Nýtt kvennablað - 01.05.1959, Blaðsíða 13

Nýtt kvennablað - 01.05.1959, Blaðsíða 13
fögur þrátt fyrir elli sína. Hinn bjarti, hreini svipur hennar hýr yfir þeirri innri fegurS, sem aldrei fölnar né fellur úr gildi. SigríSur horfir einnig á fornvin sinn og virSir hann fyrir sér. Hér hvílir hann nú næstum ósjálfbjarga og ellihrum- ur, hinn glæsilegi kaupmannssonur, sem hún eitt sinn gaf ást sína og sakleysi. Hann er aðeins aumkunarverSar leyfar a.f þeim manni, sem lifaS hefur í hárri stöSu við allsnægtir alla sína tiT en iþó farið á mis við hið bezta og fegursta, og hún hefur djúpa samúS með honum. Augti bæjarstjórans fyllast tárum og hann lítur biSjandi á Braga lækni, sjálfur orkar hann ekki að rjúfa þögnina. Læknirinn sér livað sjúklingi hans líður og segir þýSIega. — Þá er móðir mín komin til að upp- fylla ósk þína. Bæjarstjórinn lyftir máttlítiBi hönd sinni og horfir tárvotum augum á Sigriði. — Getur þú fyrirgefið mér Sigríður, sonur okkar hefur fyrirgefið mér, hvíslar-hann veikri, grátklökkri röddu. SigríSur tekur um hina máttvana hönd hans. — Já, Björn ég fýrirgef þér. Hann revnir aS þrýsta hönd hennar og tárin streyma viSstöSulaust niSur föla vanga hans. — Nú get ég farið inn í eilífðina fyrst þiS hafið IiæSi fyrirgefið mér. IJann sleppir ekki hönd Sigríðar, honum finnst einhver undursamlegur, friSandi máttur streyma frá henni inn í sál sína. IJann er orðinn þreyttur af geSshræringum og þarfnast hvíldar, en sál hans hefur loksins fundiS frið. — Haltu í hönd mína, SigríSur, meðan ég sofna, ég er svo þreyttur, segir hann lágt. Svo leggur hann aftur augu sín og fellur í djúpan svefn. Sigríður finnur, að hann er sofnaður og dregur að sér höndina. — Vertu í guðsfriði Björn, hvíslar hún klökkri röddu. Erindi þeirra mæðginanna til Björns bæjar- stjóra er lokið að’ þessu sinni, og þau snúa frá sjúkrabeði hans. Bragi læknir tekur undir liönd móður sinnar og segir blíðlega. — Eigum við ekki að halda heim aftur, móðir mín, hér hefur þú fuBniægt hinu fegursta réttlæti. — Jú, sonur minn, og nú geng ég glöS út úr þessu húsi. Hún tekur um handlegg sonar síns, og þau leiðast fram úr stofunni. Braga lækni berst hraðskeyti frá Hildi, hún er lögð af stað með flugvél heim til íslands ,að beiðni hans. Læknirinn hraSar sér þegar á fund föSur síns til aS flytja honum hinar gleSilegu fréttir. Björn bæjarstjóri hvílir á beði sínum í djúpri ró, en lífsbróttur hans er stöðuct að fjara út. Bragi læknir nemur staðar við sjúkrabeS föður síns og les honum skeytið frá Hildi. Rétt sem snöggvast bregður fyrir gleði í augum bæjar- stjórans viS fréttina, en svo hverfur hún aftur og hann hvíslar lágt. — Ef ég verð farinn, þegar Hildur kemur, þá berðu henni kveSiu mína, hún veit um skyldleika ykkar, ég sagði henni það, áður en hún fór frá mér. — Þér auðnast að sjá Hildi og kveðja hana, segir læknirinn stillilega. ■— ÞaS er óvíst, en vertu hjá mér, sonur minn, i þinni návist er ég ör- uggur. Sjúklingurinn lokar augunum og fellur í svefnværS. Læknirinn víkur ekki frá honum aftur og tíminn líður. Hildur Björnsdóttir ekur í leigubíl frá Reykjavik norður til Djúpafiarðar, hún hefur hug á því að komast þangaS í tæka tíS. Hildur er orðin mikiS breytt frá þvi hún fór af æskustöSvunum út í hiS framandi land. Æskublómi hennar er horfinn, hún hefur elzt um aldur frarn, en þrátt fyrir þaS hefur hún utiaS hag sinttm vel, síSan hún fór að heiman. I hinu framandi landi hefur hún valið sér lífsstarf, sem hún ætlar að helga krafta sina í framtíSitini. Hún er orSin for- stöðukona fyrir barnaheimili, þar sem eingöngu dvelja mun- aðarlaus börn, og, þeim ætlar hún að helga líf sitt. Hildur ekur heim aS húsi föður sins og hraðar sér þar inn án þess að kynna komu sina frekar. Bragi læknir er fyrstur til aS NÝTT KVENNABLAÐ A t h v a r f Nú er framundan langdegiS Ijúja og Ijósi'ð á sigurhraut, og vorblíðan vermir og bœtir úr vetrarins grimmu þraut. Og vonir í hjartanu vakna, sem veturinn fœrSi í kaf, og aftur viS óskirnar rakna og allt, cr und fönninni svaf. Ég draumagullið mitt ge-ymi, er gleöja í sumar skal, langt frá alfaraleiðum, í lognkyrrum fjalladal. Þar byggir sér bláfugl hreiður, þar búa álfar í hól. Og þar sprettur blóðrauða blómið og blikar í aftansól Og huldumœr lofnarljóð syngur viS litríkan strengjakliS. Og þar eiga óskirnar athvarf og útlagar friS og griS. Margrét Jónsdóttir mæta Hildi og fylgir henni að sjúkrabeði föSur þeirra. Bæjar- stjórinn hefur ennþá fulla rænu, en þaS er augljóst, að hann á mjög skammt eftir ólifað. Hildur lýtur niSur aS föSur sínum og segir þýSlega: — Komdu sæll, faðir ntinn. Bæjar- stjórinn þekkir hana þegar, og 'örlitlu fagnaðarbliki bregður fyrir i augum hans. — Sæl IJildur mín, þú ert þá komin. — Já, ég er komin til þín. — Þá get ég dáiS rólegur fvrst ég hef ykkur bæði hjá mér, börnin mín. Fleira mælir hann ekki. Djúpur friðtir og ró færist yfir svip hans. Svstkinin standa kyrr við sjúkrabeð föSur síns og biSa þögul meSan engill dauðans framkvæmir sitt liknsama hlutverk á honum. Björn bæjarstjóri er dáinn. Börnin hans veita honum sam- eiginlega hina síSustu þjónustu. Þau fara ekki lengur dult meS skvldleika sinn. hann er ekkert leyndarmál framar. Syst- kinin ltafa bæSi fyrirgefiS föSur sínum af öllu hjarta fornar yfirsjónir og ganga hljóS frá dánarbeði hans. Hinn islenzki fáni blaktir hvarvetna í hálfa stöng við Djúpa- fjörð. 1 dag er Björn Þorsteinsson bæjarstjóri kvaddur hinztu kveSju. Þrátt fyrir litlar vinsældir rneðal alþýSunnar er það fjölmennur hópur nú, sem streymir heim aS húsi bæjarstjórans til að votta honum sína hinztu virðingu. Hann var búinn að gegna embætti bæjarstjóra lengi, og þaS starf rækti hann af hagsýni og stjórnvizku, var trúr í fjármálum og vildi í öllu vöxt og velgengni bæjarfélagsins. DjúpfirSingar hafa því mikiS að þakka hinum látna bæjarstjóra að loknu æfistarfi, þrátt 11

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.