Nýtt kvennablað - 01.10.1949, Síða 13

Nýtt kvennablað - 01.10.1949, Síða 13
henni málavexti. Var þuð mögulegt, að Boh skrökvaði? Vissi iiann eitthvað um frímerkið? Gæti hann hafa tekið það? Hun varð að játa með sjálfri sér, að hún þekkti ekki barnið sitt nógit vel, og vissi ekki, hvaða mann hann hafði að geyma. Hún reyndi að tala við hann, en ltann beit saman vörunum, setti hökuna þrjózkulega fram og gaf henni ekkert sVar. — Ég skal hafa upp á því hjá honum, fullvissaði Allan hana, þegar Mary trúði honuin fyrir livarfi frímerkisins. — Hvað heyri ég, Boh, sagði Allan, — þú ert hræddur við að kannast við yfirsjón þína? Drengurinn leit seinlega upp, og Mary tók eftir, að fjörið, sent liafði tindrað í augum hans seinustu dagana, eins og hvarf. — Nú! í Allans, annars þa'gi- legu rödd, lýsti sér óþolinmæði. — Ut með það, Bob! Þegar þú hefur sjálfviljugur kunnast við yíirsjón þina, getum við lijálpað þér. Bolt setti upp stór augu, en svaraði ekki. Allan spratt á fætur, gekk hratt um gólf, sigurbros lék um varir hans, eins og hann væri í þann veginn að sigra mótstöðumann. Augu Bobs voru döpur og hrygg. —- Þuð er æðisgengið af þér að halda áfram að neita, bélt Allan áfram. Bara játa, þá er það búið. Auðvitað kemstu ekki hjá smávegis refsingu. Á jörðu hér verður hver og einn að taka afleiðingum gerða sinna. Kannski verður þú gerður ra-kur úr knattspyrnuklúbbnum einn eða tvo mánnði, en svo er það liðið hjá, og þú getur aft- ur horfzt í augu við félaga þína. Hvað var þetta? Eins og eitthvað brysti. Kám, örvingluð uppphrópun. Bob stóð á miðju stofugólfinu, fölur og titrandi, með kreppta hnefa. — Ég get horft framan i hvern sem er. Mannhrakið þitt! Dyrnar luktust á eftir honum. 1 stofunni varð dauðuþögn. Mury barðist við grátinn. Bob væri sekur. Þverúðarfulli, þrettán ára gamli drengurinn hennur. Það héldu allir, og Allan lika. Allan hughreysti liana þó brátt, undursamlega. Hann var í senn sterkur og mildur. Víst varð hún, sem allra fyrst að gefa honurn svarið, sem hann beið eftir. Sýndi ekki einmitt allt þetta, hversu hún, í fyllsta máta, þarfnaðist karlmannsaðstoðar. Það var ekki gaman fyrir Bob að fara í skólann. Félagarnir stungu saman nefjum, og þeir vildu ekki hafa bann í fótbolta- leiknum. Hann var niðurdreginn og þrjózkufullur. I löngu írímínútunum gekk hann niður á sklóalóðina. Þar gat liann verið einn. Hann horfði niður fyrir fætur sér. En skyndilega rak hann sig á Tom frænda. Hann stjórnaði viðgerð, sem fram fór á skólanum. — Þú, Bob! heilsaði hann, án þess að líta undan. — Hvers vegna ert þú hér, einn? Bob leit þrjózku- lega upp. — Til þess að fá að vera í friði. Hefur þú ekki heyrt orðróminn? -— orðróminn? endurtók húsameistarinn. — Já, þetta með frímerkið. Það er meiri þvættingurinn. Bob stóð úrvinda og niðurlútur fyrir framan Tont frænda. Hann hafði i einni svipan orðið hljúgur við undirtektir lians. — Ert þú ekki sammála, spurði Tom. — Það er blásið í glæð- urnar út af þessum atburði. Og án þess að Ijiða eftir svari, Iiélt hann áfram, að hliðinu. Bob stóð og horfði á eftir honum, og örlítil skeifa kom á munninn. Það var Per sjálfur, sem fanu frímerkið. Þuð var í umslagi á hillunni í efnafræðistofunni. Engum liafði dottið í hug að leita þar, þó víða hefði verið leitað. Það var Brasiliufrimerkið. Það er að segja, Per var viss um, að það væri ekki sitt frí- merki, en annað frímerki af sömu tegund. En enginn hugs- aði svo nákvæmlega um það. Per var alltaf dálítið sérvitur. Ef til vil sagði hann þetta, til að verja það, að liann liufði ekki munað hvar liann lét það. Bob fékk uppreisn í áheyrn allra nemenda skólans. Allan gaf lionum nýtt gljáandi reiðlijól. Svo hurfu menn frá þessum atburði. En einn daginn bankaði umsjónarmaðurinn á skrifstofu- burðina bjá skólastjóranum, mjög hátíðlegur á svipinn ineð annan sunnudagaskóinn sinn i hendinni.. — Sjáið þér, skóla- stjóri, sagði hann, er liann kom inn og sneri skósólanum að skólastjóranuin. Hálfklístrað neðan í sólanum var Brasilíufrí- merki. — Hversdagsskórnir mínir voru bjá skósmiðnum, svo ég hafði þessa á fótunum daginn, sem ég lagaði gluggann hjá Per, en svo leit ég aldrei á þá fyrr en i gærkvöldi, af því ég ætlaði út. Skólastjórinn hleyjiti brúnum og varð þögull augna- blik. — Gerðu mér þann greiða að lialda þessu leyndu, fyrst um sinn, sagði hann loks. — Það hefur þegar verið talað meira en nóg um þetta frímerki, og mér er ekki um að halda nú enn áfram. Við vitum þó að minnsta kosti að ekki var unt neinn stuld að ræða. En umsjónarmaðurinn hafði sýnt Per fund sinn áður en liann fór til skólastjórans, til þess að ganga úr skugga um að það væri Brasiliufrimerkið, þetta, sem tapaðist, en ekki eitt- hvert annað frímerki, sem Per kærði sig kollóttan um. Og Per, sem fann að hann þurfti uppreisn, þvi það var enginn, sem trúði lioniun, þegar hann ábyrgðist að frímerkið, sem hann fann á hillunni vœri ekki sama frímerkið, sem hann hafði misst. Drengjunum fannst, vel flestum, það laglega gjörl af Bob að útvega annað i staðinn, til þess að bægja frá grunsemdinni. En nú vissu allir að hann var ekki sekur. Brasilíufrímerkið liafið auðvitað dottið á gólfið, þegar Bob skoðaði belgiska safnið, og Iiafði festst neðan í skósóla umsjónarmannsins, þegar hann kom inn til þess að laga gluggann. Bob sjálfur sagði ekki eitt einasta orð, en svipurinn varð dulur, og hann hugs- aði sitt. — Þú varst vissulega ráðagóður, hrósaði Allan honum, að ná í sams konar frímerki, en þuð var sérstök tilviljun að það fannst. Bob Ieit til hans, kynlegu augnuráði. Mary veitti því eftirtekt, sér til mikillar undrunar, að drengurinn hreyfði ekki nýja hjólhestinn, en hjólaði alltaf á gamla skröggnum hans pabba sins. Þótt liann tæki ekki eins mikið og áður þátt i fótboltanum, var hann uð heiman liálfu og heilu dugana. — Sonur þinn lieimsækir alla frímerkjasala í bænum, gaf Allan Mary til kynna, dag nokkurn. — Ekki veit ég hvað liann rnein- ar með því. Kannski hefur hann keypt Brasiliufrimerkið með afborgun, og býr sig nú undir að selja sitt frimerkjasafn til þess að ná í peninga. — Hann getur víst ekki huft mikið upp úr því, sagði Mary, og AUan lofaði að bjálpa honum. — Segðu mér, Bob! Ifve inikið greiddir þú fyrir Brasiliufri- merkið? Segðu það bara Iireint út, svo skal ég hjálpa þér. Bob þrýsti saman vörunum, augun gneistuðu og hann fór snúð- ugt út. Allan gekk um gólf og skildi ekki drenginn, tilgang- urinn var aðeins að hjálpa honum. -— Góðan duginn! Tom frændi! — Ert það þú, Bob? — Góðan daginn, þú að heimsækja mig. — Já, mig langar til þess að fá lánaðu bók. Má ég sjálfur finna liuna í bókaskápn- um? — Já, gerðu svo vel. Það liggur víst einhver gömul drengjabók á neðstu hyllunni. Fyrirgefðu, að ég hjálpa þér ekki, en ég á annrikt. — Tom frændi! — Hefurðu fundið hana? — Ég hef fundið Jiað, sem ég leitaði að. En ég hef breylt áætlun. Ég kem ekki til þess að fá neina bók, heldur til að biðja l>ig um mynd af þér. — Af mér? — Jæja, þú getur þá alveg eins leitað að lienni. Það er kannski mynd þarna i skúffunni. — Hjartans þakkir, Tom frændi! Sjáumst aftur! Bob fór beina leið heim. — Áttu fjórar teiknibólur, mamma? — Já, gerðu svo vel, en til livers ætlarðu að nota þær? — Til að festa þessa mynd yfir rúmið mitt. — En .... Tom frændi! — Já, mamraa. Hann er sá, sem ég dái mest, því að NÝTT KVENNABLAÐ 11

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.