Dagrenning - 01.08.1924, Side 2
2
DAGRENNING
Skipalaust eyland.
Ekki þurfa raerin að vera fróðir um sögu þessa
lands til þess að vita, hvað mestu tjóni hefir
valdið þessari þjóð. Er það hverjum manni auð-
sætt, að þetta er skipaleysið. Landnámsmenn áttu
góðan og nægan skipakost, enda voru þá margir
farmenn og kaupmenn. En landsmenn gáðu þess
eigi að endurnýja skipastól sinn, og hvarf því
verzlun og siglingar meira og meira úr höndum
þeirra. Og svo kom að síðustu, að þeir urðu ofur-
seldir einokunarverzlun sakir skipaleysis síns og
— óheyrðs gáleysis. Pór þá svo sem segir í kvæð-
inu um Fjallkonuna, er hún gekk úr hásæti sínu
og leit yfir landið:
„Hún hnipnar við og horfir sér nær,
en hungrið þá sér og níðing, sem flær,
á hafinu örfáar okrarafleytur,
er út létu með þær síðustu reitur,
sem þjófshönd aldrei áður fann;
en ekkert mátti fyrir leynast,
engi mátti auður treinast,
öllu varð að farga seinast
að seðja einkaréttsokrarann.
Pólkið sá hún hungrað hanga,
huglaust, vonlaust, þunnt á vanga;
hungurmorða hópa drauga
horfa á djúpið brostnu auga
eftir skipum okrarans,
eins og vildi vaða og hefna
voða, er ei má heiti nefna,
allur þessi feigðar fans.
Pjallkonunni hneit það við hjartarót,
horfa vildi nú sólu mót.
En alveg fyrir álfröðul syrti,
ekki sást í himininn,
því að hér var á sveimi hópurinn,
sem okrarinn ófæddan myrti“.
Höf. hefir hér gert tilraun til að lýsa að nokkru
þeirri þjóðarógæfu, er leiddi af því gáleysi for-
feðra vorra að láta eyland sitt verða skipalaust.
Allur almenningur veit, hvenær þessum ósköpum
létti af og fyrir hvers tilstilli, og þarf því eigi
að telja það hér. En allir fullorðnir menn muna,
hve lengi dönskum skipum var borgað stórfé til
þess að okra á flutningum vorum. En fyrsta
vakning frá dögum Guðbrands biskups kom fram,
þá er vér tókum eitt skip á leigu til þess að ann-
ast flutninga vora. Raunar tókst svo illa til, að
tekinn var á leigu kolafrekur dallur frá keppi-
nautinum. Yarð og halli á útgerðinni, nokkrir
tugir þúsunda. Var þá talið fullreynt og hætt
við allt. En sú fásinna að taka það eigi með í
reikninginn, að þessi útgerð hafði stórlækkað
fargjöld öll og farmgjöld, svo að landsmenn stór-
græddu á henni. Síðan lá þetta mál niðri, þangað
til þeir Thór Jensen og Sveinn Björnsson komu
þeirri hreifing á málið, er leiddi til þess, að stofn-
að var Eimskipafélag íslands meS samtökum
Islendinga austan hafs og vestan. pá sýndust allir
skilja, hversu stórt heillaspor hér var stigið.
En hvað er nú? Hefir nú söguþjóðin gleymt
öllu, bæði fornu og nýju? Eitthvað veldur því, að
hagur félagsins hefir verið svo bágur, að það
hefir ekki getað borgað vexti, ekki hálfa, ekki
hót, af hlutafénu. Óskabarni Islands er ekki hoss-
að hærra en þetta. Yarnargarði landsins er ekki
betur haldið við en svo. Víkingafloti nútíðarinn-
ar fær ekki meiri viðgang, en nú var sagt, hjá
afkomöndum víkinganna. Pélaginu hefir verið
vel stjórnað og sökin liggur hjá þeim mönnum
hérlendum, sem þurfa að nota skipin.
Þrjú félög hafa nú skip í förum hér við land :
Eimskipafélagið, Björgvinjarfélagið og samein-
aða félagið danska. pessi tvö síðarnefndu hafa
engar skyldur hér og sigla aðeins á þær hafnir,
sem gróðavænlegastar eru, einkum danska félag-
ið; vort eigið félag siglir eftir þörfum lands-
manna á sem flestar hafnir, og hefir af því tíma-
töf og skaða, einkum þar sem menn gera það að
skilyrði fyrir vöruflutningi, að poki og poki sé
sóttur inn á nálega hverja vík. Sá skaði jafnast
auðvitað niður á allan flutning skipanna, eftir
því sem fært er. En þetta veldur því, að félagið
getur ekki boðið sömu kjör sem hin félögin, nema
sér í skaða. pó mætti bæta úr þessu með ríflegum
styrk úr landssjóði; en ekki er það einhlítt. Vér
verðum og að láta vor eigin skip sitja fyrir flutn-
ingi. Annars sigla vor eigin skip hálftóm fyrir
fé landssjóðs, en landsmenn kappala á sama tíma
keppinautana, með því að fylla þeirra skip. Vel
má sú þjóð tala um sparnað, er svo hagar sér.
Eða mundi það kosta minna að halda hér uppi
erlendum skipastóli til niðurlags vorum eigin, en-
t. d. að leggja sómasamlega fram fé til eigins.
háskóla vors?
Ef menn vilja athuga gang sinn, þá er hér á
ferðinni sama gáleysið sem í fyrri daga, er menn
létu skipastól sinn hverfa úr sögunni og ofur-
seldu sinn hag erlendum farmönnum og kaupa-
héðnum. Vilja íslendingar láta raunasögu sína
endurtaka sig? Vera má að einhverjir komist að
betri kjörum hjá hinum félögunum, en Adam
var ekki lengi í Paradís. Ef landsmenn halda svo
langt á þessari glötunarbraut, að eimskipafélagið
verði að hætta, þá verður þess eigi langt að bíða,
að flutningsgjöldin hækki svo, að hinir hag-
sýnu(!!) stuðningsmenn erlendra keppinauta bíði
meiri skaða á einu ári, en nema mundi Júdasar-
gróða þeirra heila mannsævi.
Hér er hafinn sá leikur, sem eigi má með nokkr-
nm hætti enda öðruvís en með sigri Eimskipafé-
lagsins. Nú á öll alþýða manna hluti í félaginu
og hún á þar að auki allt á hættu. Hún verður
því að taka málið í sínar hendur. Henni er óhætt
að skifta við þá menn, er láta vort eigið félag