Nýtt kvennablað - 01.01.1962, Blaðsíða 3

Nýtt kvennablað - 01.01.1962, Blaðsíða 3
NÝTT KVENNABLAD 1. tbl. janúar 1962. 23. árgangur. áraniót Gamla árið er gengið sér til húðar, en komið nýtt ár. Þetta gamla ár er ekki það fyrsta, er við höfum séð á bak, mörg ár höfum við verið á ferli og tekið þátt í ýmsum vanda: Kreppulánasjóði, eignakönnun, skömmtunarseðlum, húsaleigulögum, niðurgreiðslu- og uppbótakerfi, gengisfellingum, happdrættafargani o. s. frv. Nýárið hefur ef til vill eitthvert vandamál í fór- um sínum, en við höfum leyfi til að vona það bezta af því óþekkta. „lífs það væri vesæl nefna vonarlaus að þreyja kona,“ Við stuðlum að því, hver í sínu lagi að björtustu vonirnar rætist hverju sinni. Síðastliðið ár var konum ekki með öllu óhagstætt. Á árinu voru hafnar orlofsferðir og orlofsdvalir kvenna, þær fyrstu eftir að orlofslögin gengu í gildi, einnig nýr kauptaxti kvenna ákveðinn — okkur í vil. I Reykjavík var fullgerð vöggustofa, og dagheimili fyrir börn fjölguðu, svo konur geta geymt börn sín í góðra manna höndum meðan þær vinna utan heim- ilis. Það fer í vöxt, að ungar konur noti sér þessi hlunnindi, sem barnaheimilin veita, svo þær geti sinnt vinnu og aflað tekna. Það á þó langt í land að eftir- spurninni sé fullnægt. Fjöldi er á biðlista. Fjöldi rnæðra æskir enn eftir að koma börnum sínum á barnaheimili, bæði til þess að geta unnið utan heimilis, og líka þær sem eiga mörg börn, til þess að geta unnið í friði við sín heimilisstörf. Gæzluvellirnir hafa hjálpað mörgum mæðrum hér í Reykjavík, meðan þeir eru opnir. Þar eru börnin á öruggum stað vissan tíma á dag, án nokkurs endur- gjalds. Vonumst við til, að þeir fjölgi í miklum mæli svo hvergi verði þeir lengra frá en svo að liægt sé að sækja þá. Konurnar sem vinna heima, þurfa líka hjálp með börnin sín, þó að það sé skemmri tíma á dag. Þetta eru hlunnindi, sem sveitakonur hafa lítið af að segja, en í sveitinni er störfum öðruvísi háttað. Karl- menn vinna heima við og hörn geta oft að einhverju leyti fylgt þeim eftir. Þar sem húsbóndinn er að heiman að vetrinum hlýtur að mæða mikið á kon- unni — þess vegna leitar hún þá líka meir og meir í kaupstaðina og fjölbýlið, en þó hún flytji í kaup- stað munu erfiðleikar reynast nægir. Sveitakona skrif- aði Nýju kvennablaði: „Blessaðar haldið þið áfram að berjast gegn bjór og víni, sjoppum og siðspillandi kvikmyndum. Það virðist alls ekki ótímabært að ýta skarpt við þeim sem ættu helzt að láta J)au mál til sín taka, og valdið hafa til að draga úr þeirri óheilla starfsemi. Gaman væri að vita hver — eða hvort nokkur á að hafa eftirlit með innflutningi kvikmynda. Mér og ýmsum fleiri fáfróðum, virðist að ýmislegt gagnlegra mætti gera fyrir gjaldeyri þann, sem greiddur er fyrir þær, margar hverjar, því sjálfsagt kosta þær eitthvað? .... Mér bliiskrar að heyra og sjá börn frænda og vina hrasa eða falla í snörur þær, sem mér finnst viljandi egndar fyrir J)au. — Já, máske mín eigin börn, nú þegar kaupstaðirnir fara ef til vill að taka við þeim. Og þó að ég treysti því, að Guð leiði öll sín börn til sín að lokum, þá held ég, að lífið sjálft leggi til næga reynslu hverjum og einum, þótt við séum ekki að vinna markvisst að því að auka á sorg og synd þeirra, sem okkur þó Jrykir allra vænzt um, æsku- fólksins.“ Þannig lítur hún á málavöxtu, og þannig hugsar mörg konan. Kiljan lætur Snæfríði íslandssól segja við Arnæus, inni í bæ Jóns Hreggviðssonar: „Vinur, hví dregurðu mig inn í })etta skelfilega hús?“ Hennar orð viljum við laka okkur í munn í garð skemmtistaðanna, sem hafa vínsöluleyfi. Skemmtistaðanna, þar sem vínið er veitt fram á nætur. Þangað er farið meðal annars NÝTT KVENNABLAÐ 1

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.