Nýtt kvennablað - 01.03.1954, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.03.1954, Blaðsíða 3
NÝTT KVENNABLAD 15. árgangur. 3. tbl. marz 1954. Á framfæri eiginiiianiistiis Anna Guðmundsdóttir harmaði |)að nýlega í kvenna- tíma útvarpsins, að konur væru ekki í æðstu embætt- um, var hún þó enn sárari yfir hinu, að húsmæöurnar væru kallaðar vera á framfæri mannsins — og viljum við taka undir það síðarnefnda með henni. Með embættin er það svo, að þau eru meira en að hirða launin. Þau eru erfið og illa þokkuð, oft og ein- att. Og sé konan móðir, hefur hún fyrir guðs og manna augliti veglegra embætli en margt eitt vfirvald. Trm'sti hún öðrum að gæta barnsins, er hún líka sjálfráð að hafna því, en krækia sér í launað starf og vegtillur, nefndastúss o.s.frv. En hún verður þó líklega tölu- vert fyrir því að hafa. Karlmennirnir fljúga ekki inn í feitu embættin. Fyrst er að ganga undir rotbung próf og svo kannske bar á ofan að smieö’-a fvrir vfirboð- urum o'g stundum fjöldanum líka. Ekki virðast konur yf'rleitt vib'a leggia betta á sig. Oa af hveriu erum við bá að víla og vola. Við böfum fullt frelsi til bess. Konur geta lært. Dæmin eru deginum ljósari. Og þær geta hlotið embættisframa engu síður en karlmenn. ef þær bara vilja legg'a sig fram til þess af alúð. Sam- tímis geta bær þó tæpast orðið góðar mæður og það verður til bess að fæstar vilja skipta. Vissulega er prvðiDgt fyrir konur að I'a<a embættispróf í bakhönd- inni, þogar börnin eru siálfbiarga. Þá hafa bær mik- ið vit á lífinu og væri vafalaust ágætt fvrir albióð að nióta bess. Sl'kar konur, svo sem Auður Auðuns. for- seti bæiarstiórnar Revkiavíkur o.fl. eru til. En mikið erfiði kemur á beirra bak. Konan á svo bást með aS láta stiórn heimilisins alveg í annarra hendur oe verðnr bví að vinna tvegsia maiina verk. F.n hliðstæða abbadís- anna og klaustur kvenna ættu að sprevta sig á bióð- mélpsvið’nu og fiöldanum til velfarnaðar leggja fram sálarkraÞa. ekki síður en verkleg störf, sem svo ómet- anleg hafa orðið. En þetta. aS vera á framfæri ei<?inmannsins, það er ékki von. að tenur sætti sig við bað orðalag. Þær vinna 12—16 t>ma á dag, við barnagæzlu. mat- argerð, ræstingu og þjónustubrögð. Stundum útivinnu NÝTT KVENNABLAÐ í ofanálag og eru síðan taldar, eins og ómálga börn, á annarra framfæri. Þar með sagt, að þær vinni ekki fyrir sér sjálfar. Hliðstætt ættu embættismennirnir að teljast á framfæri ríkis og bæjar. Konan starfar ekki minna og ræður ekki minna á heimilunum en embætt- ismennirnir á þjóðarbúinu. Er kona utan af landi var spurð, hvort hana langaöi ekki til Reykjavíkur, neitaði hún því, sagðist hafa vinnu fyrir manninn sinn þar í kauptúninu. Sé gerður annar samanburður, er maðurinn ekki síður á framfæri konunnar en hún á hans framfæri. Þegar hann innan húss þarf allt til hennar að sækja, smátt og stórt, mat, föt, tóbak, eldspýtu, blöð, blýant o.s.frv. Heyrzt hefur um húsbónda, sern sat ráÖalaus við matborðið, cftir að konan dó, hún hafði rétt hon- um allt upp í hendurnar, smurt brauðið og valið fvrir hann bitana. Laufey Valdimarsdóttir setti eitt sinn á fundi ofan í við okkur giftu konurnar, sagði að þær vildu ekkert og hefðu engar langanir. Gift kona stóö upp til and- mæla. Sagði hún, að þetta væri ekki rétt, þær vildu allar eitt, sér til handa, svo varð nokkur aðdragandi. Allir biðu spenntir að sjá sína eigin þrá holdgaða. „Þær vilja sofa.“ Þá var mikið klappað. Hún hafði liitt naglann á höfuðið. Giftú konurnar höfðu sem sé ekki nægan svefn, vök- ur yfir börnum og eiginmanni. Þegar peningaflóðið kom svo yfir nokkurn hluta Reykjavíkur. jukust vökurnar. Þá voru peningar hand- bærir til að fara á skemmtanir og fara í ferðalög, hafa veizlur o.s.frv. En ómögulegt að ná í hjálparstúlkur til að létta undir með verk, konan varð enn að leggja á sig meiri vökur. „Hvíldu þig, hvjld er góð,“ hét þá bók, sem kom á- ma'kaðinn. ASeins karlmennirnir höfðu tíma til að lesa hana og fara eftir henni, svo enn hafa giftu kon- urnar þörf fyrir svefn og livíld. En við höfum líka löngun til, að þetta orðalag, að við séum á framfæri mannsins, hverfi úr sögunni. Burt með þau óheilindi. 1

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.