Nýtt kvennablað - 01.12.1961, Qupperneq 11

Nýtt kvennablað - 01.12.1961, Qupperneq 11
Þó að þingið vœri tímafrekt, var þó ýmislegt gert fyrir konurnar, t.d. var þeim gefinn kostur á tölu- verðu ferðalagi um landið, til að skoða fagra og fræga staði. Einn daginn var heimsóttur staður, sem mun þykja einna fegurstur á írlandi. Það var Kill- arney. Ferðin var algerlega fyrirfram skipulögð. — Fyrsta áfangann fórum við í járnbrautarlest, til borg- arinnar Killarney, þá biðu þar hestar og vagnar, sem við settumst upp í og héldum lengra upp til fjallanna. Þetta var nokkuð frumstætt ferðalag, og sennilega ekki daglegur viðburður fyrir sumar okkar, a.m.k. vorum við íslenzku konurnar óvanar því. Þessi leið er ein hin fegursta, sem ég hef farið um. Þar gat að líta, blá spegilslétt vötn með skógivöxnum eyjum. Stór hótel gnæfðu þar í skjóli suðurlanda trjágróðurs. Sumum okkar, einkum þeim, sem fengu lakari vagnana, fannst þetta erfitt ferðalag, en öllum fannsl það borga sig og dagurinn takast vel, þó skyggði það á, að í þessari ferð varð ein konan bráðkvödd. Hné hún niður, er hún ætlaði að stíga upp í einn hest- vagninn, og dó á stundinni. Þelta var ensk frú frá Lundúnum, komin yfir áttrætt. Heyrði ég því fleygl fram, að hún hefði þráð að fara með skjótum hætti út úr veröldinni. Þessi dagur er við dvöldum á þess- um fagra stað virtist vera gjöfull á öll lífsins gæði, en andstæðurnar láta aldrei bíða eftir sér. Við gengum nokkrar konur í hóp eftir einni götu bæjarins. Þá sá ég þá sjón, er ég hafði aldrei séð áður, og hélt næstum að ekki væri til í þessum menntaða og þroskaða heimi. Upp við vegg stóð tötralega klædd kona, hún hélt á smábarni í fanginu, bæði konan og barnið var horað og aumingjalegt. Höfuð barnsins kom út úr sjaldruslu, er vafið var utanum það. Og þar sem hún stóð þarna, rétti hún fram hendina í áttina til okkar til að biðja um ölm- usu. Sem betur fer erum við íslendingar óvanir slíku. Annars fannst mér töluvert vera af fátæklegum og mikið ver klæddum hörnum og einnig eldra fólki, heldur en við eigum að venjast. Einn daginn var okkur íslenzku konunum boðið í hílferð. Fórum við hringinn í kring um vatn, sem leitt hafði verið í dal nokkurn. Var þetta yndislegur dagur, alltaf eitthvað nýtt að sjá. Vorum við 7 í tveim- ur bílum. Hafði frúin, sem þær, frú Guðrún og frú Sigríður voru hjá, annazt undirbúninginn. Borðuðum við og drukkum úti, á fallegum stað. — Þetta kvöld var okkur íslenzku konunum hoðið til frúar, sem hér hafði dvalið á íslandi, í sumarfríi, fyrir 3 eða 4 árum. Bar hún landi og þjóð ágætt orð, eins og raun- ar allir, sem gista ísland. Framh. Fyrsta heiitianferð in í n Með ýmsum hætti birtist úlþráin — þráin til <að fara og skilja sjálfan sig betur en ella. — Þráin til að læra ýmislegt það, sem lífið skýrir að nokkru, ef vel er áhaldið. Eg vonaði mikið, bað um margt, þegar ég var ung. Og ehnþá hefur óskin um eitthvað nýtt ekki skilið við mig, þó að ég þekki ytra horð lífsins, flestar hliðar. — Hulin hönd kemur og seiðir okkur, gefur vonir, eins, þó enginn viti hvenær hún kemur til hjálpar. — Eða er hún ekki alltaf að koma og hjálpa? Hin fyrsta heimanför 15 ára unglings verður alltaf ógleymanleg. Það er sárt að kveð'ja heimafólkið, pabba, mömmu, systkini, alla vinina ungu og gömlu. Að vísu er það dýrmætt nesti að hafa margs að minnast og einhvers að sakna. Utþráin kallaði mig, og ég vildi fá að læra. Helzt vildi ég fara í skóla, en um það var mér neitað. Þá vildi ég reyna að kynnast einhverju nýju, starfa hjá öðrum, þótt ekki væri það af öllum mikils metið. — Móðir mín hað Finnboga Arndal í Hafnarfirði að koma mér í vist, og fékk hann veru- stað handa mér við eldhússtörf hjá Ágúst Flygenring. Ekkert vissi ég hvað. það var, en sjálfsagt var að reyna það, og ég vonaði hið bezta. Get ég þess, að jafnan var heimili Finnboga Arndals mér hinn mesti styrkur og gleðiauki. En í þá daga voru ekki margar frístundir, og nóg hafði ég að læra hjá Flygenring, sem von var. Heppn- in var með mér. Þjónustustúlkan, sem ég átti að taka við störfum af, vann með mér hálfan mánuð. Kl. hálf sex fórum við á fætur og ég reyndi 'að tileinka mér kunnáttu hennar sem mest ég mátti. Fyrst var að hita upp húsið, kveikja eld í vélinni til að sjóða graut, hita kaffi, te og fleira til morgunverðar. Næst var að bursta sjö pör 'af skóm, skó allra drengjanna sex og skó húsbóndans, þvo stóra borðstofu og áfram var haldið til kl. níu á kvöldin. Oft þurfti hröð handtök. Börnin áttu að vera komin í skóla klukkan átta, áttu þau töluvert langt að ganga. Hugsa varð um mat handa 20 manns. Börnin voru 11, kennslukona, foreldrar, 17 ára drengur er dvaldi þar og stundaði nám í Flens- horg, móðir frúarinnar, piltur, er vann við skrifstofu- NÝTT KVENNABLAÐ 9

x

Nýtt kvennablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.