Nýtt kvennablað - 01.03.1951, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.03.1951, Blaðsíða 13
og einbeittni. Svipur hans Iýsti þótta og sjúlfstrausti, en jafn- framt hégómagirni og sterkum ástríðum. Undarlegur maður, það var eitthvað seiðandi við persónuna, sem ekki er unnt að lýsa. Hór hans var dökkhrúnt að lit og mikið í sér, skipt yfir hægra gagnauga og féll i mjúka, stóra bylgju yfir vinstri vanga; ennið miðlungi hátt, hvelft, dálítil kollvik, nefið miklu hærra að framan en við rótina, en þó næstum beint. Undir svörtum brúnum voru augun nokkuð stór, stálgrá, einkennilega sviprik og sterk. Hann virtist sjá meira í hlutunum en aðrir; þegar hann leit á mig, fannst mér eins og komið væri við mig, og ég ætti á hættu að vera lögð í ósýnilega fjötra. Mér féllu ekki slík augu, en konu eins og Hildi heilluðu þau, og voru henni brunnur barmafullur af sælu. Munnur hans var sér- kennilegur, nokkuð stór, varirnar fremur þunnar, og það bjó dulin kýmni í munnvikjunum, sem aldrei hvarf þótt svipur hans væri aö öðrti leyti alvarlegur. Hakan sterk og einbeittn- isleg með grunnu skarði; hálsinn nokkuö gildur, en ekki lang- ur. Hörundsliturinn fölur, næstum gagnsær og fíngerður eins og á barni; en líkamsbygging hans öll minnti á jötunkrafta, og þegar hann lagði bramminn yfir herðarnar á Hildi, varð ég sannfærð um það með sjálfri mér, aö hann myndi einhverntíma, fyrr eða síðar, mylja hennar fíngerða líkama mélinu smærra. Ég hafði alltaf hugsað mér alla listamenn daufa í skapi og þuinbaralega, en Hlöðver Norðfjörð virtist vera fæddur til að skemmta öðrum og láta mann gleyma tímanum; liann hló mjúkum, tömdum hlátri og spjallaði um trúlegustu og ótrú- legustu hluti, þaS var ekki hægt að reiðast hans djörfu ber- sögli, er hefði orðið óþolandi í munni annarra. „Mér likar vel þetta íslenzka geð, það er að segja kvenn- anna, en karlmennirnir hérna eru ótamdir ruddar, sem ekki kunna að umgangast dömur. Það veitti ekki af að fengnir væru nokkrir sérfræðingar frá útlöndum til þess að kenna helvít- unum.“ — _ i „Jæja,“ sagði ég ekkert vingjarnlega, „ætli þeir læri ekki mégilega af yður?“ Hann hló og leit á mig, og ég fann, hvernig augu hans komu við mig, mér sýndist þau með gylltum blæ; bros hans var hvítt og kalt. „Heldur frúin iþað? Máski, mér er víst trúandi til alls“ „Mér lýzt nú samt dálítið vel á yður, en ég held að þér sé- uð betri eiginkona en ástmey.“ Svo snéri hann sér að Hildi og bélt áfram: „En þú, Hildur litla, ert þvert á móti; aumingja stelpan!'1 Hildur svaraði þessu aðeins með brosi, svo fullu af aðdáun Og trúnaðartrausti, að ég gat ekki annað en vorkennt henni barnaskapinn, þó að ég undir niðri væri henni meira en gröm. Litlu síðar fóru þau. „Ég lít snöggvast inn til þin á morgun," sagði Hildur um leið og hún bauð góða nótt. Hún kom daginn eftir, en stóð ekki lengi við, settist varla niður, en gekk raulandi um og snerti í hugsunarleysi við hin- um og þessum hlutum. Ég var henni í raun og veru reiö og ávitaði hana dálítiö, bannaði henni að koma með þennan mál- aradrösul oftar fyrir mín augu. „Hvernig ferðu svo að þegar Arnór kemur?" spurði ég að lokum. „Hann þarf ekkert um þetta að vita, og líklega verður Hlöð- ver þá sigldur,“ svaraði hún snögg upp á lagið. „Það væri nú betur,“ anzaði ég, „en ekki þarftu að hugsa að Arnór finni ekki strax hvernig í öllu liggur; hann er áreið- anlega maður, sem ekki er hægt að fara á bak við.“ Hún svaraöi Iþessu ekki beint, en sagði: „Mér finnst eins og ég hafi gengið í svefni allt mitt líf, hingað til, en nú er ég vöknuð til veruleikans og hanri er dásamlegri en nokkur draumur." Rödd hennar lág og rík af fyllingu i sínum mjúku blæbrigð- um hafði þau áhrif á mig að ég liætti öllum ávítunum, enda vissi ég að það var ekki til neins að reyna að tala um fyrir henni, úr því sem komið var. Nú liðu margar vikur þar til ég átti tal við Hildi næst. Ég sá hana þó stöku sinnum á götu í fylgd með Illöðveri Norö- fjörð. Ég frétti líka af henni, hún var á allra vörum í bænum fyrir samband sitt við hann, það var sagt að þau væru saman alla <laga og nætur, einnig voru þau alls staðar með i skemmt- onalífi bæjarins. Ymsar konur, sem höfðu gainan af því að eitthvað sögulegt gerðist, kontu til aðallega í þeim tilgangi að spyrja um, hvort ég væri vel kunnug nýjustu „elskerinn- unni", sem listmálarinn Hlööver Norðfjörð hefði tekið sér, — hvort hún væri ekki óttaleg manneskja. Um það leyti, sem sildarvinnufólkiö kom að norðan dró Hild- ur sig eitthvað í hlé í bili, en svo heyrði ég þvi fleygt litlu siðar, að hún væri hlaupin frá inanninum sinum, en svo var það aftur borið til baka. Ég vissi ekki hverju ég ætti að trúa, en kærði mig ekki um að leita hana uppi til aö grennslast eftir því nánar. Arnóri sá ég aldrei brogða fyrir. Svo var það í miðjum jólaönnunum, að Hildur kom allt i einu fyrirvaralaust og bað mig að tala við sig einslega, augna- blik. Hún var komin í dýrindis „pels“, var með nýtízku hatt og allt tilheyrandi; hún var máluð í framan eins og leikhús- dama og angaði af margskonar ilinvatnstegundum. Það virtist liggja vel á lienni, og hún var óvenjulega ákveðin í fasi. „Ég er að sigla, Kristín mín,“ sagði hún formálalaust, „en ég gat ekki fariö án þess að kveðja þig.“ Mér féll allur ketill í eld. „Hildur mín!“ sagði ég eyðilögð, „það getur ekki verið al- vara þín að skilja við jafn yndislegan mann og Arnór, og hlaupa út í liind með þessum annálaða órcgluslána, þótt fræg- ur sé?“ „Jú,“ sagði hún, „ég er hvort sem er alfarin frá Arnóri; hann sá strax, hvernig komið var, eins og þú varst búin að segja.“ „Já, og hefur auðvitað orðið bálreiður, sem von var.“ „Nei, alls ekki!“ anzaði hún kalt. IJann sagði bara með sinni vanalegu pínandi ró, að hann kynni ekki að ,deila konu með öðrum manni, og þess vegna væri bezt, að liann hefði ekkert saman við mig að sælda meir. Þá sá ég bezt, live hjart- anlega honum hefur alltaf verið sama um niig, og ég er fegin að hafa komið auga á það, það losar mig við allt samvizku- bit. Nú veit ég fyrst hvað það er að elska og vera elskuð, og hvaö það er sælt að vert eitt og allt fyrir annan eins mann og Hlöðver. Hann tók mér strax opnum örmum, þegar Arnór hafði vísað mér á dyr, og nú siglum við saman fyrir jólin og giftunx okkur, þegar við höfurn fengiö lagalegan skilnað.*' Framh. NÝTT KVENNABLAÐ Kostar 14 kr. árgangurinn; gjaldd. í júní. Átta blöS á ári. — Kemur ekki út sumarmánuSina. A/greiSsla: Fjölnisvegi 7 í Reykjavík. — Simi 2740. Ritstj. og ábm.: GuSrún Stefánsdóttir, Fjölnisvegi 7. BOIGARPREMT N'ÍTT KVENNABLAÐ 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.