Dýralíf - 01.09.1925, Síða 4

Dýralíf - 01.09.1925, Síða 4
4 DÝRALÍF orsökina, pk kunna menn samt nú oróiö að notfæra sér þetta. Pví bjöllunum er á haustin mokað í kassa, sem negldir eru aftur, sendir niður á láglendið, og geymdir þar til vors, i kælihúsum, svo bjöllurnar vakni ekki í ótima af vetrarsvefninum. En þegar vorið er komið, eru bændum seldar pöddurnar í pundatali, eða fjórðunga, dýrum dómum, en þeir strá þeim út yfir aldingarða sina og ekrur. Vakna þær þá við loftshlýjuna af vetrarsvefninum, og taka strax til óspillra málanna, að sálga blaðlúsum. Segja ávaxtaræktarbændur í Kaliforníu, að þeir dollararnir, sem þeir verja til þess að kaupa fyrir maríubjöllur, sé betur varið, en nokkur annar skildingur, er fari fyrir fé á fæti! Einkenuilegt er, að siðan farið var að safna maríubjöllum á haustin, og geyma þær yflr veturinn í kæliklefum, liafa bingirnir, þar, sem þær haugast saman á haustin, aukist að miklum mun, og fjölgað líka. Má af því sjá að einstaklingsfjöldi mariubjall- anna hefir aukist mjög, fyrir þessar aðgerðir mannanna. Er það reyndar skiljanlegt, þvi í kælihúsunum eru þær langtum trygg- ari en úli í víðáttunni, þvi þar drepst mikið af þeim af völdum dýra og fugla og af breytilegu veðurfari. Pað munar lika afar- miklu, að komast undir eins á ræktað land, þar sem langtum meira er af blaðlúsum en úti í víðáttunni. Pví allar skepnur auka langtum meira kyn sitt þar, sem nóg er ætið, og sama er um maríubjöllurnar. Hreiiidýriii eru útbreidd um alt norðurhvel jarðar, frá Noregi og þaðan í austur alt til Grænlands. Pau eru einnig á Spitzbergen og Franz Jósepslandi. Hreindýr voru ekki hér þegar Ingólfur kom; þau voru flutt hingað á árunum 1771—87 og slept á Austfjörðum, í Hafnarfirði, í Rangárvallasýslu og í Vaðlaheiði við Eyjafjörð. Dýrin voru aðallega send sem gjöf til íslands, frá norskum kaupmanni í Hammerfest og frá Lapplending einum að nafni Pétur. Pau voru í fyrstu alfriðuð, en árið 1828"var friðunin afnumin, og þá var þeim gereytt í Rangárvallasýslu og í Vaðla- heiði. Nú eru þau aðeins á Reykjanesfjallgarði og í óbygðum Austurlands. Kettir. Pað eru ekki lil eins mörg afbrigði af tömdum köttum, eins og af hundum, en samt eru þau mörg. Kettir ættaðir frá eynni Mön í írlandshafi, eru rófulausir, og i Kína er til kaltategund

x

Dýralíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýralíf
https://timarit.is/publication/772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.