Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.09.2009, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2009 Fréttir 7 FRÉTTASKÝRING Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is NOKKRIR smærri kröfuhafar Baugs Group sem eiga í dag kröfur á þrotabú félagsins eru ósáttir við ráð- stöfun kaupverðs vegna sölunnar á Högum til 1998 ehf. en þeir telja að þar með hafi öðrum kröfuhöfum eins og Kaupþingi verið ívilnað með óeðlilegum hætti. Sem kunnugt er hefur þrotabú Baugs krafist fébóta frá Nýja Kaup- þingi og nokkrum hluthöfum Baugs Group vegna sölunnar á Högum í júlí 2008, en helmingur söluandvirð- isins fór í að kaupa hlutabréf í Baugi af hluthöfum og var söluandvirðið síðan nýtt til að greiða ógjaldfallnar skuldir hluthafanna við Kaupþing. Gengið freklega á rétt Fulltrúi eins kröfuhafa orðaði það þannig að svo virtist sem gengið hefði verið „freklega á rétt“ smærri kröfuhafa og svo virtist sem staða Baugs Group hafi verið orðin mun verri en kröfuhafar félagsins voru látnir trúa. Baugur Group hafi tekið ný lán eftir söluna á Högum, fyrir- tækið hafi verið að semja um skulda- bréf og lengja í lánum á sama tíma á salan átti sér stað. Hraustleiki skiptastjóra Íslenskir lífeyrissjóðir gera samtals kröfur upp á 4,4 milljarða króna í þrotabú Baugs. „Þessi gjörningur kom okkur mjög á óvart á sínum tíma og við vorum ekki sátt við hann um leið og hann var kynntur. Þetta var algjör forsendubreyting,“ segir Gunnar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyris- sjóðsins, um söluna á Högum, en sjóðurinn gerir kröfu upp á 1,5 millj- arða króna í þrotabú Baugs. Hann segist fagna því að skiptastjórar þrotabúsins séu að láta reyna á rift- un vegna sölunnar á Högum. Skiptastjórar þrotabúsins eru tveir, þau Anna Kristín Traustadótt- ir og Erlendur Gíslason. „Við erum ánægðir með að skiptastjórarnir séu að láta reyna á hvort forsendur séu til riftunar. Hvort eðlilega hafi verið staðið að málum er erfitt að átta sig á. Ef það leikur vafi á réttmæti ein- hverra aðgerða þá er eðlilegt að látið sé á slíkt reyna. Mér finnst það hraustleikamerki hjá skiptastjór- unum,“ segir Jón Þórisson, forstjóri VBS fjárfestingarbanka, en bankinn gerir kröfu í þrotabú Baugs upp á rúmlega 1,1 milljarð króna á grund- velli lánasamnings. Byr með 3,8 milljarða kröfu Margir aðrir kröfuhafar meðal smærri fjármálafyrirtækja gerar einnig háar kröfur í þrotabúið. Þar má nefna Byr sparisjóð sem gerir kröfu upp á rúmlega 3,8 milljarða króna sem er almenn krafa, rétt eins og hjá mörgum smærri kröfuhöfum. Gengið á rétt kröfuhafa Baugs  Smærri kröfuhafar Baugs óánægðir með ráðstöfun söluandvirðis Haga og telja brotið á rétti sínum  Salan sjálf kom mjög á óvart og var „algjör forsendubreyting“ segir framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs JÓN Ásgeir Jóhannesson segir í yfirlýsingu að salan á Högum og ráð- stöfun söluverðsins hafi verið gerð að frumkvæði Kaupþings banka sem á þeim tíma hafi verið aðalkröfuhafi Baugs. Tilgangurinn hafi verið að lækka skuldir Baugs og hluthafa Baugs hjá Kaupþingi. Hann segir jafn- framt að Baugur hafi verið vel gjaldfært félag sumarið 2008 þegar Hagar voru seldir. Salan á Högum hafi verið ákveðin á hluthafafundi Baugs Gro- up með samþykki allra hluthafa og auk þess hafi allir stærstu lán- ardrottnar félagsins vitað af og/eða samþykkt samning vegna sölunnar. Svo virðist sem smærri kröfuhafar eins og lífeyrissjóðir hafi ekki haft vitneskju um söluna á Högum fyrirfram. Segir að Baugur hafi verið gjaldfær Stórir lánardrottnar Baugs vissu af og eða samþykktu söluna á Högum sumarið 2008, en svo virðist sem smærri kröfuhafar fé- lagsins hafi enga vitneskju haft. Segja þeir farir sínar ekki sléttar. )*($ )$ *$ $ $)$'"$%'!$- .* 0$' '"$*%'!%+*'(0$'  $'($'(1 # *.+'( '2-$ $ 3($#4!!' 5 *.+ )$ )$ '# 6$'", !$) )++,%* *7 '""-.($ )$ 4$%6$'",/..,!$)$'"$1$ ' 1$$!)++,%* -.($ )$ 4 *($ )$ *$ $*  0$' '"!! !$) )$&) +*' ).($ )$ *$ $!6$'", 0  (1  2 $ $3(& $   "$ 4 !5   "  " 4 )++,%* Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „Ég tók mér góðan tíma til að hugsa mig um og var upphaflega ekki alveg viss um hvort ég væri til í þetta. En svo tekur maður ákvörðun og horfir ekki til baka,“ segir Þórarinn Gunn- ar Pétursson sem er nýtekinn við starfi aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands. „Hér er mikið vinnuálag og unnið alla daga, öll kvöld og oft langt fram á nætur og það endurspeglar núverandi aðstæður.“ Hann segist ánægður með að halda áfram starfi innan Seðlabank- ans. „Hér er öflugt fólk. Það hefur tekist að byggja upp gríðarlega öfl- uga hagfræðideild sem er mikill heiður og spennandi að fá að stýra.“ Hann segir almennt mikla nafla- skoðun framundan í peninga- hagfræði og seðlabankafræðum. „Það er margt sem þarf að takast á við upp á nýtt, ég held að það sé heiðarlegt að viðurkenna það,“ segir Þórarinn. „Menn skoða nú hug sinn á þessu sviði um allan heim og það er fyrst og fremst í umræðunni að seðlabankar þurfi fleiri tæki til að stýra málum. Stýrivextir duga ekki einir til að tryggja peningalegan og fjármálalegan stöðugleika, það þarf fleiri tæki til þess. Þá er helst rætt um varúðarreglur varðandi fjár- málakerfið sem seðlabankar þurfi að fá í sínar hendur,“ segir Þórarinn. „Öll svona áföll kalla á róttæka end- urskoðun, það hefur gert það áður og mun gera aftur núna.“ Þórarinn hefur verið iðinn við fræðastörf og stýrði m.a. rann- sóknadeild Seðlabankans um árabil. Hann segir minna verða um fræða- störf nú þar sem starf aðalhagfræð- ings sé tímafrekt. „Svo hef ég kennt lengi í háskóla en ég mun láta af því líka,“ segir Þórarinn. Morgunblaðið/Valdís Thor Aðal Þórarinn G. Pétursson segir naflaskoðun framundan. Áföll kalla á endurskoðun Starfsferill | Þórarinn G. Pétursson Menntun 1998 Doktorspróf frá Háskólanum í Árósum 1992 MA frá Háskólanum í Essex, Englandi 1991 Cand. oecon. frá Háskóla Ís- lands Starfsferill Seðlabankinn: September 2009 Aðalhagfræðing- ur og frkvstj. hagfræðisviðs Mars 2009 Sæti í peningastefnu- nefnd Seðlabankans 2004-2009 Staðgengill aðalhag- fræðings 2002-2004 Forstöðumaður rann- sóknar- og spádeildar hagfræði- sviðs 1999-2002 Deildarstjóri hagrann- sókna við hagfræðisvið 1994-1999 Almennur sérfræðingur á hagfræðisviði Kennslustörf Háskólinn í Reykjavík 2006-2009 Dósent 1999-2006 Lektor Háskóli Íslands 1995-1999 Aðjúnkt 1992-1994 Stundakennari Annað Hefur gefið út fræðigreinar í fjölda erlendra sem innlendra bóka, tímarita og rannsóknarrita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.