Morgunblaðið - 13.10.2009, Síða 3

Morgunblaðið - 13.10.2009, Síða 3
Morgunblaðið/Ómar Einbeittur Stefán Gíslason, leikmaður Bröndby, á fullri ferð á æfingu íslenska landsliðsins. Það mætir Suður-Afríku klukkan 18.10 í kvöld á Laugardalsvelli. Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ,,ÉG hef sagt að ég vilji spila á öllum alþjóðlegum leikdögum og það var kærkomið að fá þennan leik,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari við Morgunblaðið á æfingu landsliðs- ins í Kórnum í gærmorgun en Ólafur ákvað að flytja æfinguna þar sem að- stæður á Fram-vellinum voru ekki sem bestar en þar átti liðið að æfa. ,,Það hafa verið mikil batamerki á leik liðsins í síðustu tveimur leikjum og við leggjum upp með að halda áfram á sömu braut. Suður-Afríku- mennirnir eru mjög flinkir og halda boltanum ótrúlega vel innan liðsins en eru ekkert sérlega sókndjarfir. Þetta verður því kannski svolítið öðruvísi leikur hjá okkur en oft áð- ur,“ sagði Ólafur. Eigum fína möguleika Ólafur hefur séð á myndbandi leik Suður-Afríkumanna gegn Norð- mönnum en liðin áttust við í Osló á laugardaginn þar sem Norðmenn höfðu betur, 1:0. ,,Ég met það svo að við eigum fína möguleika gegn Suður-Afríkumönn- unum. Þeir eru að reyna að spila hálfgerðan sambafótbolta enda Brasilíumaður að þjálfa liðið. Við þurfum að reyna að loka á þeirra stutta þríhyrningsspil og komast út úr þeirri pressu sem þeir koma örugglega til með að setja á okkur.“ Ólafur teflir fram sínu sterkasta liði í kvöld að því undanskildu að fyrirlið- inn Hermann Hreiðarsson og Heiðar Helguson eru fjarri góðu gamni sök- um meiðsla. ,,Ég vil alltaf reyna að fá okkar sterkustu leikmenn og við tökum þennan leik af mikilli alvöru,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Munaði hársbreidd að við færum til Argentínu Fregnir bárust af því í fyrrdag að íslenska landsliðið mætir Írönum í vináttuleik í Teheran í næsta mánuði og spurður út í þann leik sagði Ólaf- ur; ,,Ég er bara mjög ánægður að mæta þeim. Á þessum árstíma koma ýmis tilboð inn á okkar borð og við ákváðum að taka þessu boði frá Íran en það munaði hársbreidd að við fær- um til Argentínu á dögunum. Þar sem ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða get ég bara fengið leikmenn sem spila í Noregi og Svíþjóð og svo auðvitað hér heima. Ég fer með 20 leikmenn til Íran og ég lít svo á að því fleiri leikmenn sem fá tækifæri með landsliðinu því betra er það fyrir okkur. Það verður mikið ævintýri að fara til Íran,“ sagði Ólafur.  Ólafur stýrir íslenska landsliðinu í 22. leiknum  Mætir Suður-Afríku í kvöld Íslenska landsliðið í knattspyrnu leikur í kvöld sinn 22. leik undir stjórn Ólafs Jóhannessonar þegar það mætir Suð- ur-Afríkumönnum í vináttuleik á Laugardalsvellinum. Ísland er taplaust í síðustu þremur leikjum undir stjórn Ólafs en það lagði Georgíumenn, 3:1, í síðasta mánuði og gerði 1:1 jafntefli við Norðmenn og Slóvaka. „Mikil bata- merki í síðustu leikjum okkar“ Í HNOTSKURN »Íslenska landsliðið spilar íkvöld sinn 9. landsleik á árinu. Enn eru tveir leikir eftir, gegn Íran og Lúxemborg. » Ísland hefur tvisvar áðurmætt Suður-Afríku, gert 1:1 jafntefli og sigrað 4:1. Suður- Afríka er í 73. sæti heimslistans og í 15. sæti í Afríku. efstu deild, ta sem eins það sem tel mig eiga lega í öðr- til Víkings naði hjá Vík- ur.“ fá þig? mig m ég taldi henta mér best. Það var annað hvort Víkingur eða KR. Ég hugsaði KR sem helstu ógn FH á næsta ári eins og var þegar ég fór til Vals 2007. Ég þekki líka vel til Loga og það var mjög erfitt að gera upp á milli en að lokum ákvað ég að velja Víking,“ sagði Helgi, sem segist á sínum langa ferli hafa upplifað ýmislegt, bæði góða tíma og slæma en hann segir tímabilið hjá Val í ár það erfiðasta sem hann hefur gengið í gegnum. ,,Þetta var hrikalega erfitt, bæði innan sem utan vall- ar. Liðið náði engan veginn saman í sumar og þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað undanfarin ár hafa komið niður á því. Mér leið annars mjög vel hjá félaginu og sé ekki eftir þeim tíma sem ég var þar. Ég átti mér þann draum að verða meistari með því og það tókst og ég átti stóran þátt í því.“ Teitur Þórð-arson og lærisveinar hans í Vancouver Whitecaps máttu þola ósigur á heimavelli, 2:3, gegn Montreal Impact í fyrri úr- slitaleik þeirra í norðuramerísku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Róðurinn verður því þungur fyrir Teit og hans menn um næstu helgi þegar seinni leikur liðanna fer fram í Montreal.    Cristiane, brasilíska landsliðs-konan í knattspyrnu, skoraði fimm mörk þegar Santos burstaði Caracas frá Venesúela, 11:0, í meist- arakeppni kvenna í Suður-Ameríku um helgina. Marta gerði tvö marka liðsins en Þórunn Helga Jónsdóttir kom ekki við sögu hjá Santos að þessu sinni. Lið hennar hefur nú tryggt sér sæti í undanúrslitum keppninnar en á þó eftir einn leik í riðlakeppninni.    Einar IngiHrafnsson skoraði tvö mörk þegar lið hans, Nordhorn, tapaði sínum fyrsta leik á keppn- istímabilinu þegar það sótti ASV Hamm heim, lokatölur 28:25. Nordhorn er í þriðja sæti norðurriðils þýsku 2. deild- arinnar í handknattleik með átta stig að loknum fimm leikjum.    Jón Þorbjörn Jóhannsson skoraðieitt mark og var einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur þegar Sön- derjyske tapaði á heimavelli fyrir Midtjylland, 30:25, í næstefstu deild danska handknattleiksins. Sönder- jyske er í sjötta sæti með fimm stig að loknum fjórum leikjum.    Rut Jónsdóttir, landsliðskona íhandknattleik, skoraði eitt mark þegar Team Tvis Holstebro tapaði með níu markamun fyrir Es- bjerg, 33:24, á heimavelli í dönsku úr- valsdeildinni í handknattleik. Tvis Holstebro er í áttunda sæti af tólf með fjögur stig eftir sex leiki.    Arna Sif Pálsdóttir skoraði eittmark fyrir Horsens HK þegar liðið steinlá fyrir Midtjylland, 30:18, í dönsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik. Horsens HK er næstneðst í deildinni með tvö stig eftir sex leiki.    Levanger, liðið sem Ágúst Jó-hannsson þjálfar í hinni norsku úrvalsdeild kvenna í handknattleik, tapaði um helgina fyrir Selbu, 27:22, á útivelli. Levanger er í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig að lokn- um fimm umferðum.    Gunnar SteinnJónsson var markahæsti leik- maður Drott í gær- kvöld með fimm mörk þegar liðið tapaði á heimavelli, 22:27, fyrir meist- urum Alingsås í sænsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik. Gunnar, sem kom til Drott frá HK í sumar, gerði tvö markanna úr vítaköstum. Lið hans er í sjötta sæti af 14 með fimm stig eftir fjóra leiki en Alingsås er efst með átta stig.    Þóra B. Helgadóttir, landsliðs-markvörður í knattspyrnu, varði mark Kolbotn í sigri á Kattem, 2:1, í norsku úrvalsdeildinni um helgina. Þegar tvær umferðir eru eftir er Röa með 52 stig, Stabæk 49 og Kolbotn 47 stig í toppsætunum. Fólk sport@mbl.is Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ÍSLAND og Suður-Afríka leiða sam- an hesta sína á knattspyrnuvellinum í þriðja sinn í kvöld þegar þau mætast í vináttuleik á Laugardalsvellinum. Þjóðirnar mættust fyrst árið 1998 og gerðu 1:1 jafntefli í leik sem fram fór í Þýskalandi en þá var suður- afríska liðið að búa sig undir HM í Frakklandi. Stefán Þór Þórðarson skoraði mark Íslands í þeim leik. Árið 2005 komu svo Suður- Afríkumenn á Laugardalsvöllinn og töpuðu, 4:1, þar sem Grétar Rafn Steinsson, Arnar Þór Viðarsson, Heiðar Helguson og Veigar Páll Gunnarsson gerðu mörk Íslands. Suður-Afríkumenn eru á fullu í undirbúningi sínum fyrir heims- meistaramótið en þeir eru gestgjafar í úrslitakeppninni sem haldin verður í Suður-Afríku næsta sumar. Þjálfari liðsins er hinn 60 ára gamli Brasilíu- maður Joel Santana sem hefur þjálf- að mörg af bestu liðum Brasilíu en hann tók við þjálfun suður-afríska landsliðsins í maí fyrra. Besti leikmaður Suður-Afríku- manna, Steven Pienaar, kom ekki með liðinu til Íslands þar sem hann á við meiðsli að stríða en þekktasti leikmaður liðsins fyrir utan hann er fyrirliðinn Aron Mokoena sem leikur með Hermanni Hreiðarssyni hjá Portsmouth. Suður-Afríkumenn komu til Ís- lands beint frá Noregi þar sem þeir töpuðu fyrir Norðmönnum í vináttu- leik í Osló á laugardaginn, 1:0, en illa hefur gengið hjá Suður-Afr- íkumönnum og hafa þeir tapað sjö af átta síðustu leikjum sínum. Eini sig- urleikurinn er gegn Madagascar sem þeir lögðu á heimavelli, 1:0, í síðasta mánuði. Íslenska liðið er ósigrað í síðustu þremur leikjum sínum. Það lagði Georgíumenn í vináttuleik í síðasta mánuði, 3:1, og gerði 1:1 jafntefli við Norðmenn og Slóvaka. Í næsta mán- uði leika Íslendingar svo tvo vináttu- leiki. Þann fyrri gegn Írum í Teheran 10. nóvember og fjórum dögum síðar heimsækja þeir Lúxemborgara. Sjö töp í átta leikjum hjá Suður-Afríku ÍSLAND mætir Norður-Írlandi í Evrópukeppni 21-árs landsliða í knattspyrnu í Grindavík klukkan 15 í dag. Ís- land vann fyrri leik þjóðanna í riðlinum í Coleraine í síð- asta mánuði, 6:2, í leik þar sem allt gekk í haginn. Í fram- haldinu vann liðið síðan stórsigur á San Marínó, 8:0, á föstudagskvöldið. Lykilmenn vantar í dag, Rúrik Gíslason og Aron Einar Gunnarsson eru báðir með A-landsliðinu og óvíst er hvort Birkir Bjarnason spili vegna hand- armeiðsla. Hins vegar er Gylfi Þór Sigurðsson kominn inn í hópinn og spilar sinn fyrsta leik með liðinu á þessu ári. „Það munar vissulega um þessa menn og Norður-Írar eru með fínt og vel spilandi lið. Leikurinn úti var ótrúleg- ur en við vorum mjög beinskeyttir og nýttum færin vel. Ég hef fulla trú á að þeir sem fá tækifæri í staðinn standi sig vel. Við erum með fínan hóp og allir sem hafa komið inn hafa staðið fyrir sínu,“ sagði Eyjólfur Sverrisson þjálfari við Morgunblaðið. vs@mbl.is Strákarnir spila í Grindavík Eyjólfur Sverrisson MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 2009 Íþróttir 3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.