Nýtt kvennablað - 01.10.1955, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.10.1955, Blaðsíða 3
NYTT KVENNABLAD 16. árgangur, 6. tbl., október 1955. Guðrúii Geift'sclóttii* Uliiniing; Hinn 4. marz síðastliðinn andaðist frú Guðrún Geirs- dóltir. Mikilhæf kona og góð var kölluð frá þessu lífi. Hún var fædd 29. nóvember 1887, dóltir Geirs Zoega, rektors Menntaskólans, og konu hans Bryndísar Sigurð- ardóttur, kaupmanns í Flaley. Þó að frú Guðrún væri koinin yfir það æviskeið, sem talið er til mestra starfsdáða, og hefði um mörg ár verið líkamlega veil og að síðustu háð langt og átakamikið banristríð, var sem dauðinn kæmi vinum og vandamönnum að óvörum. Hún var svo ung í anda, svo lífsglöð og bjartsýn og svo rík af hugrekki og viljaorku, að hún stóð enn á hátindi hugsjóna og starfs. Hún var til síðustu stundar andlega heilbrigð kona í beztu og víðtækustu merkingu þess orðs. Gáfukona var hún og vel menntuð, unni og góðum bókum, en starfið og raunveruleikinn var þó hennar aðall. Hún var frá- bærlega hugkvæm til hjálpar og liðsinnis mönnum og málefnum og hverju því, sem líðandi stund gaf efni til. Um bernsku og æsku Guðrúnar veit ég lítið annað en það, að hún ólst upp á friðsömu fyrirmyndar- heimili foreldra sinna í hópi margra systkina. Hún var með þeim eldri, þriðja í röð, hefur því óefað staðið framarlega í leik og úrræðum. Ég sé hana í huga mér hlaupa milli sinna yngri systra glaða á svip og biarta yfirlitum, gera gott úr öllu og finna öllum verkefni við sitt hæfi. Táknrænt var það fyrir liugkvæmni henn- ar, sem hún alla ævi var svo auðug af, að þá er hún var að segja þeim sögur og hafði lokið þeim, sem hún kunni, bjó hún sjálf til sögur, mælti þær af munni fram. Vel voru þær við hæfi hlustenda, því að oft var viðkvæðið: „Búðu heldur til sögurnar sjálf, það er meira gaman að þeim sögum.“ Er Guðrún var uppkomin og Sigríður systir hennar hafði lært myndasmíð og sett upp myndastofu hér í bæ, vann Guðrún með henni í byrjun. Færra var þá heldur en nú um slíkar stofnanir hér, enda ekki eins GuSrún Geirsdóttir. almennt þá, að fólk léti taka af sér myndir, sízt sveita- fólkið, sem varla hafði til þess auraráð. Þó bar það oft við, að sveitamenn kæmu og bæðu um mynd, eink- um sjómenn, sem komu frá verstöðvum og voru á heimleið. Venjulega voru þeir klæddir grófum, heima- gerðum fötum, í ullarpeysu með klút eða trefil um háls. Ekki þótli systrunum þessi búnaður fara nógu vel á mynd. Hugkvæmdist Guðrúnu þá að kaupa háls- lín og slifsi og lána það hverjum þeim, er með þurfti og þiggja vildi. Telja má víst, að um leið og Guðrún lagði þannig „hendur að hálsi“ þessum liálf ófram- færnu sveitamönnum, þrungin góðvilja og hispurslausri gleði, hafi feimni þeirra horfið og upplitið oiðið djarf- mannlegra en ella. Árið 1915 giftist Guðrún Þorsteini hagstofustjóra, hinum þjóðkunna ágætismanni. Hún gerðist nú hús- freyja góð og starfsöm. „Stúlkum sínum“ var hún vel og mat mjög, ef þær voru áhugasamar við störf sín og skylduræknar. Sparaði hún þá hvorki tíma né fé til að veita þeim gleðistundir. Gott var að sækja Guðrúnu heirn. Þó að hún væri önnum hlaðin, gaf hún sér alltaf stund til að sinna um gesti sína og veita þeim viðtal. Hún hafði óvenju gott lag á að gera umræður fjörugar og óþvingaðar, hvort heldur sem hún ræddi við einn eða í hópi fólks. Hressandi blær fylgdi benni, hvar sem hún fór. NÝTT KVENNABLAÐ 1

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.