Nýtt kvennablað - 01.03.1951, Blaðsíða 9

Nýtt kvennablað - 01.03.1951, Blaðsíða 9
barnsskónuin. Sjálfsagt hefur hún átt þar sína æsku- drauma, sem ung, og að allra sögn, glæsileg heima- sæta. — Hún hefur öllum tekið vel, sem að garði liafa borið. Hún er hinn tryggasti vinur vina sinna. Og svo afkastamikil og óeigingjörn í verkum sínum, að af hef- ur borið. Og enn vinnur hún og vinnur, úti og inni, en ætti að njóta friðsællar elli, og þeirrar umönnunar, sem fólk á hennar aldri hefur svo mikla þörf fyrir. Verið getur a’ð einhverjum hafi komið í hug, að þessi kona væri svo stórbrotin og stórhuga, að hún teldi sig ekki þurfa á annarra aðstoð að halda. Stórbrotin er hún að vísu. En í barmi hennar slær heitt hjarta og viðkvæmt, sem fulla þörf hefur fyrir ástúð og nærgætni, skilning og kærleika. Hún mun líka bera hlýjan hug til sveitar sinnar og sveitunga. Sigríður er trúkona mikil, og hún mun engu kvíða þótt árin færist yfir. „Sálu minni sökkvi ég í fossinn, seilist upp í friðarboga kossinn.“ S. „Anna Pétuvsdóiiiru Sigurður Grímsson, leikdómari, benti réttilega á það, viðvíkjandi jólaleikriti Þjóðleikliússins, að Ieik- stjórinn (Indriði Waage) kæmi á undan hverjum þætti og lýsti fyrir leikhúsgestum hverju atriði, svo að ekk- ert kæmi manni á óvart. Nú hefur hr. Sigurður lýst svo rækilega „önnu Pétursdóttur“ í leikdómi sínum í Morgunblaðinu, að fáum kemur víst efni leiksins eða atburðarás á óvart framar. Líklega sannast þarna orð postulans — „það illa, sem ég vil ekki gjöra, það gjöri ég.“ En leikritið, Anna Pétursdóttir, var svo fullt af nýjungum fyrir frumsýningargesti að frábært var. Og gat alveg eins verið íslenzkt sem norskt. Aldrei hef ég skilið galdrabrennurnar eins og þarna — þær voru gerðar til sáluhjálpar gjörningamönnum! Og hve einfalt það er fyrir fallega konu að gera galdra, vissi enginn áður. Það var eins og sumir lyft- ust í sætunum í Iðnó og hvísluðu með Önnu: Mar- teinn — Marteinn! Þá hefur aldrei sézt áður, betur eða skýrar dregið fram, þetta hyldýpi milli eigin- konunnar og tengdamömmu. Eða þegar kraftarnir eru þrotnir, þá sér presturinn ljós í glugga móður sinnar. Eiginkonan er jarðneska lífið, en Ijósið í glugganum hið eilífa. Leikritið, Anna Pétursdóttir, er sígilt, þó það fjalli um efni í lok 16. aldar. Snertir það hin miklu vanda- mál allra tíma, og hvern einstakling meira og minna. Leikendurnir fara allir, hver öðrum betur, með hlut- verk sín. Katrín Thors er ung, og það er dýrmætt og leikur hennar er yndislegur. Fréttir NÚ FÁST nylonsokkar á 50—90 krónur parið í húðunum, og ekki stendur á frúm og ungfrúm að kaupa þá þessu verði — ekki að heldur þó hent sé á skaðsemi þeirra, eins og flk. Ingi- hjörg Þorgeirsdóttir gerði rækilega í Nýju kvennablaði. Þeir eru nauðsynlegir á dansleikina. Helzt, segja nú ungu stúlk- urnar, að hægt sé að skreppa í silkisokkum á Bíó, en þeir fást á 17—20 kr. parið. Ullarsokkarnir, er komu í búðirnar um daginn, á 28 kr. parið, hjörguðu þó margri námsmeyjunni frá grandi. En það er meir en lítil skömm að kunna ekki lengur að tæta sokka á fæturna. NÚ ER álnavaran komin í búðirnar í meira úrvali en áður hefur sézt. Þar á varð skyndileg hreyting. Loksins er þá aftur hægt að sauma á sig og sína, þar sem auraráð leyfa einhver innkaup önnur en matinn. SYKURINN. Mikil gleðitíðindi voru það fyrir marga hús- móðurina og eins hjá kaupmönnunum, er sykurskömmtuninni var aflétt. Dansa hefði mátt af kæti á götum úti, þó slíkt fær- ist fyrir, en mörg gleði — orð og atlot brutust út innan dyra. Enn er þó skömmtun á smjörlíki og smjöri okkur til skap- raunar. Hvenær mundum við mega vænta að þessum miða- ófögnuði linnti að full og öllu? Nú er rétli tíminn aS, sá í vermireiti cða kassa, sem þér gætið fyrir frosti. • AÐ GEFNU TILEFNI verður blaðið að leggja ríka áherzlu á, er send eru árgjöld til afgreiðslúnnar, að skrifa greinilega, ekki aðeins nafn sendanda og heim- ilisfang, heldur einnig sýslunafn. Alnöfnur eiga heima á bæ með sama nafni, en í öðrum landshluta. — Og ef peningabréf eru svo send með kunningja, ekki í pósti, er upplagt að færa greiðsluna skakkt inn. AFGREIÐSLAN. .i L. :í g x> <x -X! Ix * p r <x X' -X. -XI <x 7 - -\ jr < -X. -x X * -s <- -- Fallegt prjónamynztur. — Mœtist jyrir mi’&jtt cf þa& er hafl í boffunga. VIGDÍS FRÁ FITJUM: 7

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.