Nýtt kvennablað - 01.11.1949, Qupperneq 7
tveimur, þeim Jóhannesi og Agli, sem þá voru báðir
giftir.
Létu gömlu hjónin reisa sér vandað hús á Akureyri,
og þar áttu þau heima í sex ár, en þá andaðist Snjó-
laug, árið 1912. Eftir það eyrði gamli maðurinn ekki
á Akureyri, hann flutti sig aftur að Laxamýri, og þar
dó hann, seint í nóvember 1918, 85 ára að aldri. Áð-
ur en hann dó, lagði hann svo fyrir, að lík sitt skyldi
flutt inn til Akureyrar, og búin hinzta hvíla við hlið
Snjólaugar. Var svo gert.
Er fregnin um andlát Sigurjóns harst heim að
Görðum, lá dóttir hans þungt haldin af lungnabólgu,
afleiðingum hinnar illkynjuðu spönsku veiki. Henn-
ar nánustu, sem vel var kunnugt um kærleika j)á, er
voru með þeim feðginunum, j)orðu ekki að bera henni
andlátsfregnina, því hún mátti sízt við geðshræring-
um. Hún mókti og átti erfitt um andardráttinn. Allt í
einu, er eins og af lienni brái lítið eitt hún opnar
augun, Iítur út í gluggann og segir: — Hvaða gamli
maður er þetta?
Þeir sem inni voru lilu út í gluggann, en sáu ekki
neitt og álitu hana tala í óráði.
Er Líney hresstist, var hún sannfærð um, að það
hefði enginn annar verið en faðir sinn, maðurinn,
sem hún sá sem snöggvast bregða fyrir á glugganum.
Hann hafði komið til að láta hana vita hvernig kom-
ið væri, en hún veik, og alveg óviðbúin að sjá liann
j)arna, áttaði sig ekki á hver J)etta var, J)á í svipinn,
enda nokkur ár umliðin síðan þau höfðu sézt.
Ég minnist þess, að mér fannst móðir mín hafa
tvenns konar einkunnarorð í daglegu lífi sínu, er ég
var að vaxa upp, og ég hélt þá, og held enn, að ann-
að þeirra muni hún liafa lært af föður sínum, en liitt
af móður sinni. Hún sagði oft: Það er ekki nóg að
tala, þaS þarj aS framkvœma hlutina. Þetla var hugur
Sigurjóns, sem aldrei lét lenda við orðin tóm.
Hún sagði líka: Allt vill lagiS hafa hér, af hvaSa
tagi sem J>að er. Þetta var hugur Snjólaugar, sem allt-
af skildi, að hyggindi og handlagni þurftu að fara
saman í hverju verki, sem leyst var af hendi.
Sigurjón og Snjólaug gerðu sér J)ess ljósa grein,
bæði tvö, strax á ungum aldri, að ef J)eim átti að
takast að lifa lífinu vel, þurftu þau að sækja lengra
en aðeins til efnisins. Þau lokuðu ekki .augunum fyr-
ir þeirri staðreynd, að J)eim var ekki, frekar en öðrum
dauðlegum mönnum, ætluð dvöl á jörð, nema afmark-
aðan tíma, og Jæss vegna yrðu þau að stefna hugan-
um hærra, ef þau vildu ekki eiga j)að á hættu, að
komast úr takt við lífið og framrás þess. Þau heimsk-
uðu sig aldrei á því, að ganga fram hjá gildi trúarinn-
ar. Þvert á móti. Þau áttu í djúpi sálar sinnar. djarfa
1VAN ÖUNIN:
IFeg’ -u.r
Roskinn ekkjumaður, sem vann í þjónustu ríkisins, kvænt-
ist ungu, fögru forstjóradótturinni. Hann var þögull og feim-
inn, en hún hafði-mikið álit á sjálfri sér. Hann var hár vexti,
magur og berklalegur, gekk með dökk gleraugu, talaði fremur
hásri röddu, og ef hann vildi hækka róminn, þá hrann fyrir.
Idún var lítil vexti, líkami hennar þriflegur og hraustlegur,
liún var alltaf fallega klædd og hún var hirðusöm húsmóðir
og kröfuhörö. Bláu augun hennar, haukfrán og fögur, tóku
eftir öllu, sem á vegi varð. Það virtist á allan hátt vera jafn-
lítið í hann spunnið og ohhann af emha'ttismönnum ríkisins,
þó hafði fyrri eiginkona hans líka verið fögur kona.
Hvað sáu slíkar konur við hann?
Siðari fallega eiginkonan hans ól í hugarleynum sér hatur
til sjö ára gamals sonar fyrri konu hans, og af ásettu ráði
lét hún sem hann væri ekki til. Og faðirinn, sem óttaðist
hana, byrjaði einnig að láta sem Iiann hefði aldrei átt son.
Og drengurinn, sem var lífsglaður og ástúðlegur að eðlisfari,
fór nú að verða hræddur við að segja nokkuð í návist þeirra,
dró sig algerlega í hlé og virtist hverfa úr húsinu.
Þegar eftir giftinguna var hann rekinn út úr herbergi
fööur síns og látinn sofa á litlum legulækk í litlu setustof-
unni, sem var full af húsgögnum með úklæði úr bláu pelli.
En hann svaf órótt, og á liverri nóttu sparkaði hann ábreið-
unni og línvoðinni ofan á gólfið. Og innan skamms sagði
fallega konan við þjónustustúlkuna:
„Þetta er alveg vanvirða, hann er að nugga sundur allt pellið
á legubekknum. Gerið honum hvílu á gólfinu á dýnunni, sem
ég sagöi yður að flytja burt í stóru kistuna hennar húsmóður
yðar sálugu á stigagöngunum."
Og drengurinn, sem var orðinn einn og yfirgefjnn í heim-
inum, l)yrjaði að lifa algerlega upp á eigin spýtur, alveg
skilinn frá öllum, sem bjuggu í húsinu — þögull, einmana,
án þess að nokkur veitti honum eftirtekt frá morgni til kvölds:
liann settist kyrrlátur út í stofuhornið, teiknaði myndir af
húsum ú reikningsspjald, eða las aftur og aftur, hvíslandi
atkvæðin, sömu myndabókina, er móðir hans framliðna hafði
gefið honum; hann smíúaði járnbrautir úr eldspýtustokkum
og starði út um gluggann.... Hann svaf ú gólfinu milli
legubekkjarins og kers, sem pálmaviður óx í. llann hreiðraði
um sig sjálfur á kvöldin, og á hverjum morgni vafði hann
dýnunni saman og setti hana í kistu móður sinnar á stiga-
göngunum. Og þar faldi hann einnig allar eigur sínar.
Steingrírmir Sigurdsson íslenzkaði.
trúarvissu og öryggi um, að lífið er ennþá dýpra og
stærra en mannanna augu rnega greina í þrengslum
jarðar. Af þeim stóð, einnig í þeint efnum „gneisla-
llug lífsins“, eins og Geir Sæmundsson vígslubiskup,
komst að orði um Sigurjón. Þau létu aldrei, auð sinn
og velgengni, skyggja á ])au verðmæti, sem dýrmætust
eru mannssálinni. Þess vegna kviðu |)au heldur engu,
við umskiptin að ævilokum.
Afkomendur ])eirra Snjólaugar og Sigurjóns, líta
með djúj)ri hlýju og vitðingu, og sumir kannski með
nokkru stolti, til þessara sterku og merku forfeðra
Laxamýrarættarinnar.
NÝTT KVENNABLAÐ
5