Nýtt kvennablað - 01.10.1949, Qupperneq 11

Nýtt kvennablað - 01.10.1949, Qupperneq 11
sem þeim fannst nmbóta þurfa. Það var einn vottur þess, að þjóðin væri að rétta við. Árið 1907 er Kven- réttindafélag Islands stofnað,-og árið 1909 fá konur almennt kosningarétt og kjörgengi í sveitastjórnarmál- um. Með stjórnskrárbreytingunni 1915 fengu konur kosningarétt og kjörgengi til Alþingis, að vísu tak- markaðan við allháan aldur, en árið 1918 var því breytt og varð aldurstakmarkið hið sama og fyrir karla, og er nú 21 árs aldur. íslenzkar konur neyta kosn- ingaréttar síns alveg til jafns við karla, en }>a:r taka að öðru leyti ekki mikinn opinberan þátt í landsmálum eða sveitastjórnarmálum. Þó kemur J>að fyrir, að ein og ein kona á sæti í hre])psnefnd eða bæjarstjórn úti á landi, og um fleiri ára bil hafa |>ó nokkrar konur átt sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur, t. d. eiga þar nú sæti 4 konur. Ein kona á nú sæti á Aljnngi, og á und- an henni hafa setið þar tvær konur, hvor á sínum tíma. Islenzkar konur lelja, að ýmis þau baráttumál, sem |>ær hafa á stefnuskrá sinni, verði ekki leyst, nema þær fái aukin stjórnmálaleg áhrif. Fyrst og fremst á löggjafarþingi J>jóðarinnar, en svo einnig í nefnd- um, sem hafa með höndum undirbúning ákveðinna mála og framkvæmd þeirra. Þannig hefur Kvenrétt- indafélag íslands borið fram óskir urn að kona ætti sæti í nefnd, sem endurskoðaði skattalöggöfina og í nefnd Jreirri, sem vinur að undirbúningi nýrrar stjórn- arskrár. Kvenfélagasamband Islands og félög innan sambandsins hafa sent margar og ítrekaðar áskoranir um það, að konur fái að hafa afski]>ti af innkaupum og vörudreifingu vegna heimilanna. En engin kona á nú sæti í þessum nefudum. Þá hefur hvað eftir annað verið skorað á stjórnmálaflokkana að haga svo fram- boðum sínum, að konur fengju sa*ti á Aljnngi, en aðeins tvær konur hafa verið kosnar með }>eim hætti, því fyrsta konan, sem átti sæti á Alþingi íslendinga, Ingibjörg H. Rjarnason, var kosin af sérstökum kvennalista. Þótt félagssamtök íslenzkra kvenna stefni að nokkru leyti í sína áttina hvor, þá má segja að þau mætist víða. Þau berjast fyrir bættum kjörum kvenna, hvort á sínu sviði og eru sammála um, að ]>að myndi á alI- an hátt vera til þjóðfélagslegs hagnaðar, að konur hefðu meiri áhrif í opinberum málum lieldur en nú á sér stað. Einlilt prjónamynzt- ur. — Prikið jafn- lannt báðum megin. I eirdita peysu. Má prjóna eða sauma i litinn brjóstvasa. Tvœr mjög eftirtektarverðar sýningar í Listamannaskálanum. Handiða- og listasýning berklasjúklinga, opin 28. júní—6. júlí. Fólkið, sem er „tekið úr umferð“ á miðjum aldri, lífshjarg- arvióleitninni kippt frá því, „tekið fyrir kverkar þess“, það rís þarna upp. — í kyrrþey vinnur það að hinni fegurstu handa- vinnu, sem svo verður augnayndi hinna, er í glaumnum gáfu sér ekki tíma til listastarfsins, eða hlutu aldrei innsýn til þess. Margt listaverkið var á sýningunni, sem Pétur og Páll l>efðu aldrei getað unnið, þó liing og haldgóð ævi liefði veiið tekin til þess eins. Sýning HandíSaskólans var að nokkru óvenjuleg. I vor, í fyrsta sinni, útskrifaði skólinn kennslwkonur í hannyrðum og klæðasaum. Var vinna þeirra sýnd þarna, og „þar var ei kast að höndum að“. Teikningar höfðu þær iðkað, hæði á sniðum og mynztrum. Er gaman að þeirri byrjun. Fyrst listamenn- irnir okkar, með listamannastyrkinn, ekki láta okkur í té eitt einasta mynztur, verðum við hin að reyna hvað við getum, svo í framtíðinni verði ekki eingöngu stuðzt við útlendar fyrir- myndir. Smíðisgripirnir og útskurðurinn sýndu enga afturför í hagleik. Mætti mikið vera ef sveitunum væri ekki hagur að þvi að hafa „deildir" úr Handíðaskólanum sem víðast. Eða Fönd- urskóla. Slíkt yndi, sem fólkinu hlýtur að vera að starfi þessu. Hlutirnir bera það með sér. Og mikið verður notagildi hinna smiðuðu gripa og húsmuna, af hentugustu gerð. Þvi ekki að flýta sér við nauðsynlegustu störfin til þess að komast að þessu munaðarstarfi, stundarkorn daglega. Fallegir gri]>ir og sérkenni- legir voru á sýningunni eftir frú Sigríði, kla'ðskerameistara, járnhent kista úr eik og girt tunna. Þetta voru morgunverkin hennar í fyrravetur. Fór hún snemma á fætur og fékk aðgang að verkfærum og vinnustofu í Handíðaskólanum og helgaði morgninum sköpunarstarfið. Þannig þyrfti hver kona að eiga uppáhaldsstarf, sem hún vill leggja eitthvað í sölurnar fvrir, Það verður mörgum haldhetra en nokkurt félagslif. Fræg skáldkona látin. Norska skáldkonan Sigrid Undset, dó í sumar, höf. hinna miklu sögulegu skáldsagna: „Kristin Lavransdatter" og „Olav Audunsson", auk fjölda annarra. Þýddar hafa verið á íslenzku: Frú Martlm Oulie, Hamingjudagar heima í Noregi, Heim til framtíðarinnar og Ida Elísabet. NÝTT KVENNABLAÐ 9

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.