Nýtt kvennablað - 01.03.1951, Blaðsíða 8

Nýtt kvennablað - 01.03.1951, Blaðsíða 8
SIGRÍÐUR í BRATTHOLTI OG GULLFOSS Sigríður Tómasdóttir í Brattholti varS áttræð 24. febr. s. 1. Þótt hún hafi átt heima alla sína ævi á næst efsta bænum í Biskupstungum, og lítt haft sig í frammi í landsmálum varS hún þó á sínum tíma nokkuS þekkt og umtöluS. Þessi kona átti sér hugsjón, sem stærri var, og henni hjartfólgnari en gerist og gengur. Og fyrir þessa hug- sjón hefSi hún aldrei hikað við, að leggja í sölurnar, hvað sem vera skyldi. — Það er alkunn og sönn saga, að eitt sinn vildi útlendingur fá Gullfoss í Hvítá keyptan, og bauð í staðinn enskt gull, fimtíu þúsundir. Það -hefur verið mikið fé á þeim árum, enda hefur kaupanda líklega ekki dottið í hug, að hér myndi nokkur fyrirstaða á verða. Og fleirum myndi sjálfsagt ekki lrnfa þótt ólíklegt, Iþótt efnalítill sveitabóndi hefði látið freistast til, að falla fram og þiggja gott boð. En hér fór þó á ann- an veg, enda áttu engin meðalmenni í hlut. — f Brattholtslandi, og nokkuð ofar en bærínn, fell- ur Gullfoss niður í Hvítárgljúfur: „Hann, sem geisla sjálfrar sólar hrífur, sundrar þeim í dýrð, í litskrúð klýfur“. Þetta stórkostlega fyrirbrigði íslenzkrar nátt- úru verður Sigríði í Brattholti svo mikið undrunar og aðdáunarefni, allt frá fyrstu bernsku, að þau áhrif verða, ef svo mætti segja, örlög hennar. Skapgerð hennar, hrein og bein, heit og einlynd féll inn í þetta æsku umhverfi. Hún skynjar tign fossins og mikilleik. Hann er henni bæði sýnilegt tákn og óráðin gáta, eins og lífið sjálft. Hún hefur hann daglega fyrir augum. Hún lærði því snemma, að hugsa hátt, og elska fossa og fjöll, og þó framar öllu öðru Gullfoss: Þar sem „ótal raddir renna í eina, eina, reginsterka, sigurdrjúga, hreina.“ Sigríði í Brattholti mun ekki hafa komið til hugar, að slíkur kjörgripur íslenzkra náttúruundra, yrði nokk- urntíma — settur á bekk með verzlunarvörum. Eða hún sjálf þyrfti að hefja baráttu fyrir því, að útlend- um eða innlendum mönnum tækist ekki að hafa hann að féþúfu. Þótt Tómasi bónda í Brattholti væri ekki í hug, að þiggja jjær fmsundir, er honum stóðu til boða vorið 1907, þegar hann var kvaddur til samninga um sölu á Gullfossi, þá lét hann þó senda eftir Sigríði dóttur sinni, og gaf henni úrskurðarvaldið. Hann vissi sem var, að þessi dóttir hans þekkti ekki „hik eða efa.“ Enda var nú fljótt úr málum skorið. Hinn enski auð- maður varð að stinga gullinu aftur niður. — En þau feðgin munu hafa farið glaðari af þeim fundi. Þetta var -fyrsta, en ekki síðasta aðförin. að Gullfossi, og fyrsti sigur Sigríðar til að vernda hann frá mansali. Seinna komu íslenzkir flugumenn, sem hugðust fá fossinn á leigu um aldur og ævi. Varð þeim eitthvað ágengt í þeim samningum, án vilja og vitundar Sigríð- ar. Þetta varð henni þungbær raun, og fórnaði hún bæði fé og fyrirhöfn, þreki og kröftum til að rifta að fullu þeim samningum, sem á veg voru komnir. Mig grunar, að Sigríður hafi ekki átt nógu miklum skiln- ingi að mæta á þessum árum. Mörgum hafi fundizt það ganga brjálæði' næst — minnsta kosti harla óskiljan- legt, að nokkur kona tækist á hendur, að ganga um hávetur til Iieykjavíkur í fönn og frosti, eingöngu til þess, að bjarga úr trölláhöndum fegursta fossi lands- ins. Og ekki var slíkt ferðalag eitt í sinni röð. Nei, hún fór oft slíkar ferðir áður en sigur vannst. Nú er Sigríður í Brattholti komin á efri ár. Ekki myndi henni nú endast þrek, að ganga til Reykjavíkur yfir heiðarnar og fannbreiðurnar, og taka upp að nýju baráttuna fyrir óskabarni sínu, þótt henni fyndist þess enn þörf. Hugsjón Sigríðar í Brattholti var sú, að aldrei nokkurn tíma yrði fé tekið fyrir Gull- foss, hvorki á útlendum né innlendum vettvangi. Ilann varð aldrei metin til fjár í hennar huga eða hjarta. Hitt hefði verið henni skapi nær, að gefa landi sínu hann til verndar og varðveizlu. En þvi miður varð ekki af því í tæka tíð.Vissi ég að henni fannst mikið til um, þegar góður íslendingur leysti „Geysi“ frá vanvirðu. og gaf hann aftur landi sínu. Um Sigríði í Brattholti var skrifað vel, og all- rækilega á 70 ára afmæli hennar, af sr. Eiríki á Torfa- stöðum. Ég man ekki til að hennar hafi verið annars- staðar getið. Er þó saga hennar merkileg á margan 'hátt. Hún hefur ekki „bundið bagga sína sömu hnút- um og samferðamenn.“ Hún hefur farið sínar leiðir þótt þær hafi sjaldnast verið rósum stráðar. Hér hefur aðeins verið vikið að einni hlið á ævi- ferli Sigríðar. Margt mætti |)ó fleira segja, sem frá- sagnar væri vert. Mér finnst hún hafa unnið afreksverk. Verð hefði hún verið launanna. En þau munu jafn fjarleg huga hennar og hitt, að finna sjálf, að hún hafi nokkuð gert, sem umtalsvert er. í Brattholti hefur hún slitið 6 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.