Alþýðublaðið - 01.11.1919, Blaðsíða 2
2
arsonar. Eg fann Pétur þennan
eitt sinn, og hann lofaöi úrlausn,
en gerði ekkert. Eg fann Pétur
aftur. Hann lofaði úrlausn, en
gerði ekkert. Þá kærði eg enn á
ný til borgarstjóra. Hann vísaði
mér Til Péturs Ingimundarsonar(I)
Eg gæti nú máske haldið á mér
hita, með því að hlaupa látiaust
milli þessara herra í allan vetur.
En það hitar ekki heimilisfólki
mínu, og atvinna min þolir það
ekki.
Eg hefi minst á þetta mál við
fjölda marga húseigendur. En þeir
geta engin ráð lagt. Þeir hafa
allir sömu sögu að segja: Ekki
hreinsað í sex mánuði, ekki hreins-
að síðan í fyrra sumar, ekki
hreinsað í þrjú missiri; engum
kærum sint.
Nú vil eg biðja Alþbl. að skila
kveðju minni til borgarstjóra, og
þar með, að eg biðji hann að
setja Pétur þennan frá embætti
þegar í stað, og fá til annan nýt-
ari mann. En treystist borgar-
stjóri ekki til þess, skora eg á
bæjarstjórnina að afnema sótara-
gjald af húsum.
Það er engin spá, heldur vissa,
að ef þessi óhæfilegi trassaskapur
með hreinsun reykháfa verður
látinn viðgangast áfram, líður
ekki á löngu þar til kviknar í
borginni og Reykjavík brennur til
ösku.
Húseigandi.
Þetta og hitt.
Skipastóll Englendinga. í júlí
áttu Englendingar samtals 4151
gufuskip yfir 500 smálestir að
stærð. Um það bil 3/4 hlutar af
þessum flota voru skip yflr 1600
smál. br.
Flngvélar til söln. Bretar
hafa á stríðsárunum búið til 10
þús. flugvélar, sem að þeir (eða
ríkið) ætla að selja nú. Vélarnar
hafa kostað 20 þús. kr. hver, en
verða seldar fyrir hálfvírði, þær
sem eru nýjar eða sem nýjar, en
aðrar verða ekki seldar.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
St. jeanue i’^rc.’1
Eftir Marlc Iwain í Harpers
Magazin. Lausl. þýtt.
Rannsóknii2) í máli Jeanne d’Arc
bregða björtu ijósi yfir hinn fagra
og einkennilega æfiferil hennar.
Æflsaga hennar er ein i sinni röð
að því ieyti, að hún er eiðfest.
Við lestur þeirrar æflsögu, sem er
einkar skýr, komumst við að raun
um að þar erum við að skygnast
inn í líf, sem er svo sérkennilegt
og fágætt, að ekkert ímyndunarafl
er fært um að skapa slíkt. Hún
gaf sig ekki að opinberum málum
nema um tveggja ára skeið, en
hvílík sigurför! Hún heflr gert sig
maklega lotningarfullrar rannsókn-
ar, ástar og aðdáunar. En aldrei
verður hún skilin til fulls.
Þegar Jeanne d’Arc var 16 ára
benti ekkert til þess, sem siðar
skeði. Hún átti heima í litlu sveita-
þorpi við landamæri menningarinn
ar. Hún hafði aldrei farið neitt,
ekkert séð. Hún þekti ekki nema
fáfróða bændur. Varla hafði hún
séð óbreyttan hermann í svip.
Aldrei stigið á hestbak og aldrei
tekið vopn í hönd sér. Hún kunni
hvorki að lesa né skrifa, en hún
kunni að spinna og vefa. Hún
kunni kverið sitt og bænirnar sín
ar og æflntýralegar helgisögur.
Það var alt og sumt. Hún þekti
ekki lögfræði, sannanir, vitnaleiðsl-
ur, dómstóla, störf lögfræðinga eða
lagalegan flutning mála. Samt
mætti hún fyrir rétti í Toul til
1) Á árunum 1338—1453 áttu Eng-
lendingar og Frakkar í stríði. Hefir það
verið nefnt „Hundrað ára stríðið“ af
því að það stóð nær óslitið um hund-
rað ár og veitti ýmsum betur. Um eitt
skeið fóru Erakkar mjög svo halloka.
Englendingar höfðu náð Rheims á sitt
vald, og Karl (VII) Frakkakonungur
varð ekki krjndur. Þessi kona, Jeanne
d’Aro (frb. Sjann Dark) „Mærin frá
Orleans11 kemur þá fram og bjargar
Frakklandi á fáum mánuðum úr klóm
Englendinga og iætur krýna konung-
inn. Að síðustu ná þó Englendingar
henni á vald sitt og láta brenna hana
fyrir galdra. (Þjð.)
2) Skýrslur í Máli Jeanne d'Arc eru
þær merkilegustu, sem til eru á nokkru
máli. En fáir hafa lesið þær. Fyrir þrem
öldum voru þær ókunnar í Frakklandi,
og Shakespeare þekti ekki þá sönnu
sögu. Fyrir fjórum öldum þektist hún
sem kynjasaga. Síðan hefir hún verið
grafin upp og þýdd á nútíma frönsku.
M. T.
að hrekja falskan áburð í hjúskap-
armálum. Hún flutti ein mál sitt
fram til sigurs. Hún leiddi eDgin
vitni en neytti aðeins hins áhrifa-
mikla vitnisburðar síns. Dómarinn
undraðist, lét málið falla niður og
kallaði Jeanne „undrabarnið".
Hún fór á fund gamals hermanns
sem fór með völd í Vauconleurs
og bað um liðsveit. Hún sagðist
vera seDd af guði til að vinna þjóð
sína konungi sínum til handa og
krýna hann. Stjórnandinn sagði:
„Hvað er þetta? Þú? Þú sem ert
krakki!“ Og hann ráðlagði mönn-
um að fara með hana aftur heim
til sín og ávíta hana. En hún
sagðist hljóta að hlýða guði og
hún mundi koma aftur hvað eftir
annað þangað til henni væri feng-
in liðsveitin. Það Lvar og orð að
sönnu. Þegar hann var búinn að
neita í þrjá mánuði lét hann að
lokum undan og fékk henni lið-
sveitina, leysti af sór sverð sitt
og gaf henni það með þessum
orðum: „Farðu — verði það sem
verða vill.“ Hún tók sér þá langa
og hættulega ferð á hendur, á
fund konungsins, í gegnum lönd
óvinanna. Þá var henni stefnt
fyrir háskólann í Poithérs til að
færa sönnur á, að hún væri send
af guði en ekki af djöflinum. Hvern
dag samfleytt í þrjár vikur sat
hún frammi fyrir þessu vitra ráði
óhrædd og svaraði öllum hinum
djúpvitru spurningum þess. Aftur
vann hún málið og undrun og að-
dáun þassa virðulega ráðs.
** (Frh.)
Símskeyti.
Kaupmannahöfn 30. okt.
Uppreisn í írlandi?
Daily Express segir að Sinn
Feiners hafl 80 þúsundir af vel
æíðu og útbúnu herliði, sem séu
tilbúnar að ráða þá og þegar á
enska setuliðið í írlandi.
Órói í Egyptalandi.
Reuters fréttastofa tilkynnir, að
herlið hafl hvað eftir annað orðið
að skakka leikinn í óeirðum gegn
Englendingum í Kairó.