Nýtt kvennablað - 01.11.1949, Side 4

Nýtt kvennablað - 01.11.1949, Side 4
Snjólaug og Sigurjón á Laxamýri KAFLI ÚK ÚTVARPSERINDI 3. JÚLl 1949 Sigurlaug Árnadóttir. Ávallt var margt í heimili á Laxamýri, en þegar verið var að hrinda í verk, einhverjum sérstökum framkvæmdum, bættust oft margir menn við venju- legt heimilisfólk. Hvíldi þá alla jafna mikið og erfitt starf á liúsmóðurinni, en hún gaf í engu eftir bónda sínum, að dugnaði og úrræðum við sín margþættu störf. Til allra framkværnda þarf fjármagn, og þá er Sigurjón hafði byggt upp staðinn að mestu, var hann orðinn töluvert skuldugur. Undi hann því illa, og lagði nú leið sína til Tryggva Gunnarssonar, er þá var á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal. Semst svo með þeim, að Sigurjón byggir honum Laxamýrina til fimm ára, fyr- ir þúsund ríkisdali í landsskuld á ári. Siálfum sér áskilur hann Mýrarsel, sem var fjórði hluti jarðar- innar. Hugsaði liann sér að búa þar, til að byrja með, í nokkurs konar húsmennsku. vera sem fáliðaðastur, bæði að mönnum og búfé. Snýr nú Sigurjón heim, og segir öllu fólki sínu u])]) vistinni, utan einni vinnukonu og einum vinnumanni. Rekur síðan sauðfé sitl til Húsavíkur, og selur þar. Einnig selur hann kýr og hesta, og ýmsa búshluti, og gengur svo nærri sér, sem hann þorir. Einni kú hélt hann |)ó eftir, liinum mesta kostagrip. Borgar hann nú skuldir sínar og er feginn að vera laus við þann bagga. En þá taka málin allt í einu alveg óvænta slefnu. Það keinur bréf frá Trvggva Gunnarssvni, þar sem hann trevstir Si"nrióni til. að gefa sér eftir samning- inn um áh”ð á Laxamvri. hví nú sé fast laat að sér að taka við forstöðu Gránufélagsver/lunarinnar á Ak- urevri o(í hann sjái sér ekki annað færl en verða við þeim tilmælum. Var h°tta auðsótt mál, og mnnu bau bæði. Sniólaug og Siaurjóu, strax hafa verið fegin að svona fór, þó Vísa skáldkonunnar til heimahaqanna: Tenat er he'aast tryggðaband trmist 5 vitundinni, viS bia kmrrr Vesturland vafið kvelddýrðinni, Lilja Björnsdóttir. •) áhöfnin væri farin út i veður og vind. Og seinna meir taldi Sigurjón það mikið happ og gróða fyrir sig og sína, að þau fóru hvergi frá Laxamýrinni í þetla sinn. Nú verður Sigurjóni það fyrst fyrir, að fara á stúf- ana að úlvega sér fénað aflur, og tókst það svo vel, að á þrem árum var liann búinn að koma sér upp jafn mörgu fé og liann seldi, án þess að steypa sér í nýjar skuldir. Keypti hann þá meðal annars, líflömb víða að og borgaði mest megnis með trjávið, sem rak á fjörur Iians, svo og með selsskinnum og æðardún. Eftir þetla blómgaðisl bú þeirra Laxamýrarhjóna, jafnt og þétt, enda búskapurinn stundaður af óvenju miklum dugnaði, fyrirhyggju og atorku. Urðu þau vel efnum búin, á þeirra tíma mælikvarða. Svo vel og stórmannlega sátu þau jörð sína að landfleygt varð. Er tímar liðu fram smá keyptu þau jarðir þær, sem næst lágu Laxamýri, Kaldbak og Saltvík að norðan og Núpa og Kútsstaði að sunnan. Tók Sigurjón síðan undan Saltvík landsstykki eitt, svokallaðan Höfða, og Litlu Saltvík, og bætti því við Laxamýrina. Undan Núpum tók liann Heiðarenda og Lillu-Núpa. í Litlu- Saltvík, Litlu-Núpum og Mýrarseli lét hann byggja beitarhús. Jörðin stækkaði það mikið í liöndum Sigurjóns, að þá er hann tók þar við búi, var hún ásamt Mýrarseli, 40 hundruð á landsvísu, að fornu mati. En um það leyti, sem hann dó, var hún 171 hundrað. Hann gerði býli sitt að höfuðbóli. Sigurjón sýndi margvísleg hyggindi er í hag komu, í búskap sínum. Til dæmis friðaði hann varphólmana algjörlega fyrir allri beit. Áður liöfðu þeir verið not- aðir lil beilar fyrir sauðfé. í hólmunum óx víðir, sem varð nú við friðunina, á fáum árum, að hlýlegum runnum, og hændist æðarfuglinn enn betur að fyrir bragðið. Ekki gekk hann eins nærri fuglunum í eggja- töku og siður hafði verið. Hann lét skilja eftir helm- ingi fleiri egg, en áður tíðkaðist. Vargur allur er í varpið sótti, það er að segja úr dýraríkinu, var hik- laust skotinn, og lagði Sigurjón fé til höfuðs því ill- þýði. Gott eftirlit ltafði hann líka með þeint nágrönn- um sínuni, sem ekki svifusl þess, að drepa æðarl'ugl- inn. Skarst þá oft í odda, því sent vonlegt var, undi NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.