Nýtt kvennablað - 01.10.1949, Qupperneq 10

Nýtt kvennablað - 01.10.1949, Qupperneq 10
aðeins mjög fáar íslenzkar konur hafa tekið sveins- próf, nema í saumum og öðrum þeim greinum, sem konur stunda sérstaklega, enda er miklum örðugleik- um bundið fyrir konur að komast að sem iðnnemar í öðrum greinum. og sumar iðngreinar eru algerlega lokaðar fyrir þeim. Hér á landi starfa tvö landssamhönd kvenna: Kven- réttindafélag íslands og Kvenfélagasamband Islands. Kvenréttindafélag Islands er stofnað árið 1907 og voru helztu forgöngukonur við stofnun þess og lengi fram eftir mæðgurnar, frú Bríet Rjarnhéðisdóttiir og Laufey Valdimarsdóttir. Félag þetta var eingöngu bundið við Reykjavík, þar til fyrir fimm árum, að fyrirkomulagi þess var breytt og það gert að lands- félagi. Samkvæmt þessu skipulagi er Reykjavíkurfé- lagið aðalfélagið, en hefur deildir úti um land og kvenréttindanefndir í félögum, sem ekki hafa kvenrétt- indamál fyrir aðalmál. Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi í Reykjavík, þar á meðal formaður, og á landsfundi, sem haldinn er fjórða hvert ár. Félagið er deild úr Aljjjóðakvenréttindafélaginu og hefur m. a. á stefnuskrá sinni: að vinna að jíroska og þekkingti íslenzkra kvenna; að vinna að fullu jafnrétti kvenna við karla að lögum og í framkvæmd þeirra; öð fá bætt kjör kvenna á allan liátt og vinna að sérmenntun Jjeirra á öllum sviðum þannig, að j>ær öðlist sömu skilyrði til fræðslu og þátttöku í öllum stiirfum þjóð- félagsins sem karlar og sömu laun fyrir sömu vinnu. — Formaður Kvenréttindafélags íslands er frú Sigríð- ur J. Magnússon. Kvenfélagasamband Islands, er byggt upp með öðrum hætti heldur en Kvenrétlindafélag íslands. — Konur stofnuðu á víð og dreif um landið félög með ýmiss konar markmiði. Einkum var það menn- ingar- og líknarstarfsemi, sem féliig þessi höfðu með höndum, heimilisiðnaður og svo samhjálp um bluti, sem ekki var hægt að fá með öðrum hætti. Elzta starfandi kvenfélag á íslandi mun vera Thor- valdsensfélagið í Reykjavík, sem stofnað var þjóðhá- tíðarárið 1374. Fyrsta verkefni þess var að kenna fá- tækum stúlkum að sauma, síðan stundaði það mat- gjafir til sjúkra, fátækra kvenna, og svo réðist það í að reyna að bæta aðbúðina við þvottalaugarnar. En Jiegar þetta var, var allur þvottur Reykjavíkurbúa jweginn í laugunum, og var ekki um annað að gera en j)vo úti, hvernig sem viðraði. Félagið kom upp skýli þarna innfrá og gerði sitthvað til þess að bæta vinnu- skilyrði kvenna þar. Þetta félag á nú stóran barna- uppeldissjóð og rekur Thorvaldsensbazarinn til styrkt- ar starfsemi sinni. — Verkefni þessa elzta félags gef- ur nokkra hugmynd um það, á hvaða grundvelli mörg þau félög, sem nú mynda Kvenfélagasamband íslands. voru stofnuð. En þess utan hafa félögin starfað að hinum ólíkustu verkefnum, sem annaðhvort voru aðal- starf eða })á fastur liður í starfseminni. Sum þeirra stóðu fyrir kaffiveitingum í réttunum á haustin, önnur keyptu prjónavélar eða önnur tæki, sem félagskonur notuðu til skiptis, þau komu á fót skrúðgörðum og héldu námskeið. Árið 1914 var fyrsta héraðasamband kvenfélaga stofnað, og árið 1930 var stofnað landssmanband, en tilgangur j)ess var m. a. að koma á samvinnu milli kvenfélaga og kvenfélagasambanda. Nú eru í sam- bandi þessu um 190 kvenfélög víðsvegar á landinu og eru félög þessi sameinuð í 18 héraðasambönd, en sambandið telur alls rúmlega 10.000 félagskonur. Aðaltilgangur sambandsins er að vinna að eflingu húsmæðrafræðslu og heimilisiðnaðar í landinu, að standa á verði um hag heimilanna í hvívetna, stuðla að því, að auðvelda störf húsfreyjunnar og vinna að hvers konar menningar- og uppeldismálum. Samband- ið hefur innan sinna vébanda kvennadeildir verklýðs- félaga, kvenfélög stjórnmálaflokkanna og félög ýmissa kirkjusafnaða, auk kvenfélaga, sem vinna að alhliða menningarmálum, og sem eru í flestum hreppum og kauptúnum landsins. En hvernig sem starfstilhögun fé- laganna er inn á við. j)á er J)að, sem hér hefur verið lýst, sameiginlegt markmið þessara 190 kvenfélaga. Kvenfélagasambandið sjálft hefur fastráðinn mat- reiðslukennara, sem heldur námskeið á vegum félag- anna, og hyggst nú að finna ráðunaut í heimilismálum. Einnig veitir sambandið fjárstyrk til annarra nám- skeiða. Jafnframt þessu berst sambandið fyrir ýmsum málum, sem heimilin varða sérstaklega og er eitt aðal- baráttumál j)ess nú, verzlunar-og skömmtunarmálin, J)ar sem konur telja að með framkvæmd þessara mála hafi verið })rengt mjög kosti heimilanna. Kvenfélagasamband Islands er í Húsmæðrasavnbandi Norðurlanda og í alþjóðasambandinu International Country Women of the World. Sambandið heldur landsþing annað hvert ár, sem setið er af fulltrúum héraðasambandanna, og fer þriggja manna stjórn með málefni sambandsins milli ])inga. Formaður Kvenfé- lagasambands íslands er frú Guðrún Pétursdóttir. Húsmæðrafra-ðslan í landinu, sem er eitt af þeim málum, sem konur hafa efst á stefnuskrá sinni, er í stöðugri framför. Nú eru starfandi 11 húsmæðraskól- ar á víð og dreif um landið, og er aðsókn að þeim mjög mikil. Verða stúlkur oft að bíða eitt til tvö ár eftir því að komast að í vinsælustu skólunum. Skort- ur á kennurum hefur valdið talsverðum erfiðleikum, en nú er Húsmæðrakennaraskóli íslands á góðum vegi með að bæta úr þeim skorti, að j)ví er snertir mat- reiðslukennara. Hins vegar vanlar ennþá mikið af handavinnukennurum, sem fullnægi settum skilyrðum. en einnig það mál er að komast á góðan rekspöl, J)ví nú í vor byrjaði Handíðaskólinn í Reykjavík að út- skrifa handavinnukennara fyrir framhaldsskóla, og er vonin að með áframhaldandi starfi jressara tveggja kennaraskóla komist húsmæðrafræðslan og hin hag- nýta kennsla í barna- og unglingaskólum í það horf, sem forgöngumenn þessara mála hafa óskað. Það er athyglisvert, að þjóðhátíðarárið bindast kon- ur samtökum um það, að bæta sjálfar eitthvað úr því, NÝTT KVENNABLAÐ 8

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.