Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 05.12.1925, Síða 3

Skólablaðið - 05.12.1925, Síða 3
3 Meö biðjandi augum, sem barn jeg krýp Þjer, dagúr, Þú brosir á móti og veist mína'Þrá. Jeg vildi að sjerhver morgúnn væri svcna fagur, sem vinum mínum auðnast að fá að sja. Sólskin er í dölum, sundin blika fögur, særinn kveður Þróttmikil vökuljoð^ Nú koma dagsins raunir og rjetta að mjer sögur, sem renna eins ög hinar 1 txmans sjo„ Kristján Guðlaugsson. KVELDHIMININK. . Þú dýrðlegi dökkblái kveldhiminnl Ilversu oft hefi jeg ekki starað hug- fanginn upp til Þín? Hversu mörgum kveldstundum hefi jeg ekki varið, til Þess að virða Þig fyrir mjer? Mjer hefir reynst Það hressandi svalalind etftir erfiði dagsins. Hreinleiki Þinn hefir eytt ryki hversdagslífsins og norðurljós Þín hafa endurspeglast 1 sál minni. Hin fagra sólnafjöld blik- ar í ómælisfjarlægð, svo að risavaxn- ir hnettir sýhast aðeins örlitlit 1j ósdeplar„ Hvergi er'ímyndunaraf1- inu eins ljett um vængjatak, eins og í Þinni heilögu kyrð. Það hefst næst- um ósjálfrátt til flugs. Maður hefir á nokkrum mínútum ferðast hnattanna á milli, Þótt vesæll líkami vor sje rígbundinn við Þessa jörð. Við sjáum með augum hugans sýnir, fegri en svo, að orð komist Þar að. Það er sem ranki við sjér alt hið göfugasta og hæsta, er í okkur býr. A slíkum stund um virðist mjer, sem birti yfir hin- um myrkustu gátum hinnar margÞættu tilveru. ö, Þú íslenski kveldhiminn' I skauti Þínu hefi jeg lifað helgustu stundir lífs míns. A náðir Þínar leita jeg ætíð, er í nauðir rekur. í Þinni tæru lind lauga jeg sálu mína. Pylgið dæmi mxnu'og hvílið oftar aug- un á dökkbláma kveldhiminsihs. Það mun reynast ykkur hollari hvíld, en nokkur önnur. Jón G-íslason. III. bckk. GRÆNLANDSMÁL. -Þangað er vonunum vorkunnarlaust- sem vegina minningin Eitt af mestu framtíðarmálum Is- lendinga er Grænlandsnjálið. Verður Það stærsta úrlausnarmál næstu ára og mun á miklu velta, hvernig úr verður ráðið. Er Þjóðinni Því hin mesta nauðsyn á, að géra sjer grein fyrir vilja sínumí Því, athuga hvaða Þörf er á og hvaða gagn mundi af Því leiða, ef Islendingar fengju stærsta eyland norðurhafa til eign- ar og umráða. Um málið hefir töluvert verið ritað, en Þó af fáum mönnum; enn er ei almenningur vaknaður til meðvit- undar um mikilvægi Þess. 1 Þeim skrifum hefir bæði verið rætt um rjett íslendinga til Grænlands og eins um gagn Þaö, er Þeir gætu haft af Því. En stærð íslands og gæði Þess hefir jafnan verió helsta mót- báran gegn afskiftum ísl. af Því. En Þótt ísland sje bæði st.órt land og gott, Þá er Það hvorki of stórt nje of gott handa Þeim; en fortíðin helgar Það hinsvegar fyllilega, að Þeir taki með rögg í málið. Raunakaflar Islendingasögu eru íslendingum hollur lestur. Svífa Þá um hugann minningar gullnari tíða, en sem verða Þá svartari, er skugg- anum er skipað við hlið Þeirra. Ávöxt urinn hlýtur að verða löngun -til að komast upp á Þann tind, sem hrapað var af, Raunalegasta kafla Islendingasögu má kenna við Grænland. Islenskir bapndur bygðu landið, settu hjá sjer íslensk lög og ukust að ágæti í nokkrar aldir í hinni nýju viðbót íslensks ríkis. Eru frásagnir af framsæknum nýbyggjum og andlegri menning. En ömurleg urðu endalokin. Landið týndist úr meðvitund Þeirra Þjóða, er tekið höfðu að sjer aö - sækja Þangað, en af íslendingum Þeim, er heima sátu, var svo dregið, að Þeir höfðu eigi sinnu á að leita

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.