima. Þar er lireina loftið, og maðurinn á hestbaki, sem stjórnar sjálfur, lífgjafi, það er hann, sem nær Jressu fjöri og létta spori hestsins. Loftið er ekki eins hreint í bílunum, en þar höfðum við vita- skuld bílstjórann, seiri gat, á ferðalaginu, frætt okkur öll ósköp, Jjví hvert fjall Jækkti hann með nafni og livern bæ. En Jjó sálin sé full af þekk- ingu, Jjarf hún sinn heilbrigða líkama, til Jjess að njóta sín, en líkaminn hreina loftið. Því er oft álitamál um þróunina. Hún býr stundum illa að heilsunni. Þegar sólin skín, austur í Haukadal, á Jmsund innsveitai- og utansveitargesti, já, Dani og Ameríkumenn og allra sveita kvikindi, dettur ótrúlega nokkrum heiisuleysi í hug. Þar er víð- sýnt og margt að sjá. Maturinn góður og eftir- vœntingin.... Tröllið, sem lengi var þögult eins og hernum- in ambátt, á að fá mál. Það er búið að reita Gevsi til reiði með nokkrum kílóum af sápu. Skiptist þingheimur nú í tvo flokka, heima- menn .og aðkomumenn. Unga fólkið lét ekkert trufla sig frá íþróttunum, hástökki, hlaupum o. s. frv. Markaði sér Jeiksvið með haldgóðu reipi Á FERÐALAGI Ynclislegi Eyjafjörður, <í þig heilluð stari ég! Vel ert þu af Guði gjörður, gróðursœld þín dásamleg. Lélt er geðið ,liðið strið, lifið enginn vandi. Nú er síblíð sólskinstið, — sumar d Norðurlandi. Blasir við oss Borgarfjörður, broshýrasta hérað lands, fornra mennta vígi og vörður, vœnlegt augurn nútímans. Margrét Jónsdóttir. og seldi aðganginn á íþróttasvæiðið á 10 krónur. Aðkomnu peðin, Reykvíkingar, Keflvíkingar, Danir eða aðrir Norðurlandabúar og Ameríku- menn, mændu öll í sömu átt. Eftirvæntingin tog- aði í J)au til hversins. Löng landspilda sýndist gjósa, vatnsstrókar og gufa upp úr jörðinni. En það var ekkert, setn um munaði. Geysir átti sjálfur að geysast fram. Allir biðu eftir aðalrœð- unni! Og fólkið Jrokaðist nær og nær. Drundi Geysir loks allmikilúðlega. Þeir, sem voru næstir og höfðu myndavélarnar stilltar og tilbúnar, hopuðu snögglega frá. Þetta var voða- leg druna, og svo kom önnur og vatnið fór að skvettast upp úr skálinni, hærra og hærra. Brún- in lyftist á öllum nærstiiddum. Hátt, sté vatnið. En gufan varð geysimikil, svo að vatnssúlan ó- skýrðist. Jú, menn voru ánægðir yfir að hafa Jjó séð Geysi gjósa. Komu nú aftur nokkru nær skál- inn til J)ess að sjá betur breytingarnar á hvern- um og ná betri myndum. En biðjið Jjið fyrir ykk- ur! En það írafár sjáið þið aldrei, sem nú greip aðdáendurna. Geysir drundi hinni ógurlegustu trölladrunu, sem hrakti Jrá öl'uga langar leiðir, og gaus upp stórkostlegri vatnssúlu, og annarri, og nýrri og nýrri, sem stigu luerra og hærra, með þeim óskeikula risastyrkleika, beint upp í loftið. Alla setti hljóð'a. Takmærki ferðarinnar var náð. Kórónu verð- leikanna höfðum við séð. G. St. ‘2 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.