Nýtt kvennablað - 01.03.1951, Blaðsíða 12
VILLTIR FUGLAR
(Framhaldssagan).
Hún kom til mín í vikunni á 'eftir. Það var síðarihluta dags.
Ég þurfti að gera innkaup og hafði eiginlega ætlað út, veðrið
var líka yndislega gott. En Hildur hafði strax þau áhrif á
mig, er hún kom inn, að ég hætti við að fara út, og bað hana
að setjast og spjalla við mig. Ilún þakkaði og læddist með
mjúkri varfærni að stól, sem stóð út við gluggann og settist
þar. Hún þagði nokkur augnablik, svo leit hún beint í augu
mér og brosti tvírætt. Ég sá undir eins, að hún var í liættu-
legum ham; augun leiftruðu Í9kyggi]ega grænblá; þessa stund
var hún vissulega töfrandi kona.
„Jæja, Hildur mín! Skemmtirðu þér vel í ferðalaginu?“
spurði ég til að byrja á einhverju, en ég vissi að ég þurfti
ekki að spyrja; ég las í andliti hennar eins og opinni bók, að
hún hafði orðið fyrir einhverju, sem hún taldi dásamlegt.
„Já, Kristín mín! Ég hef aldrei lifað skemmtilegri stund, —
ég hafði eiginlega gleymt því að lífið ætti svona dásemdir ti].“
Lág rödd hennar var mjúk og rík af blæbrigðum. Hún hall-
aði sér aftur í stólinn og lagði langar, drifhvítar hendurnar
á stólarmana, ég gat aldrei litið á þær án þess að fyllast að-
dáun, svo fínar voru þær og fagurskapaðar, eins og þær til-
heyrðu öðrum og fegri heimi. Og ég fór að hugsa um það hve
fullkomjn þessi kona myndi vera, ef öll hennar dásamlegu
brotabrot væru í samræmisfullri heild.
„Þú fékkst líka framúrskarandi gott veður,“ sagði ég svo,
þó að ég fyndi fullvel að ánægja hennar yfir ferðalaginu var
minnst veðrinu að þakka.
„Já,“ sagði IJildur, „veðrið var yndislegt, — og indælt á
Laugarvatni. Ó, að ég hefði getað verið þar lengur. Allt var
jafn skemmtilegt, umhverfið og fólkið, sem ég kynntist. Ég
hafði það nú heldur skemmtilqgt á laugardagskvöldið. Það var
dansað, og þá kynntist ég Hlöðveri Norðfjörð, þú veizt, list-
málaranum fræga, sem kom upp í vor til að eyða hér sumrinu
og mála. Hann er svo skemmtilegur og heillandi maður, að
ég hefði ekki trúað því, ef ég hefði ekki kynnzt því sjálf.“
Hún stökk á fætur eins og í galsa, kom fast að mér og hélt
áfram:
„Nú er hann kominn í bæinn, ég hitti hann á götu í gær, og
hugsaðu þér Kristín! Ég er boðin með honum á Borgina í
kvöld.“
Hana þar kom það, og verra gat það varla verið. Hlöðver
Norðfjörð, hvort ég kannaðist við hann! Víst var hann frægur
maður um alla Evrópu og víðar, ef til vill hafði hann borið
hróður lands síns víðast allra íslenzkra list^manna. Ifann hafði
átt örðugt uppdráttar í æsku, að sagt var, barðist við fátækt
og misskilning,, flúði að lokum land sitt til að leita gæfunnar,
og fann hana, að því leyti, sem hún verður fundin í frægð og
hrósi heimsins. Blöðin þreyttust ekki á að guma af honum
sem listamanni og hvílíkur sómi íslandi væri að honum, en
þar fyrir utan bárust ýmsar sögur af einkalífi hans, og ekki
sem prúðastar, eftir þeim að dæma var hann mesti ruddi og
glæframaður. Ég hafði aldrei séð hann, hann var búsettur er-
lendis, þessi ferð hans upp til íslands var víst aðeins skemmti-
ferð, og nóg var látið með hann síðan hann kom heim, það
sýndu blöðin.
„Já, en Hildur! “ sagði ég. „Þú mátt ekki láta það spyrjast,
að þú gift konan farir út með þessum manni. Þú verður á allra
vörum 1 bænum á eftir og færð voðalegt óorð, þú veizt, livað
sagt er um hann.“
„Ég hirði ekki um þvaður, og það er heiður að fá óorð af
Hlöðveri Norðfjörð. Enginn er prúðari né skemmtilegri „kamm-
erat“ en hann; ég hefði svarið fyrir að slíkur maður væri til,
hann á engann sinn Mka.“ Hún var all æst.
„Jæja, Hildur mín!“ sagði ég þá rólega. „En ef Arnór frétt-
ir nú um þetta í haust, þeigar hann kemur heim.“
„Fréttir! Það er ekkert að frétta, þetta er allt saklaust, bara
vinskapur. Nei, ég læt ekki þetta eina tækifæri til að njóta
einhvers í lífinu ganga mér úr greipum. Arnór má þá sjálfum
sér um kenna. Hanu sem aldrei fæst til að fara neitt með mér
nema í kirkju. ,Svei! Ég er búin að lofa lierra Norðfjörð því,
að fara út með honum í kvöld, og ég fer, óg get ekki annað.“
Svo leið um það bil hálfur mánuður þar til Ifildur lét sjá
sig aftur. Það hitlist svo á eitt sunnudagskvöld, að ég var ein
heima, Gissur var á fundi; ég var að sötra kvöldkaffið við
eldhúsborðið og snéri baki að dyrum, þá vissi ég ekki fyrri
til, en gripið var um axlirnar á mér og ég kysst beint á eyrað.
Mér brá við; þetta var þá Hildur, og hún skellihló að því
hvað ég varð aumingjaleg við þessa snöggu árás. Ég bauð
lienni lað setjast, hún varð dálitið vandræðaleg, og hálfstamaði:
„Ég er með gest, má hann koma innfyrir? Ég hef minnst á
þig við hann, og hann langar til að sjá þig.“
„Ef það er Hlöðver Norðfjörð þá —.“ Ég hætti i miðri setn-
ingu, jni í dyrunum stóð risavaxinn maður, sem hneigði sig
brosandi og sagði:
„Má ég hafa þá ánægju, að kynnast frúnni, — ég er IJlöðvar
Norðfjörð.“
Rödd hans var djúp ag söngfögur með dálítið framandi
hreim. Hann steig tvö skref í áttina til mín og rétti mér hönd
sína, hún var heit og vöðvamikil, mér datt i hug bjarnar-
hrammur.
Ég varð dálítið utan við mig, en hafði þó rænu á að fara
með þau úr eldhúsinu og inn í stofu; þau tóku sér sæti í
„sófanum“ hlið við hlið. Hlöðver Norðfjörð var óþvingaður og
frjálsmannlegur eins og hann væri heima hjá sér og þekkti
mig frá fornu fari. Hildur var dálítið á nálum og óig var ekki
vel fyrir kölluð, við fórum þó strax að tala saman og það
gekk sæmilega, reyndar sagði herra Norðfjörð ýmsar setningar,
sem létu kynlega í eyrum manneskju, sem lifði jafn ævintýra-
snauðu lifi og ég gerði, en ég lét eins og ekkert væri og reyndi
að segja sjálfri rfiér að svona töluðu víst allir listamenn. En
Hildi gazt áreiðanlega vel að því, sem hann sagði; hún starði
á hann alveg heilluð og mér leizt sannarlega ekki á blikuna.
Það var auðsjáanlega komið í mesta óefni á milli þeirra; ég
hafði raunar verið viss um það með sjálfri mér, að svo myndi
fara. Mér varð hugsað til Arnórs, þessa dula, tigulega manns,
sem var svo ólíkur fjöldanum, stór og sterkur, og eins og skap-
aður til að elska og vernda veiklynda konu. Hafði Hildur nú
alveg gleymt hans töfrandi brosi? Ég virti Iflöðver Norðfjörð
svo gaumgæfilega fyrir mér að það nálgaðist ókurteisi. lfann
var klæddur eftir ströngustu kröfum tízkunnar, þar var hvorki
blettur né .hrukka á. Vöxtur hans var allur einkennilega meitl-
aður, hann var hár og þrekinn og óvenju mikill yfir brjóst og
herðar, hreyfingar hans vpru vissar og ákveðnar en dálítið
stirðlegar, og ég hafði tekið eftir þvi, að hann steig mikið
niður hælunum, þegar hann gekk. Hann gat varla talizt fríður
maður, en ekki ófríður heldur. Höfuðsvipurinn mikilúðlegur,
skapsmunalegur og andlitsdrættirnir sýndu, að vissu Jeyti festu
NÝTT KVENNABLAÐ
10