Nýtt kvennablað - 01.10.1960, Qupperneq 4
veslast upp úr tæringu, sem er landlæg í Persíu. Hin-
ar munu giftast ungar og hljóta hið erfiða hlutskipM
fátækrar bóndakonu. Mér varð þungt um hjartað, þeg-
ar ég horfði á austurlen/.ku börnin, sem fylgdu mér
eftir með stórum, alvarlegum augum, hvert sem ég fór.
Eg gleymi aldrei Khadidje, sem lá á barnadeildinni í
háskólasjúkrahúsinu i Teheran. Hún var hálfs annars
árs, en samt ekki nema 3 kg. Hún var svo lítil og mög-
ur, að hún liktist ekki lifandi barni. Það var eins og
hún væri ekkert nema stór gamalmennisaugu, sen;
horfðu í gegnum mann. Hún lá grafkyrr, aðeins fing-
urnir hreyfðust örlítið. Ég gat ekki lokkað fram svo
mikið sem skugga af brosi, hvernig sem ég fetti mig
og bretti. Hún hafði legið þarna í tvær eða þrjár vikur
— eitt hinna óteljandi austurlenzku barna, sem verða
næringarskortinum og þarmabólgunni að bráð. Lækn-
arnir bjuggust við að geta bjargað henni, en hvernig
verður líf hennar, ef hún kemst ekki á barnaheimili
eða verður tekin í fóstur?
í dagbók sjúkrahússins stóð ekkert um það, úr hvaða
stétt telpan var. Að likindum hafa foreldrar hennar
verið verkafólk. Laun persnesks verkamanns eru ekki
nema sjötti hluti af kaupi dansks verkamanns, og þó
er flest allt langtum dýrara í Persíu og lítið um al-
mannatryggingar. ! Teheran finnast að meðaltali 10
börn á sólarhring, sem foreldrarnir hafa borið út á
götu til þess að lofa þeim að deyja.
Jafn átakanleg sjón og Khadidje fannst mér börnin
á uppeldisstofnun einni í Teheran. Þau voru 3—5 ára,
klædd baðmullarsamfestingum, sem allir voru eins. —
Harnabeimilið hafði fengið að gjöf kynstrin öll af leik-
föngum. En þessi börn kunnu ekki að leika sér. Þau
rifu bara leikföngin í sundur.
Það eru færri leikfangabúðir í þessari heimsálfu en
í Evrópu. Barnabækur á máli landsmanna eru alls ekki
til og þó á þessi þjóð mikinn fjársjóð af ævintýrum.
Dag nokkurn sá ég barnahóp, sem safnazt hafði saman
umhverfis gamlan gráskegg, er sat á hækjum sínum
á gangstéttinni í einu af úthverfum Teherans. Hann
minnti á austurlenzku vitringana, þar sem hann sat
mitt í hrifnum barnahópnum, enda var hann sagna-
þulur að atvinnu. í áheyrendahópnum voru alls konar
börn. Þar voru litlir skítugir betlarar og velbúin syst-
kini klædd Evrópufötum. Þau voru á leið heim úr
skóla og voru í fylgd með fóstru, sem sveipuð var
stórri persneskri slæðu, sem hún hélt að sér með tönn-
unum, því að hún leiddi börnin sitt við hvora hönd.
Fóstran hlustaði jafnhrifin og börnin á söguna um
rika kaupmanninn, sem fór til markaðsins ineð ábreið-
ur og krukkur á úlfaldu. Þegar hann kom til borgar-
innar, var það hans fyrsta verk að gefa betlara ölm-
usu. Síðan kraup hann á kné, sneri andlitinu til Mekka
Litlu
fitúlkurnar
við vcfinn.
og bað Allah að gefa sér góða verzlun. Eins og margar
þernur Austurlanda var þessi slæðubúna fóstra varla
af barnsaldri.
Ég minnist hinnar þrettán ára gömlu Frangie með
brokkna hárið og fallegu augun. Ég hitti hana hjá efu-
aðri fjölskyldu í Beirut. Frangie bar mér indælt te, en
hún var svo forvitin, að hún stóð á gægjufli í dyragaút-
inni til þess að fylgjast með því, sem gerðist í dagstof-
unni. Hún var frá Sýrlandi. Faðir hennar hafði fram-
fleytt fjölskyldu sinni með því að annast vöruflutn-
inga á tveim úlföldum, sem hann átti. Þegar úlfald-
arnir drájiust skyndilega, varð þessi stóra fjölskylda svo
bjargarþrota, að fjórar elztu dæturnar urðu að fara til
Libanon til þess að leita sér að atvinnu. Þegar Frangie
kom til Beirut fyrir ári síðan, hafði hún aldrei átt
skó, aldrei séð síma, nýtízku eldhús né búið í herbergi
með búsgögnum, og auðvitað kunni hún hvorki að
lesa né skrifa. En vegna gáfna sinna og hollustu bæði
við húsbændur sína og fjölskyldu sína, tók hún skjót-
um framförum. Eftir skamman tíma var hún orðin
fær um að annast störfin á þessu stóra heimili, þvoði
þvottinn í vél og strauaði hann, og var sjálf alltaf
hrein og snyrtilega til fara. En hún sendir föður sín-
um hvern eyri, sem hún vinnur fyrir.
„Nú sendum við Frangie í skóla. Hana langar lil
Jiess að laira að lesa,“ segir húsmóðir hennar.
í Sýrlandi, Líbanon og Persíu eru þúsundir pilta og
stúlkna, sem hafa séð hinn tæknimenntaða heim sem
snöggvast og skilja, að skólamenntun er lykill að }>ess-
ari nýju menningu. í Persíu skró]ia börnin ekki í
skólanum, heldur stelast þau í skólann. Þetta hafa
inargir kennarar sagl inér. Það var t.d. hin níu ára
gamla Farah, sem alltaf kom í skólann á hverjum
morgni og drakk í sig hvert orð. Einn dag kemur hún
tveiin tímuni of seint, en vill ekki segja hvers vegna.
En kennarinn fékk að vita um ástíeðuna. Foreldrarnir
2
NÝTT KVENNAHl.At)