Dægradvöl - 21.01.1932, Blaðsíða 12

Dægradvöl - 21.01.1932, Blaðsíða 12
36 DÆGRADVÖL Frú Marion brosti. „Það er bara galli á henni hvað hún er „fjolluð", annars er hún allra bezta stúlka. Hún hefir vonandi ekki reynt að „fjolla“ við þig í gær- kvöldi?“ „Nei, því heldur þú það?“ „Eg bara spurði svona, hún hefir nú gaman að gefa herrunum undir fótinn, svo segir hún mér allt af dag- inn eftir ef hún hefir komist í eitt- hvert æfintýri“. Eiginmaðurinn varð alvarlegur. „Segir hún þér frá öllu svoleiðis?" „Já, hún trúir mér fyrir öllum sínum leyndarmálum, og ef hún hef- ir „fjollað“ við einhvern í gærkvöldi þá segir hún mér það áreiðanlega í dag“. Eiginmaðurinn varð nú ennþá al- varlegri. „Var salurinn vel skreyttur?“ „Já, hann var vel skreyttur". „Var Lydia einsömul eða með herra?“ „Eg veit ekki, — eg held hún hafi verið einsömul“. „Hún hefir þá kanske beðið þig að fylgja sér heim?“ „Já, hún bað mig að verða sér samferða“. „Þú hefir þó ekki kysst hana von- andi? Eg vei*ð að spyrja hana um það í dag“. „Þú — þú mátt ekki verða reið við mig, eg kyssti hana bara á kinn- ina. Hún gaf mér svo rnikið undir fótinn“. „Hvað segirðu? Kysstir þú hana á kinnina? — Hvergi annarsstaðar?“ „Nei. — Jú einn á hálsinn minnir mig. — Viltu ekki fyrirgefa mér?“ „Segðu mér nú satt, kysstir þú hana ekki á munninn?“ ,,Á munninn, nei, nei, bara á kinnina“. „Eg skal nú spyrja hana þegar við förum að kaupa hattinn í dag, og vita hvort þú skrökvar að mér“. „Jú, annars, eg kyssti hana víst á munninn, en það var bara í gríni. Þú mátt ekki verða reið við mig, eg skal aldrei gera það oftar“. Frú Marion fór að skelli hlæja. „Af hverju ertu að hlæja?“ Hún hló svo mikið að hún gut ekki svarað nærri strax, og aumingja eiginmaðurinn vissi ekki hvað hann átti að halda. „Hefir þú ekki samvizkubit?“ „Jú, viltu ekki fyrirgefa mér-“ „Jú, góði minn, eg skal fyrirgefa þér“, sagði hún og gat vai’la talað fyrir hlátri, ,,eg bað Lydiu að gefa þér svolítið undir fótinn á dans- leiknum; eg þurfti nefnilega að fá mér nýjan hatt og einhver ráð verð- ur maður að hafa. Ha-ha-ha. Nú fæ eg mér fallegan hatt með fjöður. Ha ha ha ha“.

x

Dægradvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/771

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.