Dægradvöl - 21.01.1932, Blaðsíða 7

Dægradvöl - 21.01.1932, Blaðsíða 7
DÆGRADVÖL 31 annað en hann í bænum um þessai' mundir, og allir dáðust að hugrekki hans; honum þótti líka mjög vænt um hana; því þá ekki að giftast hon- um. Jú, hún vildi gjarnan verða konan hans — verða liðsforingja- frú. — Óvæntar trúlofanir og giftingar voru nú að verða svo algengar, að fólk varð ekkert mjög hissa, þegar það frétti, að Gerhard og Annette ætluðu að gifta sig, daginn eftir. Hjónavígslan fór fram um hádegið. Um eftirmiðdaginn, meðan brúð- kaupsveizlan stóð sem hæst, komu út aukaútgáfur af dagblöðunumi, sem tilkynntu, að Þjóðverjar hefðu unn- ið mikinn sigur á austurvígstöðvun- um, og yfir þúsund af rússneskum hermönnum hefðu verið teknir til fanga. Faðir Gerhards náði sér í blað, og las nú upphátt fyrir gestina þessar miklu fréttir. Veizlugestirnir urðu gagnteknir af hrifningu og gleði. — Jú, Þýzkaland hlaut að vinna sigur. Allir dönsuðu um af gleði, nema Gerhard; hann sat og var hugsi. Það var eins og hann væri búinn að gleyma að hlæja og vera kátur. Hann var að hugsa um félaga sína úti á vígvellinum. Nú kom presturinn til hans, tók í handlegginn á honum og sagði eitt- hvað, hann heyrði þaíj ekki; kennar- arnir komu og klöppuðu honum á axlirnar; allir vildu skála við hann til sigurs og frægðar, og m'óðir hans rétti honum vínglas. Þá stóð hann upp og sló glasinu í borðið, svo fast, að það brotnaði. „Þið“, mælti hann, er ólætin þögnuðu, „hvað vitið þið hvað gerist?“ síðan fór hann út. Um kvöldið og alla nóttina talaði hann ókafur við Annettu. Honum fannst hann vera að missa æsku sína, líf sitt og takmark; en hann vildi þó halda henni, um allt annað var honum sama. Daginn eftir var hann einn með Annettu; hann vildi ekki heyra aðra né sjá, og hélt hún ]>á að hann væri veikur; aldrei hafði hann verið eins undarlegur. Um kvöldið fór hann aftur út á vígstöðvarnar. Fjórum vikum seinna, daginn sem hún varð seytján ára, frétti hún að hann væri fallinn; hún var orðin ekkja. Árin liðu og ófriðurinn hélt áfram. Flestar konur í bænum gengu nú í sorgarklæðumi mesta hrifningin var horfin; menn voru hættir að tala um föðurlandsástina og hetjudáðirnar og voru farnir að' tala um matar- skortinn og eymdina í staðinn. An- netta var ekki sú eina, sem hafði misst manninn sinn í stríðinu, og margar áttu um sárara að binda en hún. Margar höfðu misst bæði syni sína og menn, ef ekki bræður eða ættingja. Hún hafði að vísu misst Gerhard,

x

Dægradvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/771

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.