Dagrenning - 01.08.1924, Síða 5

Dagrenning - 01.08.1924, Síða 5
DAGRENNING 5 Þvoið eingöngu úr Persil, notið hvorki sápu, sápu- spæni né önnur þvottaefni saman við það, það dregur Ö einungis úr áhrifum Persils jj og gerir þvottinn dýrari en !þörf er á. — Persil þvær, bleikir og sótthreinsar þvottinn samtímis, 0 en er þó algjörlega óskaðlegt. — Það, sem Ó þvegið er úr Persil, endist betur en ella. Almenn tíðindi. I sumar komu Jiingað tvær finnskar söngkonur, Hanna Granfelt og Signe Liljequist, báðar mjög góðar söngkonur, livor á sínu sviði. Helzt var það eftirtektarvert, liversu vel liin síðarnefnda fór með vísurnar, jafnvel þær íslenzku. Er það hollt fyrir oss að heyra og líkja eftir, því að vér höfum, því miður, eig'i tamið oss svo góðan framburð á ágætri tungu vorri sem vera ber. pá kom og' norskur söngflokkur hingað, Han- delsstandens Sangforening, og söng nokkrum sinnum. Þeir voru ágætlega æföir og sungu vel, en einkum voru undirraddir góðar; háröddin var lieldur veik. peir menn sungu bezt norskar þjóð- vísur, og má af því sjá, að hollt er heima hvat. Mættim vér vel taka dæmi af því. pá voru og íslenzkir söngmenn, er létu til sín heyra, þeir Sigurður Eyjólfsson, er kennir sig við birki, og pórður Kristleifsson. Sigurður hefir þegar lokið námi; liann liefir fagra rödd og sæmi- lega mikla og syngur prýðilega. Einkum er lofs- verö viðleitni Jians að syngja á íslenzku, því að menn njóta betur lagsins, ef þeir skilja orðin, einkum ef vel er með þau farið. pórður var óheppinn með kennara fyrstu árin, en hefir nú í tvö ár tæp lært hjá góðum kennara, og má vænta mjög góðs af lionum, þá er hann hefir lokið námi sínu og heflað betur sína miklu rödd. Eggert Stefánsson söngmaður er nú í Nýju- Jórvík í Bandaríkjunum í Vesturheimi. í sumar dvelst liann uppi í sveit hjá hljóðfærastjórnara hins mikla söngleilihúss (Metropolitanopera), er flestir menn hafa heyrt getið. pangað safnast af- burðasöngmenn víðsvegar að úr lieiminum. Egg- ert er ráðinn til að syngja þar næsta leikár, og mun það gleðja vini Jians hér, einkum þar sem það er mjög sjaldgæft, að þar sé ráðnir menn, er liafa eigi sungið áður í söngleikhúsum annars- staðar. Finnur Jónsson, bróðir Rikarðs listamanns, hefir um nokkur ár stundað nám í pentlist suður í Dresden. pykir hann vera mjög efnilegur, og má meðal annars sjá álit manna þar syðra á list hans á því, að honum stendur til boða að komast að sýning Sturms í Berlinni í haust. pangað kom- ast aðeins hinir beztu, enda mega þeir vera ör- uggir um framtíð sína þaðan í frá. Jóhannes Sveinsson (Kjarval) vinnur nú sem kappsamlegast að myndum sínum á landsbanba- veggjunum uppi, en Jón Stefánsson lauk sínum í fyrra. Verða myndir þessar hin mesta prýði fyrir húsið, og bankastjórunum til hins mesta sóma og vegsauka. Nýstárlegar gestkomur eru hér um þessar mund- ir. Er þar fyrst að nefna flugmenn Bandaríltjanna, sem eru á leiö umhverfis jörðina og von er liingað næstu daga. Þeir eru samfluga í þremur flugvélum. Mundu þeir þegar komnir liingaö til lands, ef eigi biði þeir herskipa vestrænna. Eiga fjögur þeirra aö varða sundið milli Færeyja og íslands, en fimm milli íslands og Grænlands. Borizt hafa fregnir um, að skip þessi muni öll koma Jiingað til Reykja- víkur og dveljast liér eitthvað samtímis flugmönn- nnum, en þeir munu verða hér vikutíma. Þá eru nýlega komnar hingað tvær vélskútur austan um liaf á leið til VesturJieims. Kallast þær rekja fornar víkingaleiðir, þ. e. a. s. slóðir þeirra íslendinga, er fundu Grænland, Hielluland, Mark- land og Vínland. Annað skipið heitir „Shanghai“ ; sigldu Danir því í fyrra frá Austur-Asíu, fyrir odda Suðurálfu og til Danmerkur. Nú voru fimm menn á skútunni, þrír frá Nýju Jórvík og tveir Norðmenn. — Hitt skipi'ö heitir „Leifur Eirfks- son“. Er það og eign Vestmanna. Ekki hafa skip- in samflot. Leifur Eiríksson fer nokkrum dögiun seinna, því að vél hans er máttar-minni. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Bjarni Jónsson, trá Vogi. Utgefendur: Nokkrir ungir menn. Afgreiðslu þessa tölublaðs annast Guðmundur Gam- alielsson, bóksali. Verð: 12 blöð kr. 2.50. Einstök blöð kr. 0.25. ísafoldarprentsmiCja h.f.

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/773

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.