Nýtt kvennablað - 01.01.1962, Side 13

Nýtt kvennablað - 01.01.1962, Side 13
ekki úttað mig ennþá, sagði hann. Hún stóð yfir honum, eins °g áðnr, meðan hann var að borða. Hún talaði um mjólkina. Hún var allt of mikil handa honum einum. Auðvitað yrði hún bað. Hann yrði að hiðja Auðbjörgu að setja hana og strokka, annars súrnaði hún. Það hafði verið vitleysa að selja kálfinn. Hann hefði getað drukkið hana. En Sveinbjörn vildi það. Já, Ja, auðvitað yrði að hafa það svoleiðis. Húti ætlaði að segja Auðbjörgu, hvernig hún ætti að hafa það. Þegar hann hafði lokið máltíðinni, lét hann diskinn ofan í kistuna, læsti henni og stakk lyklinum i vasa sinn, rölti svo til haðstofu til að hvíla sig, eins og hann var vanur. Amma gamla sat á rúminu sínu i frambaðstofunni og söng með titr- andi gamalmennis raust: „Nú er eg komin í nýja hæinn, ný er orðin síðan um daginn — haðstofan“. — „Hvernig heldurðu að þú kunnir við þig í nýju baðstofunni?" spurði Markús. Hann þekkti gömlu konuna vcl. Ifún var á sífelldu rölti um sveitina allt sumarið og kom á hvern hæ. „Eg hýst við, að eg kunni sæmilega við mig, meðan eitthvað er til í magann, en hegar það fer að verða lítið, dofnar hljóðið í rnanni", svaraði kún. Fór svo að syngja aftur: Nú er eg komin í nvja bæinn, >'V er orðin siðan um daginn — haðstofan. Hann hallaði sér »taf i rúmið sitt, sem hafði þó verið sléttað svo vel undir abreiðunni. Auðbjörg handlék sessuna góðu og brosir: „Hver a nú svo sem betta djásn?“ spyr hún. Markúsi finnst sessan alltof dvrmæt fyrir hennar krunrlur að bukla á. Hann gat vel xnyndnð sér að taðið væri orðið fast á þeim, svo hlakkar voru bær. ,.Eg á lrana", sagði hann. „Hvað ætlar þú að gera með að eiga hana?“ spurði hún l'læiandi. „Eg ætla að eiga hana til minningar um Gyðu. Hún hefur saumað þessar fallegu rósir.“ „En hver á maskínuna?“ spurði Sigurlaug. „Auðbiörgu nrína langar til að kaupá Irana, en þorði ekki að hjóða i hana lengur en þar til konrnar voru 20 krónur. Svona er að vera kauplevsingi, frændi.“ „Hún varð að fá pott verð fyrir liana. Ég reyni að selja hana.“ Auðlíjörp; spnrði, hvort hann ætlaði að selja hana dýrt. ,,Svona fjörutíu krónur, ekki minna. “ „Ég ræð nú ekki við svo mikið“, sagði Auðhjörg og fann sárt til fátæktar sinnar. „Þú verður ráðskona hjá honum þangað til þú ert húin að vinna fyrir henni“, sagði Sigurlaug glettnislega. Þá var Kata litla alveg hissa. „Gat hún ekki borgað einar fjörutiu krónur. En sá bjálfi!" „Svona var fólkið fátækt þá, góða min,“ sagði gamla konan. ..Jæja, ég veit hvernig þetta fer. Hann gefur henni saumavélina“, sagði Kata. „Ónei, ekki gerði hann það nú“, sagði Anna gamla. „Hann var ekki gerður af gjöfum mað- urinn sá.“ Auðhiörg spurði liann, hvort linnn ætti ekki eftir að stinga út í fleiri húsum. „Jú, það var tað i fleiri húsurn, en faðir þinn stingur vist út úr þeim, hýst ég við,“ sagði hann ltálf sofandi. Hún talaði eitthvað meira. en hann var 'ist sofnaður, að minnsta kosti anzaði hann engu. Næsta morgun var Markús kominn á fætur, þegar fjöl- skyldan vaknaði. „Skárri var það fótaferðin“, tautaði Sigur- laug. „Hann getur ekki sofið fyrir ágirndinni“, tautaði mað- »r hennar. „Hann verður líklega búinn með þessa hálfu kró, þegar við komum út.“ Hún gengur suður fyrir bæinn Og horfir til fjárhúsanna. Ekki er hundurinn sjáanlegur. Markús kom ekki heim fyrr enn um hádegi. Sigurlaug T í Z K A N 19 6 2 gengur á móti honum suður að vallargarði og segir hon- um það í fréttum, að Auðhjörg sé búin að stinga út úr krónni, það, sent hann liafi átt eftir i gær. Hún sé nú engin veimiltita, stúlkan sú. Hann horfir hissa á hana. „Hvað á þetta eiginlega að þýða? Hvers vegna lætur stúlk- an svona?“ spurði hann. „Hún sér, að þú hefur nóg að gera og dýrmætt er að koma taðinu í þurrkinn", sagði Sigur- laug. „En ég ætlaði að stinga út seinnipartinn. Þetta er ekki kvenmannsverk.“ Það var ekki minnsta aðdáun í rödd hans, heldur bláköld alvara. „Ég var búin að hugsa mér, að þú yrðir ekki aleinn við hvert verk, frændi, þegar við værum komin í samhýlið", sagði hún. Þau fylgdust að heim á hlaðið. Hann fór inti í húrið til að ná sér í matarbita. Þar sat Auðbjörg á nýrri búrkistu, sem tilheyrði húi foreldra hennar. Hún leit út eins og hún væri dregin upp úr flotpotti. Hann glotti yfir útliti hennar. Hún hló líka og hjóst við, að hann væri að brosa að dugnaði hennar. „Þú vinnur bara karlmannsverk, heyri ég sagt“, sagði hann. Hann kunni ekki við sig þarna beint á móti kven- manninum, tók því diskinn og fór með hann inn í bað- stofu. Sigurlaug elti hann. Henni hefði nú ekki þótt mikið þó að hann hefði sagt fáein þakkarorð fyrir það, sem húið var að vinna fyrir hann þennan morguninn, og svo að kljúfa NÝTT KVENNABLAÐ 11

x

Nýtt kvennablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.