Nýtt kvennablað - 01.10.1960, Page 10
Guðbjörg Jóhannsdóttir frá Grafardal
F. 5. okt. 1872. — D. 11. jan. 1960.
M I N N I N G
Mig langar til að minnast hennar og helga henni
'þessa stund, sem ég annars hefSi notað til þess að
fylgja henni síðasta spölinn, ef fjarlægð og fleira
hefði ekki hindrað það.
Fyrsta minning mín um Guðbjörgu er það, að for-
eldrar mínir voru kunnug þeim hjónum, Guðhjörgu
og Jóni Þorsteinssyni manni hennar. Móðir mín hafði
um nokkurt árabil dvalið í Grafardal hjá föður Guð-
hjargar, Jóhanni, sem kallaður var hinn ríki. — Ekki
vöndust unglingar, sem þar ólust upp, á óhóf né iðju-
Jeysi, enda var það á mesta harðinda- og hallæris-
tímabilinu á síðustu áratugum 19. aldarinnar.
Ung að árum giftist Guðbjörg Jóni Þorsteinssyni,
ættuðum úr sömu sveit. Bjuggu þau á ýmsum stöðum
í Borgarfirði. Þar kom þó að þeirra leið lá til Reykja-
víkur, sem þá var með öðrum svip en nú er. Atvinna
oft rýr og enginn barnalífeyrir eða þ.h. styrkir. Bæði
voru þau hjón með afbrigðum gestrisin og greiðasöm.
Kunningjarnir úr sveitinni heimsóttu þau. Fengu góð-
gjörðir og oft gistingu og alla fyrirgreið’slu, sem þau
gátu í té látið. Minnist ég þess, að þar gisti faðir
minn oft, og þar fékk hann að liggja um tíma, er
hann ekki komst heim vegna veikinda. Sjálfsagt hefur
ekki verið gengið ríkt eftir endurgjaldi. — Það hafa
verið mörg Brekkukotin og Unuhúsin á Islandi, þó
að þeirra saga sé ekki skráð.
Seinna kom svo að því, að við systkinin bjuggum
í sambýli við Guðbjörgu og hennar fjölskyldu í erfið
um og ófullnægjandi húsakynnum. Ekki minnist ég
þess að nokkurn tíma hly]»i snurða á þráðinn í þeirri
sambúð. Átti Guðbjörg ekki hvað sízt pátt í, að vel
fór. Við vorum þá á þeim aldri, sem ekki er alltaf
ljóst, hvað'a kjör og erfiðleika þeir eldri eru búnir að
ganga gegnum á lífsleiðinni. Halda jafnvel að hægara
sé að ráða við atburðarásina en reynist þegar út í
lífið kemur.
Ég minnist sumarsins, þegar ég var svo óheppin að
fá blóðeitrun í fótinn og vera ósjálfbjarga um tíma.
Þá var gott að hafa Guðbjörgu nærri sér. Ekki voru
talin sporin og ekki tilætlun um endurgjald fyrir fyrir-
höfn. — Hún hikaði ekki við að deila síðasta sopa
og bita með öðrum, ganga úr rúmi sínu fyrir gestum,
eða lána sængina sína, ef búa þurfti um sjúkling á
ferðalagi. Ég minnist, eitt sinn var ver'ið að flytja
gamlan sveitunga Guðbjargar upp yfir Hvalfjörð.
Hann var efnamaður og að honum stóð efnað' fólk.
Þá var gott að fá yfirsængina hennar Guðbjargar.
Hún var ekki of fín til þess að mæta ferðavolkinu.
í mörg seinni ár bjuggum við það langt hvor frá
annarri. að við sáumst sjaldan. Síðast, þegar ég kom
til hennar tók hún brosandi og hlýlega á móti mér,
eins og einatt áður. - Hún þráði að þurfa ekki að
verða öðrum til byrði. En nú síðustu missirin var hún
hjálparvana og naut þá hjálpar barna sinna. Sjálf-
sagt hefur Guðbjörgu, eins og fleirum, ekki fundizt
ævinlega lífið taka sig mjúkúm tökum. Vonbrigði, erf-
iðleikar og ástvinamissir setja sinn svip á lundina.
Það eru ekki allir jafn fa-rir að ma'ta þeirri þrenningu.
En nú er leiðin á enda gengin og Ifnn komin þangað,
sem enginn veit hvers hlutur er stór og hvers er smár.
Henni fylgir þakklátur hugur og von um að henni
verði jafn hlýlega tekið og hún lók þeim, sem til henn-
ar húsa leituðu, og að (þar fái hún að hitta þá, sem
henni voru hjartfólgnir.
21. jan. 1960. Anna Gunnarsdóttir.
NÁMSAFREK
Frú Högna Sigurðardóttir, íslenzk stúlka frá Vest-
manna'eyjum varð hæst af 300 nemendum, sem gengu
undir lokapróf á þessu ári í listaskóla Frakka, Ecole
Nationale Superieure des Beaux Arts, sem er talinn
einhver eftirsóttasti arkitektaskóli í Evrópu. — Hlaut
frúin hiii svokölluðu Guadetverðlaun fyrir þetta náms-
afrek og heiðurspening frá Félagi franskra arkitekta
fyrir þeztu prófteikninguna.
Litli snáðinn er að tala við sjálfan sig: Þó að ég vilji það
og pabbi vllji það, og þó að Guð vilji það, þá má ég ekkl fá
pönnuköku, af því mamma vill það ekki.
8
NÝTT KVENNARIAÐ