Morgunblaðið - 26.09.2009, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 26.09.2009, Qupperneq 3
sem ég tók ákvörðun um að gera.“ Held öllu opnu eftir áramótin Guðmundur er 27 ára gamall og hann hefur sigrað í einliðaleik karla á Íslandsmótinu frá því hann var 11 ára. Hann er því í sérflokki á Ís- landi en hann hefur ekki gefið at- vinnumennskuna upp á bátinn. „Ég held öllu opnu. Það er ekkert leyndarmál að efnahagslægðin hef- ur mikil áhrif á borðtennisliðin út um alla Evrópu. Þau hafa úr minni fjármunum að spila og það eru því færri möguleikar í boði. Ég veit ekki hvort ég verð áfram „varamað- ur“ hjá Eslöv eftir áramót. Það eru mörg lið sem gætu þurft á leik- mönnum að halda. Við höldum því opnu,“ sagði Guðmundur Steph- ensen. r m“ Morgunblaðið/Golli Heima Guðmundur Stephensen er hættur í atvinnumennskunni í bili en heldur öllu opnu. stundar nám í ð áramótum a landsliðsins sem fram fer d leikur í riðli m Linz. Tveir en einn i riðlakeppn- Vínarborg. r við Serba klukkan og Danir. óspillra mál- r landsliði nar, fyrrver- við Aust- ð frændur okkar Dani og hefst hann klukkan 19.15. Milliriðlakeppnin stendur síðan yfir frá 24. til 28. janúar. Enginn íslenskur dómari Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur tilnefnt dómara og eftirlitsmenn sína á mótið. Enginn Íslendingur er í þeim hópi. Alls hafa rúmlega 35.000 aðgöngumiðar þegar verið seldir á leiki Evrópumótsins en opnað var fyrir sölu miða á netinu um mitt ár. Skiljanlega hefur mesta salan verið á leiki landsliðs heimamanna. Þá munu Þjóðverjar að vanda hafa verið drjúgir við miðakaup enda þekktir fyrir að skipuleggja ferðalög sín í tíma. iben@mbl.is z liggja fyrir Dagur Sigurðsson Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 Sigurður Ari Stefánsson skoraði4 mörk í 23:24 sigri Elverum á útivelli gegn Runar í norsku úrvals- deildinni í handbolta í gær í fyrstu umferð deildarkeppninnar.    Helgi Magnússon skoraði 9 stig í72:66 sigri Solna gegn Borås í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik í gær. Leikurinn fór fram í Bor- ås en Sigurður Ingimundarson er þjálfari Solna.    Jakob Sigurðarson skoraði 11 stigfyrir Sundsvall sem sigraði Gothia 73:66 í sænsku úrvalsdeild- inni í körfubolta í gær. Jakob samdi við félagið í haust en hann var lyk- ilmaður í Íslandsmeistaraliði KR á síðustu leiktíð.    Helga Magn-úsdóttir verður eftir- litsmaður á síðari landsleik Eng- lendinga og Finna í forkeppni að undankeppni Evrópumóts kvenna í hand- knattleik sem fram fer í Liverpool í dag. Bretar unnu fyrri leikinn, 17:14, í Helsinki á miðvikudaginn. Sig- urliðið úr viðureignunum tveimur fer í riðil með Íslandi, Frakklandi og Austurríki.    Florentina Stanciu, markvörðurkvennaliðs Stjörnunnar í hand- knattleik, hefur leikið alla þrjá leiki rúmenska landsliðsins í heimsbikar- keppninni sem nú stendur yfir í Danmörku. Rúmenía er komin í undanúrslit og mætir Þýskalandi í dag. Í hinum undanúrslitaleiknum leika frændþjóðirnar Danir og Norð- menn, sem eru undir stjórn Þóris Hergeirssonar.    Guðbjörg Guðmannsdóttir fyrr-verandi landsliðskona í hand- knattleik, hefur sótt um félagsskipti til ÍBV frá danska liðinu Frederiks- havn FOX. Guðbjörg sem lék ekkert á síðasta vetri stefnir á að leika með ÍBV í 2. deild Íslandsmótsins.    Önnur fyrrverandi landsliðskona íhandknattleik, Helga Torfa- dóttir, hefur ákveðið að ganga í raðir Vals frá Víkingi. Helgu mun vera ætlað að vera á bakvakt fyrir Berg- lindi Írisi Hansdóttur, markvörð Vals og íslenska landsliðsins.    Davíð Ágústsson línumaður, semlék með Víkingi í fyrra og Aft- ureldingu árið þar á undan, hefur skipt yfir í raðir ÍR-inga.    Hornamaðurinn Þröstur Þráins-son verður í láni hjá Víkingi fram yfir áramót, hið minnsta, frá Haukum. Þröstur lék einnig sem lánsmaður með Víkingi á síðasta keppnistímabili.    Kanadamað-urinn Wayne Gretzky, sem á sínum tíma var þekktasti ís- hokkíleikmaður heims, er hættur að þjálfa banda- ríska íshokkíliðið Phoenix Coyotes í NHL-deildinni. Gretzky hefur þjálfað liðið frá árinu 2005. Undir hans stjórn hefur liðið unnið 143 leiki en Gretzky hefur ákveðið að leita sér að nýjum vinnuveitanda þar sem talið er að Phoenix Coyotes verði selt á allra næstu misserum. Þeir aðilar sem eru líklegir til þess að eignast meirihluta í félaginu hafa sagt að Gretzky sé ekki sá þjálfari sem þeir hafi áhuga á. Fólk folk@mbl.is Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is ÞAÐ þarf mikið að ganga á í loka- umferð úrvalsdeildar karla í knatt- spyrnu í dag til að Atli Viðar Björns- son, sóknarmaður FH, missi af markakóngstitlinum í ár. Hann verð- ur að öllu óbreyttu þriðji leikmaður FH frá upphafi sem skorar flest mörk í deildinni. Hörður Magnússon vann reyndar það afrek þrjú ár í röð, 1989, 1990 og 1991, og Tryggvi Guðmundsson varð markakóngur deildarinnar árið 2005. Tryggvi hafði áður náð þeim árangri sem leikmaður ÍBV, árið 1997. Atli Viðar hefur skorað 14 mörk, þremur meira en þrír næstu menn, sem þar með þurfa að skora þrennu í dag til að ná honum. Þeir eru reynd- ar allir líklegir til afreka, Alfreð Finnbogason úr Breiðabliki, Björg- ólfur Takefusa úr KR og Gilles Mbang Ondo úr Grindavík eru með 11 mörk hver og engan þeirra er hægt að útiloka. FH-ingarnir Matthías Vilhjálms- son og Atli Guðnason eru með 10 mörk hvor, en KSÍ er þó reyndar að- eins með níu mörk skráð á Atla. Það eru því margir sem koma til greina með að ná í silfur- og bronsskóna. Að öðru leyti er lítil spenna í loft- inu fyrir lokaumferð deildarinnar í dag því aldrei þessu vant eru öll úr- slit ráðin. FH er Íslandsmeistari, KR hreppir annað sætið nema eitthvað furðulegt eigi sér stað, og Fylkir endar í þriðja sæti og fer ásamt KR- ingum í Evrópudeild UEFA. Eitt Evrópusæti óútkljáð Fram og Breiðablik, sem eru í fjórða og fimmta sætinu, eiga síðan eftir að mætast í bikarúrslitaleiknum og þar ræðst hvort þeirra verður fjórða liðið sem keppir fyrir Íslands hönd í Evrópumótunum næsta sum- ar. Fjölnir og Þróttur eru fallin og það er því aðeins spilað uppá stoltið og mörkin í dag. Það þarf því ekki að koma á óvart þó ofangreindir leik- menn sem bítast um gull-, silfur- og bronsskóna fái óeigingjarnar send- ingar frá samherjum sínum og taki þær vítaspyrnur sem í boði verða í dag. Leikirnir sex í deildinni hefjast all- ir kl. 16 og þeir eru taldir upp lengst til vinstri í opnunni. Slagurinn um skóna í dag Morgunblaðið/Ómar Fjórtán Atli Viðar Björnsson á alla möguleika á að hreppa gullskóinn.  Þrír þurfa þrennu í lokaumferðinni til að ná Atla Viðari og gullskónum  Margir eiga möguleika á silfrinu og bronsinu  Atli þriðji markakóngur FH-inga? ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu er í 17. sæti á nýjum heimslista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Liðið hækkar sig um tvö sæti frá síð- asta lista. Þá fer Ísland úr 12. sætinu í það 11. á Evrópulist- anum. Ísland deilir 17. sætinu með Rússum og hefur komist upp- fyrir Úkraínu en þessar þjóðir voru í 15. og 16. sæti á síðasta lista. Síðasti listi var gefinn út í júní en frá þeim tíma hefur ís- lenska liðið sigrað Englendinga, sem eru nú í 8. sæti heims- listans og fengu silfrið á EM, og unnið Serba og Eista í und- ankeppni HM. Liðið tapaði fyrir Dönum í vináttuleik og fyrir Frökkum, Norðmönnum og Þjóðverjum á EM í Finnlandi. Bandaríkin eru áfram í efsta sætinu og aðrar þjóðir á topp tíu eru Þýskaland, Brasilía, Svíþjóð, Norður-Kórea, Japan, Noregur, England, Danmörk og Frakkland. vs@mbl.is Ísland upp í 17. sætið Sigurður Ragnar Eyjólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.