Nýtt kvennablað - 01.12.1961, Qupperneq 10

Nýtt kvennablað - 01.12.1961, Qupperneq 10
SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR: Ferða§ag:a frá Irlandi 19. þing alþjó&a kvenréttindahreyfingarinnar (I.A.O.W.) var haldið í Dublin á Irlandi í sumar sem leið. Stóð það yfir tæpan hálfan mánuð, eða frá 20. ágúst til 2. september. Við vorum fjórar konurnar, sem fórum á þetta þing héðan frá íslandi: frú Sigríð- ur J. Magnússon, form. K.R.F.I., frú Guðrún Ryden, frú Sigurbjörg Lárusdóttir og ég. Sunnudaginn 20. ágúst kl. 8 að morgni lögðum við af stað með einni af flugvélum Flugfélags Islands. Veður var ágætt, nokkuð skýjað en við fórum fljótt upp úr skýjaþykkninu og inn í sólskinið. Það gríp- ur mig ævinlega notaleg tilfinning að komast upp í háloftin, eins og maður sé loks laus við jarðar baslið og sé frí og frjáls. Ekkert kom fyrir í flugvélinni, er til frétta gæti talizt. Við nutum þess að láta stjana við okkur af fallegum og elskulegum flugfreyjum, sem færðu okkur mat og drykk og nýjustu blöð til að lesa. Til Glasgow komum við á tilsettum tíma, þó lík- lega nokkrum mínútum seinna en til var ætlazt, því að skrifstofan „Sunna“, er gerði áætlun fyrir okkur um þetta ferðalag, álejt að við myndum ná í flugvél- ina, sem fór frá Glasgow til Dublin um hádegisleytið, en við sáum aðeins í stélið á henni, er við vorum að lenda. Þetta olli okkur þó ekki svo miklum óþæg- indum. Næsta vél átti að fara þrem tímum seinna. Við settumst því inn á flugvallarhótelið, hittum þar umboðsmann flugfélagsins, sem var mjög alúðleg- ur og vildi allt fyrir okkur gera. Innan stundar vorum við leiddar að þríréttuðu matborði á kostnað flugfé- lagsins. Við urðum alveg undrandi, en þó áttum við eftir að kynnast gestrisni og höfðingsskap félagsins enn betur seinna. Þegar við komum á flugvöllinn í Dublin, var þar fyrir múgur og margmenni. Mátti þar sjá konur frá öllum álfum heims, eða yfir 40 löndum. Voru þær allmisjafnar að útliti. Ekki þurftum við íslenzku kon- urnar að bíða nema örlitla stund, þangað til þriggja kvenna móttökunefnd kom til okkar og bauð okkur vel- komnar. Hafði okkur verið komið fyrir á prívat heim- ilum þar í borginni 2 og 2 á hvorum stað. Við Sigur- björg urðum saman, og vorum eftir stutta stund seztar inn í bíl hjá húsbændunum, sem óku okk- ur heim til sín. Það mun hafa verið um klukkutíma keyrsla. Bæði er, að flugvöllurinn er dálítið utan við borgina, og heimili hjónanna alveg í gagnstæðri átt, og svo var þetta á þeim tíma, er umferðin er hvað mest, og því miklar umferðatruflanir. Þó götur borgarinnar séu alls staðar malbikaðar, þá eru þær einkum í miðbæn- um — víða alltof þröngar. — Hjá þessum ágætu hjónum leið okkur mjög vel, mættum þar hlýrri gest- risni, eins og yfirleitt alls staðar,er við komum. Dvöl mín á Irlandi verður mér að mörgu leyti mjög hug- stæð. Eitthvað er það með írsku þjóðinni, sem er sam- eiginlegt okkur, enda kannski ekki ólíklegt að skyld- leika gæti. Þarna var ekki um neinn formfastan yfirborðsbrag að ræða. Til dæmis í þessum opinberu móttöku- veizlum var allt svo frjálsmannlegt, hlýtt og gott, að það beinlínis snart mann. Sennilega eru Irarnir ör- ari en við og fljótari að láta í ljós tilfinningar sínar. Mér verður hugsað til lítils atviks. Það var snemma morguns. Sólin hellli geislum sínum yfir rakan gras- svörðinn, döggin glitraði í blómbikurum og trjálauf- inu. Garðurinn kringum húsið, sem við bjugg- um í var þrunginn af fegurð. — Við Sigurbjörg vorum að setjast inn í bílinn hjá húsbóndanum, sem ók okkur á morgnana í bæinn, um leið og hann fór sjálfur til vinnu. Við höfðum kvatt húsmóðurina. Hurð- ir og gluggar stóðu opin. Mér var litið heim að hús- inu um leið og ég steig inn í bílinn. — Fram ganginn kemur húsmóðirin, hröðum skrefum, og þegar hún sér alla dýrðina, breiðir hún faðminn mót sumri og sól. Var hægt að túlka betur hrifningu sína? Ég held ekki. Þessi sérkennilega mynd situr enn í huga mínum. Fljótt verður maður þess áskynja að Irar eru trú- hneygðir. I Dublin eru margar kirkjur og kapellur, og ialls staðar hittir maður menn, sem búnir eru eins og prestar, þ.e. dökkklæddir með uppstandandi stífa flibba. Oft sá ég — er ég fór í strætisvagni — fólk signa sig, er það fór fram hjá kirkjum, bæði unga og gamla. Ef dæma á eftir þjóðlagastíl Ira, virðast þeir vera þunglyndir og dreymandi, ekki ólíkt Islendingum um aldamótin. — Ekkert lag átti þó meiri ítök hjá þeim en söngurinn um Danny boy. 8 NÝTT KVENNABLAÐ

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.