Nýtt kvennablað - 01.10.1960, Blaðsíða 11
GUÐLAUG BENEDIKTSDÓTTIH:
Reynila
Niðurl.
Eitt haustkvöldið, þegar Jórunn kom frá því að fara
bæjarleið sá hún hvar maður kom á reiðhjóli á móli
nenni. Hann stanzaði, steig af hjólinu og kastaði kveðju
ú Jórunni: Eflaust gæti hún sagt honum, hvar hann
hérna, Jón hreppsstjóri ætti heima.
Jú, hún gat það. Hann átti heima hérna uppi á ásn-
um heint á móti, og hún benti í áttina, þaðan sem hjól-
reiöamaÖurinn hafði komið.
Maöurinn hlístraði lágt. Þetta hafði hann ekki var-
azt. Hann var prestur, sagði hann. Og af því að prest-
laust var í sókninni hafði hann verið fenginn úr næstu
sókn, til að jarða konu, sem hafði látizt einhvers stað-
ar hérna í nágrenninu. Jú, Jórunn kannaðist við það.
Kannski þau ættu samleið, fyrst hann þurfti að snúa
við? Jú, Jórunn átti heima í næsta bæ fyrir utan Ás,
þar sem hreppstjórinn bjó. „En þér ættuð ekki að tefja
yður á því að vera mér samferða," bætti Jórunn við.
Okunni maðurinn ýtti gleraugunum betur upp á
nefið og leit til Jórunnar. „Þekktuð þér konuna, se.m
ég á að jarðsyngja?" „Við höfum verið samsveitungar
í mörg ár.“
Það var löng þögn. Ókunni maðurinn ýtti hjólinu
fram méð sér og starði í sífellu niður á veginn. „Var
hún kannski búsett hérna?“ sagði hann eins og við
sjálfan sig.
„Nei, hún var einhleyp og reglulegur einstæðingur
alla ævi,“ sagði Jórunn. „En hún var góð og trúuð
manneskja.“ Jórunni létti í skapi að koma þessari
viðurkenningu að.
Ókunni maðurinn leit ennþá einu sinni á Jórunni
í gegnum gleraugun. „Ja-há, svo hún var vel kristin
kona,“ sagði hann. „Bað hún þá fyrir öðrum?“
„Það má vel vera þó mér sé ekki kunnugt um það.“
„Já, en sjáið þér, að vera kristinn, það er þetta
atriði að biðja fyrir óvinum sínum, annars ná menn
ekki tilganginum.“ Maðurinn þagnaði og starði niður
á veginn. • • • • ’ ,
— Þetta má vel vera satt sem hann segir, hugsaði
Jórunn, en strangt er það að biðja fyrir þeim, sem
hafa gert manni illt. Þetta var þó eflaust rétta leiðin.
Myndi henni nokkurn tíma takast að ná því marki?
Hún hristi hægt höfuðið. Auðvitað var það mikil smæð
að hugsa stöðugt illa hver til annars, það hlaut að
loka fyrir manninum mörgum leiðum sem Guð hafði
gefið honum til þroska og lífshamingju.
Jórunn hrökk upp af fasta svefni. Regnið lamdi
gluggann hennar, það var eins og votar krumlur, sem
vildu komast inn og fá húsaskjól. Það var reglulegt
illveður. Jórunn smá vandist látunum í storminum og
rigningunni og fór von bráðar að blunda aftur. Þá
varð hún þess vör að einhver kom inn í herbergið. Sá
umgangur raskaði þó ekki þeirri værð og jafnvægi, sem
hún var komin í. Henni heyrðist eitthvert hljóðskraf
en hún sofnaði án þess að gera sér grein fyrir hvað
það var. — Fljótlega losaði hún svefninn aftur við
það að einhver var að ýta við' henni. Hún hálf vaknaði
og leit fram í herbergið og sá einhverja gráleita veru.
Hver skyldi þetta vera? liugsaði hún án ótta. Þá sá
hún konu á hvítum klæðum með lítið kertaljós í hendi.
Litla 1 jósi'ð féll á einmanalegan, gráleitan mann.
Jórunn litla undraðist það, sem fyrir augun bar. Það
var gamla, þreytta andlitið hans Njáls rithöfundar,
sem hún sá i skini litla kertaljóssins. Hann var svo
daufur og raunalegur að hún hafði aldrei séð hann
slíkan. „Viltu gera bón mína?“ hvíslaði hann. —
Jórunn þagði.
„Það er kannski ekki von,“ tautaði hann. „En það
er nú þetta, Jórunn litla, að ef þú vildir biðja fyrir
mér, þá myndi okkur bá'ðum vegna betur — þér og mér.“
Jórunni fannst sem fjötrar bresta af sér, henni hlýn-
aði bæði á sál og líkama. „Jú, ég get beðið fyrir þér,“
sagði hún innilega glöð. Hún horfði inn í vatnsblá
augu hans og sá tvö tár falla af rauðum hvörmunum.
„Maðurinn er stundum stærri og stundum minni en
samtíð hans vill vera láta. En hugsum ekki um það.
Það er nú þetta sem þú trúðir á Jórunn litla, sem ég
þarfnast — skrifaðu svo í fri'ði — í Guðs friði,“ tautaði
gamli maðurinn svo lágt að varla heyrðist.
Jórunn var ekki lengur hálf sofandi, hún var glað-
vöknuð og horfði á það af fullri athygli, að hvítklædda
konan leiddi gamla manninn við hönd sér út úr her-
berginu. Þá skildi Jórunn að það var vinur hennar,
sem var að hverfa sjónum í þetta sinn. „Guð blessi þig,“
hvíslaði hún út í myrkrið.
Regnið og stormurinn lömdu gluggann eins og áð-
ur, en Jórunn Itafði fengið endurnærðan frið í sál sína.
Allt í einu varð henni hugsað til mannsins, sem hún
hafði einu sinni mætt úti á þjóðveginum. Hann hafði
einmitt sagt henni hvað kristnum manni bæri að gera.
En Njáll gamli rithöfundur ■—■ hann myndi aldrei
framar verða neitt annað en vinur í hennar garð.
NÝTT KVF.NNABI.AÐ
— Hvernig þykir yður að vera glft dægurlagasöngvara?
Hún: Ágætt, maður venst öllu.
9