Nýtt kvennablað - 01.12.1961, Qupperneq 7

Nýtt kvennablað - 01.12.1961, Qupperneq 7
undan. Þær mundu auðveldlega komast upp í skipið, sagði hann, engin hætta á öðru, og ekkert að óttast. Þetta yrði sennilega í eina skiptið á ævinni, sem þær ættu þess kost, að sjá slíkt kaupskip, og það tækifæri skyldu þær ekki láta ónotað. — Jæja, ef við komumst um borð, þá eigum við þaðan aldrei afturkvæmt, sagði jómfrú Lovísa. Á miðri leið mættu þau bát, sem var hlaðinn sekkjum. — Sérðu þennan bát, sagði Lagerlöf liðsforingi við systur sína. — Veiztu, hvað er í pokunum? — Nei, kæri Gústaf. Hvernig ætti ég að vita það? sagði jóm- frú Lovísa. — Ja, sjáðu nú til, þetta eru allt saman saltpokar frá Jakobi, útskýrði bróðir hennar. Þeir eru bæði fóta og handalausir, en þeir hafa samt kom- izt upp úr skipinu, svo að þá ættir þú að komast það. — Já, þú ættir að færa þig í krínólínu og síð pils, Þannig kýttu þau alla leiðina. Litla stúlkan, sem þráði að hitta Paradísarfuglinn, óskaði þess af öllu hjarta, að faðir hennar gæti fengið Lovísu frænku og hitt fólkið til þess að fara um borð, en henni sýndist það óframkvæmanlegt. En hvað sem öðru leið var bátnum lagt við dingl- andi kaðalstiga, og nokkrir af hásetunum á Jakobi stukku niður í bátinn til þess að hjálpa þeim til að komast uj)p. Sá fyrsti, sem þeir náðu í, var litli sjúklingurinn. Einn þeirra lyfti telpunni upp til fé- laga síns, er bar hana upp stigann, ef stiga skyldi kalla, og setti hana niður á þilfarið á Jakobi. Þar skildi hann við hana, því að hann þurfti að hjálpa hinu fólkinu, og lnin var þarna ein eftir. Hún varð hrædd, því að hún hafði aðeins mjóa rönd af þilfarinu U1 að standa á. Fyrir framan hana var stórt gaphús, og djúpt niðri í því var eitthvað hvítt, sem verið var að moka í marga poka. Hún var þarna ein góða stund. Sjálfsagt höfðu orðið einhverjar deilur um uppgöng- una úr bálnum. Enginn kom, og er hún hafði áttað sig dálítið, fór hún auðvitað að svipast um eftir Para- dísarfuglinum. Hún leit eftir honum upp í rá og reiða. Hún ímyndaði sér, að hann væri að minnsta kosti eins stór og kalkúnhani, svo að það gat varla verið fnikil] vandi að koma auga á hann. En þegar hún sá fuglinn hvergi, sneri hún sér að káetudreng Straumbergs skipstjóra, sem stóð skammt Há henni, og spurði hann, hvar Paradísarfuglinn væri. -— Komdu með mér, þá skaltu fá að sjá hann, sagði hann. Síðan rétti hann henni höndina, svo að hún dytti ekki ofan í lestaropið, gekk svo aftur á bak á undan l>enni ofan káetustigann og hún fylgdist með honum. Niðri í káetunni var allt mjög glæsilegt. Það glampaði a rauðviðinn bæði á húsgögnum og veggjum, og þarna Var Paradísarfuglinn í raun og sannleika. Hann var enn dásamlegri en hún hafði gert sér í NÝTT KVENNABLAÐ hugarlund. Hann var ekki lifandi, en slóð þarna á miðju borði í allri sinni dýrð, með öllu sínu fagra fjaðraskrauti. Hún kleif upp á stól og þaðan upp á borðið. Og þarna sat hún við hlið Paradísarfuglsins og starði frá sér numin á fegurð hans. Káetusveinninn stóð hjá henni og benti henni á hinar björtu, löngu, lafandi fjaðrir. Síðan sagði hann til skýringar: — Það er auðséð, að hann er frá Parádís. Hann hefur enga fætur. Þetta stóð vel heima við hugmyndir hennar um Para- dís, að þar þyrfti maður ekki að ganga, en gæti bjarg- að sér með tveim vængjum, og hún horfði á fuglinn með mikilli lotningu. Hún spennti greipar eins og hún var vön að gera, er hún las kvöldbænir sínar. Henni .var mikil forvitni á að vita hvort piltinum var kunnugl um, að það væri Paradísarfuglinn, sem verndaði Straumberg skipstjóra, en liún þorði ekki að spyrja. Þarna hefði hún getað setið allan daginn agndofa af undrun, en liávær hróp frá þilfarinu trufluðu hana. Það voru hrein og bein óp: Selma, Selma. ... Sam- stundis komu þau öll niður í káetuna og flýttu sér allt hvað af tók: Lagerlöf liðsforingi og Brekku-Borga, frú Lagerlöf og jómfrú Lovísa, Straumberg skipstjóri. Jóhann og Anna. Þau voru svo mörg, að káetan varð alveg íull. — Hvernig hefur þú komizt hingað? spurðu þau og voru ákaflega hissa og undrandi á svip. Og í sama vetfangi varð henni það sjálfri ljóst, að hún hafði gengið á þilfarinu, gengið niður stigann. gengið inn í káetuna og enginn hafði borið hana. — Komdu nú ofan á gólfið, sögðu þau og lofaðu okkur að sjá, hvort þú getur gengið. Hún skreið af borðinu á stólinn, og af stólnum ofan á gólfið, og er hún var komin niður á gólfið, gat hún bæði staðið og gengið. Ó, hvað þau urðu glöð og hamingjusöm. Nú var tilganginum með ferðinni náð. Þetta kostnaðarsama fyrirtæki hafði ekki orðið árangurslaust. Litla barniö átli ekki að verða ósjálfbjarga, ógæfusamur, farlama vesalingur, heldur almennileg mannðskja. Þau stóðu með tárin í augunum og töluðu um, að það væru hin ágætu böð í Straumstað, sem hún ætti batann að þakka. Þau lofuðu loftslagið og sjóinn og staðinn yfirleitt og voru svo glöð og fegin, að þau höfðu farið þangað. En litla stúlkan liafði sínar eigin hugmyndir út af fyrir sig. Hún spurði sjálfa sig, hvað eftir annað, hvort það hefði ekki verið Paradísarfuglinn, sem hefði hjálp- að henni. Var það furðuverkið litla með titrandi vængj- unum, sem kom frá landinu, sem maður þurfti ekki fótum að lialda, sem hafði kennt henni að ganga hér á þessari jörð, þar sem það var svo brýn nauðsyn. 5

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.