Dagrenning - 01.08.1924, Blaðsíða 4
4
DAGRENNING
landsmanna, en hitt verður svipað prentuðum
gljámyndum, þegar menn fara að segja sögur,
sem eru eigi annað en skuggi af einhverjum er-
lendum sögum, eða stælingar. Höfuðkosturinn við
Öldur Benedikts er sá, að hann segir víðast hvar
frá blátt áfram og tilgerðarlaust. Efni hans er
og tekið beint úr daglegu lífi þessarar þjóðar,
t. d. efnið í „felldum harðstjóra“, þar sem mjög
vel er sagt frá tilhlökkun drengsins, sem átti að
fá að fara með í eggjaleitina. pá er og „Stakkur-
inn“ ágæt smásaga, og sögð svo eðlilega, að les-
andanum er sem hann gangi við hliðina á Jóni í
kafaldinu og hrapi með honum. pað er óhætt að
mæla með þessari bók við landsmenn, því að hér
er iim vel sagðar íslenzkar sögur að ræða, en ekki
skælt og bjagað stælingartildur.
Heilög kirkja, sextug drápa eftir
Stefán frá Hvítadal, 1924, grallara-
brot, 60 bls. fyrir utan titilbl.
Hinn ytri frágangur á þessu riti er ágætur.
Á titilblaðinu er ljósastjaki með sjö Ijósum og
fagur rammi um síðuna, fallegt gotneskt letur,
bæði á titilblaði og kvæðinu, og rammi um
hverja blaðsíðu. Hefir Björn Björnsson teikn-
að, en Ólafur Jónsson gert myndamótin. Er
hvorttveggja prýðilega gert. Leitt er það við
svo prýðilegan frágang, að á 14. bls. standi
fimm stafir skakkir.
Kvæðið er ort undir hrynliendum hætti og
mjög vel kveðið, á fallegu kjarnmiklu máli, af
guðmóði og trúareldi. pessa bók verða allir
að eignast, sem trúaðir eru, og vantrúaðir verða
og að læra þessa nýju Lilju.
Hér skal sett til prýðis upphaf kvæðisins:
Faðir vor á himna-hæðum,
helgist þitt nafn í alda-safni;
vandað skal mál, og utan enda
ungum rómi dýrð þér hljóma;
En niðurlagið er svo:
Dýrð sé guði í hæstum hæðum,
helgar tungur engla sungu;
verði sí-ung dásemd dýrðar
drottins kirkja og traustast virki;
drottinn sendu þjóðum þreyttum
þægust hnoss og lyftu krossi;
kvelds og morgna um allar aldir,
einum rómi og dýrð þér hljómi.
Skátar.
Skátahreyfingin er ekki einu sinni 20 ára
gömul, en samt hefir hún náð tökum á ong-
lingum alstaðar í heimi og útlit er fyrir, að
hún þrífist svo vel og fljótt, að hún innan
skamms verði álitin nauðsynleg til undirbúnings
undir lífsstarfið, hverrar tegundar sem það er.
Hver er ástæðan fyrir þessari sigurgöngu
skátahreyfingarinnar ? pví er fljótsvarað. Á
stefnuskrá skáta er alt það, sem miðar aö því
að gjöra unglinga að hraustum, duglegum og
góðum borgurum. Eins og þegar smábörnin
leika sér og herma eftir það, sem þau sjá
foreldrana vinna, eins er skátalærdómurinn
leikur til að byrja með, en kenslugreinarnar
eru margvíslegar og misjafnar eftir því, sem
á við í hverju landi.
Aðallega eru æfingar látnar fara fram úti,
vetur og sumar, þegar veður leyfir; skátarnir
læra að ferðast, „liggja úti“, matreiða og yfír-
höfuð nota náttúruna, sem þeir koma til að
elska, ekki sízt hér á Fróni, meö því að livergi er
stórkostlegri náttúrufegurð en hér. Þeir læra
að elska landið, þeir verða liarðfengir og færir
í flestan sjó — þeir læra að keppa að því, að'
halda heimsmerki skáta í heiðri, ætíð „að vera
viðbúnir,“ livað sem að höndum ber, og ætíð
gera skyldu sína.
Ilvort sem það er eldur eða annað slys, sem
kemur fyrir, á skátinn þegar í stað að vita,.
hvaö ber að gjöra í bráöina, og hann gjörir
það tafarlaust.
Meiðist maður, t. d. fótbrotni eða slasist á.
annan liátt, á hann að vita, hvað þurfi að fram-
kvæma þar til næst til læknis o. s. frv.
Hann á að vera hjálpsamur öðrum, dýravinur,
glaöur í lund o. m. fl. Alt þetta má lesa um
í skátalögunum.
Margar listir á hann að kunna, sem gaman er
að og gagn, t. d. kunna að tala með flöggumi
langa leið og þekkja „morse.“
Ef það ekki er gaman að geta talað við vin
sinn yfir ána og þótt langt sé á milli — á
nóttu með ljósmerkjum og á dögum með flögg-
um — og ákveða við hann næsta skáta-túr, þá
veit eg ekki, hvað er gaman. En það er alveg-
nauðsynlegt, að sex til átta drengir sé í liverjum
flokk, því að þá verður meira varið í skátaíþrótt-
irnar, og þá myndast félagsskapur sá — vinátt-
an um aldur og ævi, — sem hefir miklu meiri
þýðingu, en nokkur annar félagsskapur, af því að-
hann myndast í sameiginlegum fögnuöi og þrautum.
Áreiðanlega er skátalífið betur að hæfi ís-
lendinga en nokkurrar annarar þjóðar og vafa-
laust er skátalærdómurinn eins nauðsynlegur
fyrir börnin eins og skólalærdómur þeirra og
ætti auðvitað að hafa margt af því, sem skátar-
læra, sem skyldugrein í barnaskólum landsins..
Reykjavík, 25. júlí 1924.
Axel V. Tulinfus,.