Nýtt kvennablað - 01.10.1949, Page 9
Kveðja til skáldsins.
Hvar cru skáldin? kona kvaii
í kveSfu sinnar leit.
Víst þuu finnast, veit ég þa’S.
ef vel er leitaS ketnur svar:
Frá borg og bœ í sveit.
ÞaS þarf ei nema litla laut
og Ijúfan þrastakliS,
sólaryl og blíöan blœ
viS bláan hyl og fagran sæ
til aS finna jriS.
Sú list á oftast látlaust sviS
í lífsins ólgusjó.
Til aS fœra jriS og ró,
frelsi og líf er skáldi nóg
aS finna sjálfan sig.
Reykjavík 19. jún! 1949. —
Maria Hansdóttir jrá Bæ.
tJr bréfum.
Meðal hinna mörgu viðfangs-
efna, sem Uppeldismálaþingið
taldi aðkallandi var, að leik-
völlum fjölgaði ! bæjum og
þorpum og nýtt væru til hlítar
þau uppeldisskilyrði, er þeir
hafa að hjóða með þv! að búa
þá sem hentugustum tækjum.
En við konurnar viljum lika
fá sum þessara tækja heim að
hemilunum okkar. Það hlýtur
alitaf að verða langt fyrir mörg
hörn á leikvöllinn, og meðan
börnin eru lítil, viljum við geta
litið eftir þeim sjálfar, út um
eldhúsgluggann okkar. Ætti þv!
að vera sandkassi við hvert
einasta hús. Sandkassinn er
bezta dægradvöl barnsins. For-
eldrar ættu að geta fengið þá
vægu verði, en sandinn lieim-
fluttan frá baíjarfélaginu. Ról-
ur og „vegasalt“ ættu einnig að
vera sem vídast, ef svo stór ióð
fylgir húsunum að sli'kt sé unnt.
Manni berst nú svo mikið af
bókum og blöðum, að vandi er
fyrir einstaklinga að velja og
hafna.
Við sveitakonur höfum raun-
ar alltaf lítinn tíma til bóklest-
urs, enda almennt liorið við, ef
J slíkt ber á góma. En mikið má
ef vill. Ég snerti aldrei svo
skilvindu, strokk, prjóna eða
rokk, að ég hafi ekki blað eða
bók fyrir framan mig. Og finnst
mér þá allt ganga betur.