Dægradvöl - 21.01.1932, Blaðsíða 22

Dægradvöl - 21.01.1932, Blaðsíða 22
46 DÆGRADVÖL Tittenwa kinkaði kolli til Macrae er Westman hafði lokið frásögu sinni, til merkis um að hún væri fétt í öllum atriðum. „En sjáðu nú til, Westman“, svar- aði Mac eftir stundarkorn, „til hvers notar el-Hussan þennan svokallaða töfrakraft sinn og hvers vegna eggj- ar hann þennan flokk sinn til að drepa alla hvíta menn sem, þeir finna í skóginum? Hvað getur það verið annað en gullið, sem hann er að sækjast eftir?“ „Nei, Mac, það er ekki gullið, því að eftir því, sem Tittenwa segir, mun hann vera hættur að láta starf- rækja námurnar. Og af því, að eg veit, að hann er illmenni og þorp- ari, þá er það eitthvað annað og meira sem hann sækist eftir“. West- man beið eftir, að Mac svaraði ein- hverju, en er hann virtist engu geta svarað, hélt hann áfram: „Tittenwa segist vera reiðubúinn að berjast með okkur, af því að við höfum „hin góðu vopn sem drepa á löngu færi“, hann á við byssurnar. Þeir hafa lifað í þorpi sínu í mjarga mannsaldra og vilja ógjarnan yfirgefa það, þó að þeir geti ekki annað, vegna þess, að þeir einir eru of fáir til að geta barist við þá“. „Þá skulum við ...“ „Yertu í’ólegur Mac. Nú kemur tunglið upp eftir stutta stund og verðum við þá að vera komnir burt úr rjóðrinu ef vel á að fara. Abd-el- Hussan og mannætur hans hafa bar- ið bumbur sínar í allt kvöld og seg- ir Tittenwa það sé merki um, að þeir eigi von á ófriði þá og þegar. Enda veit eg að el-Hussan er farinn að búast við leiðangri hingað upp eftir, hvort sem liann veit að Collins komst til Murumwa eða ekki. Við erum líka nær þorpi þeirra, en við héldum og er þess vegna ekki ann- að að gera fyrir okkur, en að berj- ast við þá í nótt í stað þess að bíða. Hvað segir þú um það, Mac?“ „Ekki mikið. Er þetta ekki það, sem eg hefi viljað?“ mælti Macrae í ákafa, „eg þrái að fá að strádrepa þessa hunda“. „Ágætt. Þá skal eg segja þér hvernig eg hefi hugsað mér þessa á- rás. Eg fer með Tittenwa og ein- hverjum af mönnum hans niður að þessu dauðans þorpi, en þú verður hér eftir með Kilimi og sex eða sjö af mönnum Tittenwa. Þið bíðið hér í einn klukkutíma, meðan við erum að krækja fyrir þorpið, því að við verðum að sækja á þá úr tveim átt- um. Síðan farið þið hér beint í gegn um skóginn og stefnið á nám- urnar. Þar bíðið þið í skóginum, þar til þið heyrið mig skjóta, þá hlaupið 'þið niður í þorpið og ráðist aftan að ]>eim, þegar þeir eru að berjast við okkur. Með þessu móti ætti að vera hægt að velgja þeim sæmilega og lækka í þeim rostann“. Árásin er að vísu vel upphugs-

x

Dægradvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/771

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.