Nýtt kvennablað - 01.10.1960, Side 5

Nýtt kvennablað - 01.10.1960, Side 5
sögðu, að hún væri búin að læra nóg og gæli f'ariS að gera eitthvert gagn. Faðirinn réði hana fyrir elda- busku hjá grænmetissala. Faðirinn átti að fá 150 kr. á mánuði, en Farah ekkert. Auk þess bjóst faðirinn við, að Farah myndi geta hnuplað dálitlu af mat. Farah varð örvilnuð og strauk úr vistinni. Næsta dag kom faðirinn til þess að sækja telpuna, sem fór að háskæla. Kennslukonan reyndi að fá liann ofan af því að taka telpuna úr skólanum. Hún sagði, að hann eyðilegði framtíð telpunnar, en faðirinn svar- aði aðeins, að móðir Farahs hefði komizt af án skóla- menntunar, og fyrst Farah gæti lesið Kóraninn, hlyti hún að kunna nóg. Að lokum kom hann með þá ósvífnu uppástungu, að ef kennararnir greiddu honum 150 kr. á mánuði, þá skyldi Farah fá að vera áfram. „Því miður voru svo margir aðrir, sem við þurft- um að hjálpa, að við gátum ekki borgað þetta, og auk þess fannst okkur þetta of mikil frekja," sagði kennslukonan við mig. Þegar ég hafði heimsótt nokkur munaðarleysingja- hæli og horft dag eftir dag á tötraleg götubörn, sem fægðu hurðarhúna fyrir örlitla þóknun, var það mikil hressing að koma inn í skóla með glöðum, hraustum og starfsömum börnum, sem lásu saumuðu og léku sér. Skólinn hét Firouz Couhi Doktoran — síðasta orðið þýðir „fyrir stúlkur“. Drengirnir eru í sérstökum skól- um, sem eru næstum alltaf betri og búnir fleiri ný- tízku þægindum. I þessum skóla var t.d. enginn leik- fimissalur, sem þykir sjálfsagður í drengjaskóluniru. Kennslustofurnar voru rúmógðar og töflurnar stórar. Börnin sátu á bekkjunum, tvö saman, en þau virtust eiga bágt með að sitja kyrr. Fjör þeirra var samt eðli- legt, og þó að það hafi verið bannað fyrir 20 árum að berja börnin er ekki erfitt að hafa aga. Sérstök kennsla er í hreinlæti. Börnin læra að þvo sér og matast kurteislega. Þeim er einnig kennt að hirða hendur sínar og neglur og fötin sín. Kennslan er ókeyj)is. Skrifbækur og ritföng kauj>a nemendurnir sjálfir, en kennslubækur eru ókeyj)is nema tvö síðustu árin. Flest hörn fara heim til hádegisverðar, en hin hafa nesti msð sér og kaupa sér einhverja hressingu til viðbótar í skólahúðinni, sem börnin annast sjálf. Aðstæður eru betri í Libanon en í Persíu, en saml er skólaskyldan ekki komin í framkva;md þar að öllu leyti, því að skólarnir rúma ekki öll börn í landinu, þó að hinir mörgu einkaskólar, sem stofnaðir hafa verið síðustu árin, séu meðtaldir. Þessir einkaskólar eru franskir, ítalskir, enskir og amerískir og eru styrkl- ir af alls konar trúarbragðafélögum. 1 barnaskólum í Libanon er byrjað að kenna frönsku í fyrsta bekk. I Beirut kallaði eitt sinn hetlaradrengur til mín á frönsku. Hann var á að gizka tólf ára og talaði ekki NÝTT KVENNAIÍLAÐ Forisíðuiiiyiidiii Forsíðumyndin, sem blaðið flytur að þessu sinni, er af ungri stúlku, sænsk-íslenzkri. Hún heitir Nanna Stefanía Hermanson og lauk stúdentsprófi við Mennta- skólann á Akureyri í vor sem leið. Faðir hennar er sænskur lögfræðingur, Olle Hermanson að nafni, bú- settur í Helsingborg í Svíþjóð, en móðirin er íslenzk, Margrét Sigurðard. Sigurðssonar frá Vigur, er lengi var sýslumaður Skagfirðinga og Stefaníu Arnórsdótt- ur Árnasonar jírófasts í Hvammi í Laxárdal í Skaga- firði. Er Nanna því af góðu íslenzku bergi brotin í móðurætt, og móðurfólk hennar í báðar ættir dugnað ar og gáfufólk. Margrét, móðir hennar, er elzt níu systkina. Meðal systkina bennar eru þeir Sigurður f>g Hrólfur listmálarar, Árni prestur á Hofsós og Snorri skógfræðingur. Ilún er hjúkrunarkona að menntun og mikil atorku og gáfukona. Auk þess að vera húsíreyja og margra barna móðir á hún sæti í bæjarstjórn Hels- ingborgar og starfar mikið að opinberum málum. En hún er líka sannur Islendingur — og á hinu fallega heimili hennar í Helsingborg hiefur margur íslend- ingurinn notið mikillar gestrisni og alúðar. Það mun vera fágætt, hve Margrét hefur látið sér annt um, að börn hennar lærðu íslenzka tungu, kynnt- ust íslenzkri menningu, landi og þjóðháttum. Hvað eftir annað hefur hún komið heim til íslands með börn sín og sent þau hingað til dvalar, og nú hefur Nanna, elzta barnið, stundað nám við Menntaskóla Akureyrar tvo síðastliðna vetur og lokið íslenku stúdentsprófi með ágætum, aðeins 17 ára gömul, yngst þeirra stú- denta er brautskráðust þaðan síðastliðið vor. — En hún liefur einnig kynnzt algengum, íslenzkum störfum, unnið í fiskvinnu í Vestmannaeyjum, við sveitastörf í Skagafirði, og nú í sumar, eftir að hún tók stúdents- prófið, vann hún um tíma í síld á Siglufirði. Faðir Nönnu er mikill Islandsvinur og les og skilur íslenzku. Var hann einn í hópi þeirra lögfra^ðinga, er sóttu ísland heim í sumar. Við óskum hinni ungu stúdínu og fólki hennar lil hamingju með hinn merka námsáfanga, og vonum að hún eigi eftir að gista Island sem oftast, og verða sjálfri sér og báðum ættlöndum sínum til gem mestrar sæmdar. hvort sem leiðir hennar liggja hérlendis eða erlendis. M. mjög hjagaða frönsku. Hann hét Ali. Hann kvaðst vera föðurlaus, matar- og jaeningalaus, «n eiga sjö systkini og þjást af augnveiki. I vasanum hafði hann alltaf sykurstöng, sem hann sleikti við og við. - Við sj)jölluðum stundum saman. og ég borgaði honum 3

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.