Nýtt kvennablað - 01.05.1959, Side 3

Nýtt kvennablað - 01.05.1959, Side 3
4 NÝTT KVENNABLAD 20.árgangur. 4.—5. tbl. apríl—maí 1959. Nonnahús NONNAHtS á Akureyri Lítið hús, svart með hvítum gluggalist- um stendur á baklóð hússins Aðalstræti 54 á Akureyri. Það er síðan 16. nóvember 1958 nefnt Nonnahús og varðveitt sem safnhús í minningu mannvinarins, hins heimsfræga rihöfundar og heiðursborgara Akureyrar, séra Jóns Sveinssonar, Nonna. Húsið mun vera byggt fyrir rúmum 100 árum og stendur nær óbreytt frá því fyrsta. það er tvílyft. Á neðri hæð eru tvær stof- ur, eldhús og búr, en á efri hæðinni eru þrjú herbergi, sem munu hafa verið notuð sem svefnherbergi. Á þeirra tíma mæli- kvarða hefur húsið þótt stórt og myndar- legt íbúðarhús í kaupstað og er sem slíkt merkilegur minjagripur. Þá var það nefnt Pálshús, eftir fyrsta eiganda þess, Páli Magnússyni frá Kjarna við Akur- eyri. Nonni fluttisl ásamt foreldrum sínum og systkin- um frá Möðruvöllum í Hörgárdal í Pálshús árið 1865. Þar dó faðir hans árið 1869. Nonni fór utan árið 1870, og skömmu síðar flutti það sem eftir var fjölskvldunn- ar úr húsinu og dreifðist. Nonni minnist þess í einni af hókum sínum, er hann kom til Akureyrar árið 1930 og gekk á gamlar slóðir bernsku áranna. Þá gat Pálshús varl lengur talizt íbúð- arhæft, enda stærstur hluti þess notaður sem geymsla og smíðaverkstæði. Og enn hafði það hrörnað er Zontaklúbbur Akureyrar, 20 árum síðar, valdi sér við- fangsefnið: Að safna minjum um séra Jón Sveinsson, sem á sínum tíma yrði afhent vænlanlegu Byggðasafni Akureyrar. Er þáverandi eigendur hússins, hjónin Sigríður Davíðsdóttir og Zophanías Árnason vissu um áforni Zontaklúbbsins, gáfu þau honum húsið og þar með NÝTT KVENNABLAÐ var lagður grundvöllur að Nonnasafni í Nonnahúsi. Miklar og kostnaðarsamar umbætur hafa nú verið gerðar á húsinu og reynt hefur verið að endurbúa það sem líkast því sem það mun hafa verið á dögum Nonna þar. Ráðhollir leiðsögumenn og vinir klúbbsins í þessu starfi voru þeir Stefán Jónsson, arkitekt og Haraldur Hannesson, hagfræðingur, Reykjavík, en auk ]>eirra lögðu margir aðrir merkismenn liönd á plóginn, svo að unnt varð að halda hátíðlegt 100 ára afmæli séra Jóns í Nonnahúsi. Þá var safnið vígt með viðhöfn og opnað almenningi. Séra Jón var Kristmunkur og átti sjálfur engar eig- ur, ekki einu sinni fötin, sem hann gekk í. Kristmunka- reglan sér reglubræðrum fyrir öllum nauðsynjum. Þar af leiðir, að í safninu eru engir munir úr lians eigu, en járnbent trékista er þar, sem hann notaði undir bækur sínar á ferðalaginu umhverfis hnöttinn. Á hana hefur hann skrifað nafn sitt og „Litratur, Kassen Nr. 3“. Haraldur Hannesson, hagfræðingur, sem safnað hef- ur mestum fróðleik um Nonna, bókum hans og munum 1

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.