Alþýðublaðið - 01.11.1919, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.11.1919, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið Gefið ilt af .AJþýduílotdkiium. 1919 Laugardaginn 1. nóvember 4. tölubl. Siðusiu þing. i — ni. En alþýðu manna skiftir það talsvert miklu máli, hvernig tekj- unum er náð, hverjir helzt eru látnir greiða þær, hvort það eru aðallega þeir, sem ekkert mega rnissa frá brýnustu lífsnauðsynj- urn, eða þeir, sem betur mega við t>ví. Eba þá, hvort menn, sem fram- teiSslu hafa á hendi, verða að gjalda af hverri ögn, sem framleidd 6r, jafnt hvort þeir græða eða taPa, eða menn gjalda aðeins af STóða sínum. Því er rétt, til yfir- "ts, að rifja upp nokkur af þeim ráðum, sem síðustu þing hafa beitt *il þess að auka tekjurnar. *• Tollur af aðfluttum vörum var hækkaður 1917 og aftur 1919. 2- Utflutningsgjald var hækkað mikið 1919, einkum af sjávar- afurðum, og þeim sumum gíf- urlega, t. d. síld úr 75 a. af tunnu upp í 3.00 kr. Um leið var lagt ofurlítið gjald á út- fluttar landbúnaðarafurðir. 3- Vömtóllur<mc tvöfáldaður 1918 °S síðan aftur hækkaður um helming 1919, svo að mi er pessi vitlausi og ósanngjarni tollur þrefaldur við það, sem hann íyrst var- Hann var fyrst settur 1912 .til bráðabirgða, til Pess að bæta upp missi vín- fangatollsins, þegar aðflutnings gjaldið komst á, þangað til önnur tekjuráð yrðu fundin. En ráðin hefir þingið ekki fund- enn, heldur hefir það fram- lengt tollinn ár frá ári, og hækkað hann gífurlega. 4- Vitagjald var hækkað 1917 og aftur 1919 og skipagjöld voru hækkuð mikið 1919. 5- StimpilgjaM var sett á 1918. Það er að sumu leyti réttlátt gjald, þar sem það legat á óeðlilegan gróða í kaupum og sölum - „brask''-gróða - en allmikill hluti þess er grímu- Ö»tt útflutningsgjald, þar sem tekið er l°/0 gjald af verði allr- ar útfluttrar vöru. 6. Húsaskattur var tvöfaldaður 1919. 7. Dýrtíðar- og gróðaskattur var settur 1918. Réttlátur skattur og sjálfsagður eins og áður er sagt, en kom alt of seint. 8. Tékjuskattur var hækkaður nokkuð 1917, en sá galli var á, að hækkunin kom fyrst til að hafa áhrif 1919 (af árinu 1917), svo að .mikið af stór- gróða stríðsáranna slapp undan. Það er sama um það að segja og dýrtíðarskattinn, kom alt of seint. (Prh.) Yerkalýðshreyfingin á Akureyri. ------ (Frh.). Enda þótt Verkamannafélag Ak- ureyrar hafi lengi átt erfitt upp- dráttar, þá er samt svo komið nú, að ekkert verkamannafélag á landinu mun hlutfallslegafjölmenn- ara en það. Að alþýðan hefir enn þá ekki náð fullkomlega meiri hluta í stjórn bæjarmála, er vafa- laust eingöngu því að kenna, að ýmsir iðnaðarmenn í bænum hafa litið niður á verkamennina, fund- ist þeir hafnir yfir þá. En nú er þetta, sem betur fer, að breytast, og enginn vafi er á því, að al- þýðan nær fullkomnum meiri hluta í bæjarstjórn mjög bráðlega. Þó verkamannafulltrúarnir á Akureyri hafi verið f minni hluta, hafa þeir samt sem áður gert verkamönnum í b'ænum og bæjar- félaginu í heild stórmikið gagn. Þeir hafa ekki að eins komið í framkvæmd ýmsum áhugamálum verkamanna, heldur hafa þeir og komið í veg fyrir ýms axarsköft hins flokksins. Ýms verk hefir félagið haft með höndum, svo sem uppfyllingu, er það tók að sér að gera með sam- ningavinnu fyrir bæinn. Móupp- tekt hefir það rekið 3 eða 4 und- anfarið ár, sem veitt hefir mörg- um atvinnu og haldið niðri verði á mó til eldsneytis, og loks hefir fyrir tilstilli alþýðuhreyfingarinnar ver^ð stofnað Kaupfélag verka- manna. Upphaflega var það pönt- unarfélag, og má til marks um nytsemd þess geta eins dæmis, þess, að á einni pöntun græddi verkalýðurinn á Akureyri beinlínis á verðmismun 13 þúsund krónar. Síðastliðið vor keypti félagið hús, og því var breytt í kaupfélag. Frá stofnun þess hefir umsetning- in farið dagvaxandi, og nú má heita, að verkamenn í bænum og grendinni og þurrabúðarfólk út með sjónum hafi aðallega verzlun sína við það. Skuldaverzlun er engin í kaupfélaginu, og má ef- laust telja það stóran kost. Þá hefir verkamannafélagið stuðlað að stofnun garðræktarfélags meðal verkamanna, sem vonandi blessast þegar félagsmönnum hefir enn betur skilist það, að margar hend- úr vinna létt verk. (Frh.). Reykjavík brennur. Fyrst allir aðrir þegja, verð ég að taka mér penna í hönd, þó ekki sé eg talinn með þeim skrift- lærðu. Svo er mál með vexti, að nú er farið að frjósa, og mér finst full þörf á að fara að nota eld- færin í húskofanum mínum. En þess er mér varnað, því reykháf- urinn er svo fullur af sóti, að ekki er viðlit að kveikja upp eld. Hann var orðinn ófær um miðjan vetur í fyrra. Og svona hefir hannverið í alt sumar. Eg talaSi um þetta við sótara í sumar. Undirtektir hjá honum voru litlar, og fram kvæmdin engin. Þá kærði eg mál- ið fyrir borgarstjóra. Hann vísaði mér til Péturs nokkurs Ingimund-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.