Nýtt kvennablað - 01.10.1955, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.10.1955, Blaðsíða 11
spilum,“ hélt hann áfram. „ÞaS var nefnilega vani minn í fyrra og hitt ið fyrra að koma hingað suður- eftir á sunnudagskvöldum og spila. Mér finnst hálf dauflegt heima. „Ég sé hann getur haldið á spilum,“ sagði hún. „Ert þú kannske með í spilum?“ spurði liann. „Nei, ég spila aldrei.“ „Spilar hann kannske við þennan nýja vetrarmann?“ sagði Hrólfur og glotti háðslega. „Já, 'þegar vist er spiluð. Oftast spilar hann við gamla manninn.“ „Hvernig lízt þér á hann, þennan vetrargest eða hvað ég á að kalla hann?“ spurði hann og rak upp skellihlátur. „Ágætlega. Það er nú gamall og góður kunningi frá æskuárunum,“ sagði Sigga og brosti. „Jæja, er það? Náttúrlega þekkizt þið innan úr kaupstaðnum. Ég jrekki hann lika, síðan hann var á Sléttu. Þá bar okkar fundum oft saman, og það var hreint ekki gott samkomulagið, svona stundum. Hann var yngri en ég, en samt hafði hann alltaf yfirhöndina í „tuskinu“ nefnilega. Hann var fantur að slást. Ég var nú ekki orðinn eins sterkur og ég er núna. Það er ekki víst, að hann hefði mikið af mér núna, og ég væri til með að jafna sakirnar við hann, ef tækifæri gæfist.“ Hann hló drýgindalega í endi ræðunnar. „Hef- ur hann kannske minnzt eitthvað á mig?“ bætti hann við. „Nei, það hef ég ekki heyrt,“ sagði hún og tróð Jiví, sem þurrt var orðið af Jivottinum ofan í balann. Hann greip í annað eyrað á balanum, en hún í hitt. „Láttu mig halda á honum fyrir þig. Mér hefur dottið í hug að létta af þér lífsbyrðinni,“ sagði hann kank- vís. Þau báru balann milli sín inn í bæjardyrnar. Þar tók hún við honum og fór með hann inn í skála, sem var norðan við dyrnar. Hún þakkaði honum hjálpina og bauð honurn að ganga til baðstofu. Hann hlyti að rata. Hún sá, að hann var með vandlega umbúinn böggul undir hendinni. Hún bjóst við, að hann væri farinn inn, en hann stóð þá í sömu sporum og áður, þegar hún kom fram úr skálanum. Hann rétti henni þennan böggul, og hún heyrði, frekar en hún sæi, að hann brosti: „Þetta er handá þér,“ sagði liann. „Hvað- an kom þessi böggull?“ spurði hún og forÖaðist að snerta hann. „Hann er bara frá mér,“ sagði hann lágt. „Ég skil þetta ekki,“ sagði hún og gerði sig lík- lega að fara inn. „Mig langar til að þú þiggir þetta af mér sem gjöf,“ stamaði hann. „Það er sjal — fallegt sjal með silkikögri. Mamma bjóst við, að þér kynni að lítast vel á það.“ „Ég á sjal,“ sagði Sigga. „Annars hefði ég kannske keypt það af þér. En sem gjöf dett- ur mér ekki í hug að taka við því.“ Henni fór hreint ekki á standa á sama, einkanlega, þegar Bjarni bóndi kom fram úr stofu-dvrunum, sem voru sunnan við bæjardyrnar. Líklega hafði hann heyrt til þeirra eða þætti skrítið að sjá þau standa þarna í hálfdimm- um hæjardyrunum. Hann heilsaði nágranna sínum glaðlega. „Sæll, Hrólfur. Það verður svei mér hægt að koma í vist í kvöld,“ sagði liann og bauð honum til baðstofu. Sigga flýtti sér inn í eldhús og beið þar, þangað til hún heyrði, að þeir voru komnir inn. Þá fór hún að hlæja, þótt enginn væri til þess að gleðjast með henni. Hvað skyldi hann hafa gert við böggulinn. Það voru meiri bjánarnir, þessir strákar. Ekki nema það þó að ætla að fara að gefa henni eitthvert dýrindis sjal og það í samráðum við kerlingarvarginn. Þetta var nú meiri frekjan í þessu dóti, hugsaði hún, meðan hún vermdi kaldar hendurnar við hlóðaeldinn. Hrólfur var setztur inn í hjónahús og spilin komin á borðið, þegar hún komi inn í baðstofuna. Hún tók upp hekludót, sem hún greip vanalega í á sunnudags- kvöldum, en aðra daga var það læst niður í kofforti. Hún settist við að hekla. Henni sýndist Gunnvör eitt- hvað svo leyndardómsfull og íbyggin á svip þetta kvöld. Bensi lagðist upp í rúm, þegar hann kom inn frá gegn- ingunum. Þegar Gunnvör var nýfarin í fjósið, kom Hrólfur framfyrir. Henni sýndist hann líta illilegu hornauga til Bensa. Svo færði hann sig fast að rúminu til Siggu og hálf hvíslaði: „Friðrika var að tala um, að hún þyrfti helzt að hita kaffi snöggvast, en þá vantar einn í vistina. Kannske þú vildir koma inn- fyrir? Við sjáum þá, hvernig okkur muni búnast eins og mamma kallar það.“ „Ég hef aldrei spilað og kann þess vegna ekkert til þess,“ sagði Sigga, án þess að líta af heklinu. „Kanntu ekki að spila? Nú er ég aldeilis hissa,“ sagði hann. „Þú ættir að koma út að Litlu- Grund, þar gætir þú lært að spila. Við erum nefnilega ekki nema þrjú og getum þess vegna ekki spilað vist- ina.“ „En vinnukonan eða Sveinki?“ „Þau kunna ekk- ert.“ „Það geta víst allir lært það, sem kæra sig um það,^ sagði Sigga. Hana langaði ósegjanlega mikið til þess að hlæja. Hún var nærri viss um, að Bensi væri vakandi, þó að hann þættist sofa. Hrólfur hafði ekki augun annars staðar en á hönd- unum á Siggu: „Þú ert svei mér fim að prjóna þetta,“ sagði hann. „En það er líka hægt að læra margt af mömmu. Hún kann að prjóna fingravettlinga, og svo kann hún að „flúra“ út axlabönd og margt fleira.“ Hann benti meö augunum á Bensa og sagði: „Hann hefur það náðugt þessi. Ég tek mér nú vanalega eitt- hvert verk í hönd, þegar ég kem inn á kvöldin. Ég er nýbúinn að smíða meisa handa öllum kúnum. Það er mikill munur eða hafa heyið í pokum, Jieir vilja fúna í botninn. Svona er ég nú.“ „Þú ert afbragðs bú- maður, og alinn upp við búskap,“ sagði Sigga, og brosti. „Það er nú eitthvaö annað með okkur kaup- staðarbörnin, við erum fákunnandi í sveitinni.“ (Frh.) NtTT KVENNABLAÐ 9

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.