Dægradvöl - 21.01.1932, Blaðsíða 13

Dægradvöl - 21.01.1932, Blaðsíða 13
DÆGRADVÖL 37 g I '.==1I -11-^jjqi...-innnr=-n=ii--=ii— | Við gluggann. 3S □ „Mér er sagt, að þú hafir gist í draugahúsinu í gærkveldi. Bar nokk- uð við?“ „Um klukkan tólf kom draugur út úr veggnum eins og þar væri eng- inn veggur“. „Og hvað gerðir þú?“ „Eg fór út um hinn vegginn á sama hátt“. „Jæja“, sagði lögfræðingurinn við manninn, sem hafði verið að segja honum sögu sína. „Aðstaða yðar til málsins virðist vera mjög góð, og eg held að m|ér sé óhætt að gefa yður beztu vonir með endalok málsins“. „Já“, sagði maðurinn. „Þetta sagði eg konunni minni, því hún vildi nefnilega strax, að eg fengi mér fyrsta flokks lögfræðing, en eg var nú ekki alveg á því“. Kerling: „IJvar er Noregur hér á landi, Jón minn?“ Karlinn: „Hvaða bjáni ertu, kerl- ing! Hann er langt úti í sjó.“ Kennslukonan sagði nemendum sínum að skrifa stíl og lýsa tennis- leik. Nemendurnir byrjuðu þegar að skrifa, en Villi sat kyr og hafðist ekki að. Eftir nokkra stund sagði kennslukonan: „Jæja, nú er tíminn búinn, skilið þið nú stílnum ykkar“. Nemendurnir skiluðu stílunum sín- um, en Villi sat kyr. „Hvar er stíll- inn þinn, Villi minn?“ sagði kennslu- konan. „Er ekki búinn með hann“, svaraði Villi. „Þú ert slæmur dreng- ur“, svaraði stúlkan — eg læt þig fá tíu mínútur, ef þú verður ekki búinn með stílinn að þeim tím'a liðnum, verðurðu látinn sitja eftir hér í skól- anum í heilan klukkutíma". — Villi þagði og sat í 9 mínútur grafkyr, án þess að skrifa einn staf. Þegar klukkan var að færast. á 10. mínút- una, skrifaði hann eitthvaci og fékk svo kennslukonunni stílabókina. — Stíllinn hljóðaði svona : „Regn. Eng- inn leikur“. Prófessor nokkur var að ferðast í járnbraut. Einn af lestarþjónunum konij til hans og bað um farseðilinn, en hvernig sem hann leitaði í vösum sínum, gat hann ekki fundið hann. „Skyldi eg vera búinn að týnæ farseðlinum", sagði prófessorinn vandræðalega. „Jæja, það gerir þá ekkert til“,. sagði lestarþjónninn.

x

Dægradvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/771

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.