Nýtt kvennablað - 01.12.1961, Blaðsíða 12
störf í verzluninni Endinborg og 3 vinnukonur, að mér
meðtaldri. Nærri má geta, að störf mín voru mörg og
kunnátta mín mjög léleg. En ég reyndi að leggja mig
fram.
Blessuð frú Þórunn Flygenring fylgdi mér með festu
og alúð allan veturinn eftir þörfum. Ég nam allt eins
vel og mér var unnt. Ekki mun ég gleyma, hversu vel
mér var sagt til og hversu lærdómsríkur þessi vetur
var. Fer ég ekki -að fjölyrða hér um matreiðsluna, þvott-
ana og annað það, er ég þurfti að gera. En mig langar
til að minnast nánar á þetta heimili, sem er mér svo
minnisstætt og kenndi mér margþætt verklegt nám,
háttprýði, þrautsegju og þolinmæði.
Börnin 11 voru dásamleg og minn mesti fengur var
að vera í sambandi við þau. Voru þau alltaf hlý og
tillitssöm. Elzta barnið var jafn gamalt mér, 15 ára,
hið yngsta tæpra þriggja ára. Er ég mæti þessum börn-
um fyllist ég enn innilegri gleði og þökk fyrir ótal sam-
verustundir, þótt 52 ár séu liðin. Þá gerðust ýms ævin-
týri hjá þeim, bæði hinum eldri og hinum yngri, ævin-
týri, sem fá mig enn til að brosa og blessa minningu
þeirra. Þeirra fjögurra, sem hafa kvatt og hinna 7,
sem eru á lífi og ég hlakka alltaf til að hitta. Ekki hef
ég heldur neitt á móti því >að hitta Ján Pálsson, dýra-
lækni á Selfossi, sem var 17 ára pilturinn, er gekk í
Flensborgarskólann, eða að hitta kennslukonuna, Ingi-
björgu ísaksdóttur, síðar kona sr. Jóhanns Briem á Mel-
stað í V.-Hún., sem árum saman hefur sýnt mér kær-
komna gestrisni og vináttu í hvívetna. Þjónustustúlk-
urnar, Lea og Guðríður voru mér alltaf prýðilega
góðar.
Húsbændurnir, Ágúst Flygenring og frú Þórunn
kona hans eru líka rík í huga mínum fyrir margþættar
móttökur og skilning, sem ég naut jafnan er ég dvaldist
síðar á heimili þeirra sem gestur, stundum langan tíma.
Get ég ekki stillt mig um að segja hér frá nokkrum
atvikum til að lýsa þeim hjónum. Gestrisni þeirra var
frábær og ekki var hinum fátækari gleymt.
Jón sííulli og Stjáni blái eru mér minnisstæðir fugl-
ar, sem fengu alltaf mat er þeir komu. Jón bar oft
vatn sunnan úr læk og hló endalaust, er hann var
kenndur. Stjáni blái hafði oft hátt, eitt sinn svo, að
Ágúst Flygenring kom fram, af skrifstofu sinni, og vildi
fá hann út, en frú Þórunn tók undir handlegg manns
síns, leiddi hann að næstu stofudyrum og sagði: „Láttu
okkur hér um karlinn, vinur minn. Þér ferst allt annað
miklu betur“. „Jæja, góða mín“, svaraði Ágúst og fór.
Karl nokkur sunnan úr Hraunum kom mánaðarlega
með egg og smjör, er hann var að selja. Fyrir jólin
keypti Ágúst Flygenring af honum eins og endranær.
— En í þetta sinn fór Ágúst með hann út í verzlun
keypti á hann ný jakkaföt og ýmislegt handa börnum
10
hans og konu. Karlinn var að vonum hrærður af gleði
og þakklæti. Agúst var sérlega nærgætinn og ör-
lyndur, og gæti ég skrifað um það langt mál.
Þegar ég fór utan 1918, mætti ég Ágúst inni í Reykja-
vík. Hann var þá alþingismaður. Eg heilsaði honum, og
spurði Ágúst hvert ég væri að fara. „Til Hafnar", sagði
ég. „Árný mín, komdu þá greyið mitt á skrifstofu mína
á morgun kl. 11. Það er betra að hafa meðmæli með
sér í útlöndum“. Ég tók þessu með þökkum og kom í
skrifstofu hans næsta dag. Þá las Ágúst upp prýðileg
meðmæli handa mér og lét seðil í umslagið. Ég kvaddi
og þakkaði innilega. Þegar ég kom út á ganginn, leit
ég á seðilinn og voru það þá 100 krónur. Þótti mér það
ótrúlega mikið, fór inn aftur, tók upp seðilinn og sagði:
„Ágúst, þetta eru 100 krónur. Átti það ekki að vera
10 krónur?“ Ágúst svaraði: „Hvað er þetta, Árný mín,
heldurðu ekki, að ég kunni að lesa á peninga?“ og
hló við. — Þetta kom sér meira en vel. Er ég var búin
að greiða farið til Hafnar og fæði, átti ég 8 kr. eftir
af þeim peningum, er ég fór með að heiman. I Höfn
hitti ég gamlan mann, sem hafði verið með Ágúst
Flygenring á sjómannaskóla í Noregi, sagði hann mér
meðal annars, að þeir skólabræður hans hefðu alltaf
kallað hann „íslenzkt fyrirtak.“
Það getur engan undrað, þó að ég minnist með þakk-
læti og hlýhug fyrsta verustaðar míns, eftir að ég fór að
heiman. Þar var festa í öllum heimilisbrag og annir
miklar við allt, sem þurfti að gera.
Margir telja það litla menntun >að læra heimilisstörf,
en fátt eða ekkert er jafn nauðsynlegt. Leiðin til ham-
ingju liggur alltaf gegnum störf og erfiðleika. Þess
vegna verður hver og einn, er vill verða nýtur maður að
fórna gleðistundum til þess >að nálgast verðmætin. Allir
menn þurfa að skilja þetta, ef þeir vilja ekki glata líf-
inu með tómlæti og iðjuleysi. Hver og einn þarf að
vera strangur við sjálfan sig. Ekkert hefst nema með
kappi hugans og átökum góðs vilja. Lífið verður lítil-
fjörlegt án átaka, starfs, þolinmæði, einlægrar alúðar
við störfin, og ef við viljum verða öðrum til góðs, verð-
um við að starfa í bæn.
Indverska skáldið Tagore segir: „Aðeins með full-
komnu lítillæti, fáum við nálgast hið mikla.
Að Hverabökkum í Ölfusi í nóv. 1961.
Árný Filippusdóttir.
NÝTT KVENNABLAÐ