Nýtt kvennablað - 01.11.1949, Page 8
o
raum
Lag: Sú rödd var svo fögur.
Kg óska svo títt, að ég hefði þig hitt
er hjörtu vor æskunnar sakleysi bærði
og vonin óf dýrðlega draumteppið sitt
um dásemdir þær, sem að lífið oss færði.
Þær vonir um þig voru vængjatak mitt
sem vorblóm, er yljandi sólarkoss nærði.
Mig dreymdi um prinsinn, þú draumhetjan varst
með dularfull augu — og rödd sem málmhljómar.
þú hreifst mig i sælu — og hjarta mitt batzt
með heitþrungnri kennd, er í sál minni ómar.
Ég reisti þér höll — þú í hásæti sazt,
sem himnanna guð, er í dýrðinni ljómar.
Kg leitaði alltaf — um ókunnug lönd,
og áfram mig vonin um prinsinn minn færði.
I hlámóðu fjalla — við brimsollna strönd
ég beið þín — því ekki um neina aðra mig kærði
Ég fann það, að eilífðar bundu okkur bönd
við barminn þinn elskunnar hugarþel lærði.
En vonirnar dóu — og veröldin köld
inér velti í straumflóði syndanna minna.
Æskan er horfin — og komið er kvöld.
— í klakasnjó sá ég för sporanna þinna.
Eg hvísla svo auðmjúk: Ó, örlaga völd!
Því auðnaðist mér ei fyrr prinsinn að finna?
Gauja.
Frigg og Freyja gráta
I^ó goðin hefðu vel um sig búið, konnt vanda-
málin í ýmsum myndurn, og sorgin lieim í Ás-
garð. Ásynjurnar gráta, bæði Frigg og Freyja.
Tignasta ásynjan er Frigg, kona Óðins. Ber hún
sem hann umhyggju fyrir tilveru heimsins, og
er honum jafn snjöll að andlegu atgerfi. Ljóð
sín kenndi Óðinn engurn, nema henni, „nema
einni, er mik armi verr“. Frigg hafði tekið eið
af öllu á liimni og jörðu, að gera ekki Baldri
hinum góða, syni þeirra, mein, utan mistilteini
einum. En Loki, sem alls staðar er á verði til hins
illa, nær í mistiltein þennan og setur á boga
Haðar blinda og hann grandar Baldri. Ásakar
nú Frigg sjálfa sig. Einmitt það, að hún sagði
frá því, að hún liefði tekið eið af öllu, utan
mistilteininum varð til óhappsins. Hún grætur
hinn góða son, og glópsku sína.
Maður Freyju, Óður, yfirgefur hana, þá græt-
ur hún. Heimilisástæðurnar hjá ásynjunum voru
á marga lund. En bæði Frigg og Freyja áttu
valshami. Og Freyja flýgur af stað í fjaðraham
sínum að leita að Óði.
Þetta tiltæki liennar verður Ingveldi Einars-
dóttur táknrænt, hún kveður:
Því dundi Freyju fjaðurhamur,
því fengu englar vængjamátt,
að andinn lifir ætíð samur,
sem óskar flugs og leitar hátt. I. E.
Mönnum hefur einhvern veginn orðið Freyja
munntömust allra ásynja. Hver búandi kona á
landi hér er kölluð eftir lienni — húsfreyja —
og þær hafa svo valið nafnið á félög sín. Mörg
kvenfélaganna heita Freyja. Freyja í Akraness-
iireppi, Freyja í Víðidal o. s. frv. Þá er það þjóð-
söngurinn: „Fósturlandsins Freyja, fagra vana-
dís.“
Fermingarstúlka sagði í vor, að hún vildi ekk-
ert láta syngja í fermingarveizlunni, nerna þetta
ljóð.
Svo eru það flugþernurnar, sem nú néfnast
flugfreyjur, þó stælur hafi orðið um, hvort þær
ættu að hljóta svo göfugt nafn, en á þeim sýn-
ist nafnið sérstaklega skarta, þar sem þær fljúga
sem Freyja í valshamnum, fjöllum ofar. Tár
hennar voru heldur ekki móðursorgir, þau voru
gulldropar. Mætti samræma það gjaldeyrinum,
sem flugfreyjurnar afla þjóðinni, á neyðartím-
um. Þá er Freyjukonfekt, það bezta, sem inn fyr-
ir varirnar kemur.
Nýlega var drepið á, að jörðin okkar, er við
nú stöndum, sé eftir sólarlagið eins og „stórt
ástvana hjarta“. Fyrrurn átti „Jörð“ að vera
annað nafn á Freyju. Hún hefur þá aldrei sætzt
Iieilum sáttum við Óð, eða liann við hana. Eða
aklrei fundið hana aftur?
6
NÝTT KVENNABLAÐ